Ásmundur tilkynnti brot Þórhildar Sunnu til Evrópuráðsþingsins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. desember 2019 10:10 Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. vísir/vilhelm Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, hefur vakið athygli Evrópuráðsþingsins á því að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, hafi gerst brotleg við siðareglur Alþingis.Morgunblaðið greinir frá og hefur eftir Ásmundi að Evrópuráðsþingið ætti að íhuga aðgerðir gagnvart Þórhildi Sunnu vegna þessa. Það var í júní sem forsætisnefnd Alþingis féllst á niðurstöðu siðanefndar Alþingis þess efnis að Þórhildur Sunna hefði brotið gegn siðareglum þingsins með ummælum sem hún lét falla um Ásmund í Silfrinu í Ríkissjónvarpinu. Ásmundur gerði sjálfur athugasemd við ummæli Þórhildar Sunnu og Björns Leví sem tjáðu sig um endurgreiðslur til Ásmundar vegna aksturskostnaðar. Ásmundur segir í samtalinu við Morgunblaðið að honum finnist mikilvægt að greina Evrópuráðsþinginu frá broti Þórhildar Sunnu. „Þórhildur Sunna rækti ekki störf sín af ábyrgð, heilindum og heiðarleika samkvæmt áliti forsætisnefndar og siðanefndar,“ segir Ásmundur. Þórhildur Sunna er varaformaður Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins og formaður laga- og mannréttindanefndar Evrópuráðsþingsins. Þórhildur Sunna sagði í Silfrinu þann 25. febrúar í fyrra að uppi væri rökstuddur grunur um að Ásmundur hefði dregið sér fé. Þá lá fyrir að Ásmundur hafði fengið 4,6 milljóna króna aksturskostnað endurgreiddan frá Alþingi vegna 48 þúsund kílómetra aksturs á eigin bíl. Reglur um þingfararkostnað kveða á um að þingmenn sem aka meira en 15 þúsund kílómetra á ári skuli notast við bílaleigubíl sem Ásmundur gerði ekki. Viðurkenndi Ásmundur að hluti af endurgreiðslunum til sín hefðu orkað tvímælis, eins og hann komst að ári. Endurgreiddi hann skrifstofu Alþingis 178 þúsund krónur sem hann fékk fyrir ferðir um Suðurkjördæmi með tökufólki frá sjónvarpsstöðinni ÍNN. Aksturskostnaður þingmanna Alþingi Píratar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fleiri fréttir Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Sjá meira
Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, hefur vakið athygli Evrópuráðsþingsins á því að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, hafi gerst brotleg við siðareglur Alþingis.Morgunblaðið greinir frá og hefur eftir Ásmundi að Evrópuráðsþingið ætti að íhuga aðgerðir gagnvart Þórhildi Sunnu vegna þessa. Það var í júní sem forsætisnefnd Alþingis féllst á niðurstöðu siðanefndar Alþingis þess efnis að Þórhildur Sunna hefði brotið gegn siðareglum þingsins með ummælum sem hún lét falla um Ásmund í Silfrinu í Ríkissjónvarpinu. Ásmundur gerði sjálfur athugasemd við ummæli Þórhildar Sunnu og Björns Leví sem tjáðu sig um endurgreiðslur til Ásmundar vegna aksturskostnaðar. Ásmundur segir í samtalinu við Morgunblaðið að honum finnist mikilvægt að greina Evrópuráðsþinginu frá broti Þórhildar Sunnu. „Þórhildur Sunna rækti ekki störf sín af ábyrgð, heilindum og heiðarleika samkvæmt áliti forsætisnefndar og siðanefndar,“ segir Ásmundur. Þórhildur Sunna er varaformaður Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins og formaður laga- og mannréttindanefndar Evrópuráðsþingsins. Þórhildur Sunna sagði í Silfrinu þann 25. febrúar í fyrra að uppi væri rökstuddur grunur um að Ásmundur hefði dregið sér fé. Þá lá fyrir að Ásmundur hafði fengið 4,6 milljóna króna aksturskostnað endurgreiddan frá Alþingi vegna 48 þúsund kílómetra aksturs á eigin bíl. Reglur um þingfararkostnað kveða á um að þingmenn sem aka meira en 15 þúsund kílómetra á ári skuli notast við bílaleigubíl sem Ásmundur gerði ekki. Viðurkenndi Ásmundur að hluti af endurgreiðslunum til sín hefðu orkað tvímælis, eins og hann komst að ári. Endurgreiddi hann skrifstofu Alþingis 178 þúsund krónur sem hann fékk fyrir ferðir um Suðurkjördæmi með tökufólki frá sjónvarpsstöðinni ÍNN.
Aksturskostnaður þingmanna Alþingi Píratar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fleiri fréttir Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Sjá meira