Erla tekur við af Óskari Hrafni hjá VÍS Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. desember 2019 16:27 Erla Tryggvadóttir hefur þegar hafið störf hjá VÍS. Erla Tryggvadóttir hefur verið ráðin samskiptastjóri Vátryggingafélags Íslands (VÍS). Hún tekur við starfinu af Óskari Hrafni Þorvaldssyni sem gegndi því í um hálft ár eða þangað til hann var kynntur til sögunnar sem þjálfari karlaliðs Breiðabliks í knattspyrnu í haust. Erla mun miðla upplýsingum um félagið til fjölmiðla og markaðsaðila og bera ábyrgð á framfylgd samfélagsstefnu félagsins að því er segir í tilkynningu. Þar kemur fram að hún hafi víðtæka reynslu úr atvinnulífinu. Hún var meðal annars starfandi framkvæmdastjóri hjá Festu, miðstöð um samfélagsábyrgð, viðskiptastjóri hjá Brandenburg auglýsingastofu, verkefnastjóri á samskipta- og markaðssviði hjá Straumi fjárfestingarbanka og starfaði lengi hjá RÚV, bæði í sjónvarpi og útvarpi. Nú síðast starfaði hún hjá Stekk, fjárfestingarfélagi. Erla stundar nú MBA nám við Háskólann í Reykjavík (HR) og lýkur prófi næsta vor. Hún er jafnframt með meistaragráðu í alþjóðaviðskiptum og markaðsfræði frá HR og Viðskiptaháskólanum í Kaupmannahöfn (CBS). Erla er með BA-gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands og lauk stúdentsprófi frá Verzlunarskóla Íslands. „Ég hlakka mikið til að takast á við ný og spennandi verkefni hjá þessu öfluga félagi. VÍS er á öruggri siglingu til móts við nýja tíma,“ segir Erla í tilkynningunni. Hún hefur nú þegar hafið störf. Tryggingar Vistaskipti Tengdar fréttir Óskar Hrafn ráðinn samskiptastjóri VÍS Óskar Hrafn Þorvaldsson hefur verið ráðinn samskiptastjóri VÍS. 26. mars 2019 13:44 Andri Ólafsson til VÍS Kveður Fréttablaðið og tekur við starfi samskiptastjóra hjá tryggingafélaginu. 23. júní 2017 10:00 Mest lesið Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Viðskipti innlent Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Viðskipti innlent Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Fleiri fréttir Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Sjá meira
Erla Tryggvadóttir hefur verið ráðin samskiptastjóri Vátryggingafélags Íslands (VÍS). Hún tekur við starfinu af Óskari Hrafni Þorvaldssyni sem gegndi því í um hálft ár eða þangað til hann var kynntur til sögunnar sem þjálfari karlaliðs Breiðabliks í knattspyrnu í haust. Erla mun miðla upplýsingum um félagið til fjölmiðla og markaðsaðila og bera ábyrgð á framfylgd samfélagsstefnu félagsins að því er segir í tilkynningu. Þar kemur fram að hún hafi víðtæka reynslu úr atvinnulífinu. Hún var meðal annars starfandi framkvæmdastjóri hjá Festu, miðstöð um samfélagsábyrgð, viðskiptastjóri hjá Brandenburg auglýsingastofu, verkefnastjóri á samskipta- og markaðssviði hjá Straumi fjárfestingarbanka og starfaði lengi hjá RÚV, bæði í sjónvarpi og útvarpi. Nú síðast starfaði hún hjá Stekk, fjárfestingarfélagi. Erla stundar nú MBA nám við Háskólann í Reykjavík (HR) og lýkur prófi næsta vor. Hún er jafnframt með meistaragráðu í alþjóðaviðskiptum og markaðsfræði frá HR og Viðskiptaháskólanum í Kaupmannahöfn (CBS). Erla er með BA-gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands og lauk stúdentsprófi frá Verzlunarskóla Íslands. „Ég hlakka mikið til að takast á við ný og spennandi verkefni hjá þessu öfluga félagi. VÍS er á öruggri siglingu til móts við nýja tíma,“ segir Erla í tilkynningunni. Hún hefur nú þegar hafið störf.
Tryggingar Vistaskipti Tengdar fréttir Óskar Hrafn ráðinn samskiptastjóri VÍS Óskar Hrafn Þorvaldsson hefur verið ráðinn samskiptastjóri VÍS. 26. mars 2019 13:44 Andri Ólafsson til VÍS Kveður Fréttablaðið og tekur við starfi samskiptastjóra hjá tryggingafélaginu. 23. júní 2017 10:00 Mest lesið Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Viðskipti innlent Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Viðskipti innlent Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Fleiri fréttir Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Sjá meira
Óskar Hrafn ráðinn samskiptastjóri VÍS Óskar Hrafn Þorvaldsson hefur verið ráðinn samskiptastjóri VÍS. 26. mars 2019 13:44
Andri Ólafsson til VÍS Kveður Fréttablaðið og tekur við starfi samskiptastjóra hjá tryggingafélaginu. 23. júní 2017 10:00