Meirihluti íbúa verði mun nær stoppistöðvum stofnleiða Strætó en nú er Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. desember 2019 10:30 Mynd af nýja leiðanetinu úr áfangaskýrslu Eflu. Í nýju leiðaneti Strætó, sem kynnt er í áfangaskýrslu sem kom út í dag, er lagt til að stofnleiðir Strætó verði samtals sjö talsins. Verið er að endurskoða leiðakerfi Strætó vegna uppbyggingar Borgarlínu og er um að ræða fyrsta áfangann í þeirri vinnu. Í dag eru aðeins tvær leiðir Strætó, 1 og 6, sem gætu verið skilgreindar sem stofnleiðir í nýju leiðaneti en lagt er upp með að í nýju leiðaneti verði annars vegar stofnleiðir og hins vegar almennar leiðir. Að því er segir í skýrslunni er lögð mikil áhersla á að stofnleiðir aki sem beinustu leið. Lagt er til að vagnar á stofnleiðum aki á að minnsta kosti á 7 til 10 mínútna fresti á annatíma og á að minnsta kosti 15 til 20 mínútna fresti utan annatíma. Hluti af þeim forsendum sem lagðar eru til grundvallar því hlutverki sem stofnleiðir Strætó eiga að gegna er að þær tengi sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og öll hverfi eða borgarhluta með um eða yfir 10 þúsund íbúa. Þá eiga þær að flytja sem flesta farþega, tengja meginbiðstöðvar í kerfinu og geta orðið grunnur að hraðvagnaleiðum. Í tilkynningu frá Strætó segir að mikilvægt sé að leiðanetið stuðli að sterkum farþegagrunni svo hægt sé að ná þeim markmiðum að almenningssamgöngur dragi úr umferð og neikvæðum áhrifum á umhverfið, og dragi þar með úr þörf á einkabílnum. „Í fyrstu hugmyndum að Nýju leiðanet hefur verið lögð þyngri áhersla á „þátttökukerfi“ til að svara áherslum úr samráði. Í slíku kerfi er tíðnin mest þar sem þéttleiki íbúa og vinnustaða er mestur og leiðirnar eru beinar (taka engar/fáar lykkjur). Í slíku kerfi er hægt að hafa örari tíðni sem stuðlar að því að stækka farþegagrunn.Í dag eru tvær leiðir (leiðir 1 og 6) sem gætu verið skilgreindar sem stofnleiðir skv. skilgreiningu um stofnleiðir í Nýju leiðaneti. Þær aka á 10 mínútna tíðni frá stærstu úthverfum höfuðborgarsvæðisins á háannatíma. Í Nýju leiðaneti er lagt til að stofnleiðir verði sjö talsins. Miðað við fyrstu hugmyndir að Nýju leiðaneti munu meira en tvöfalt fleiri íbúar höfuðborgarsvæðisins búa innan við 400 m radíus frá stoppistöð leiða sem aka á a.m.k. 10 mínútna fresti, eða 64% íbúa í stað 26% í núverandi leiðaneti. Þessar hugmyndir samræmast markmiðum og aðgerðum svæðisskipulagsins til 2040 um að auka hlutdeild almenningssamgangna í öllum ferðum. Þörfum notenda er svarað með aukinni tíðni. Heilt yfir verður um 29% aukning á þjónustutíma Strætó á ársgrundvelli,“ segir í tilkynningu Strætó.Áfangaskýrsluna má nálgast hér. Borgarlína Samgöngur Strætó Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Sjá meira
Í nýju leiðaneti Strætó, sem kynnt er í áfangaskýrslu sem kom út í dag, er lagt til að stofnleiðir Strætó verði samtals sjö talsins. Verið er að endurskoða leiðakerfi Strætó vegna uppbyggingar Borgarlínu og er um að ræða fyrsta áfangann í þeirri vinnu. Í dag eru aðeins tvær leiðir Strætó, 1 og 6, sem gætu verið skilgreindar sem stofnleiðir í nýju leiðaneti en lagt er upp með að í nýju leiðaneti verði annars vegar stofnleiðir og hins vegar almennar leiðir. Að því er segir í skýrslunni er lögð mikil áhersla á að stofnleiðir aki sem beinustu leið. Lagt er til að vagnar á stofnleiðum aki á að minnsta kosti á 7 til 10 mínútna fresti á annatíma og á að minnsta kosti 15 til 20 mínútna fresti utan annatíma. Hluti af þeim forsendum sem lagðar eru til grundvallar því hlutverki sem stofnleiðir Strætó eiga að gegna er að þær tengi sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og öll hverfi eða borgarhluta með um eða yfir 10 þúsund íbúa. Þá eiga þær að flytja sem flesta farþega, tengja meginbiðstöðvar í kerfinu og geta orðið grunnur að hraðvagnaleiðum. Í tilkynningu frá Strætó segir að mikilvægt sé að leiðanetið stuðli að sterkum farþegagrunni svo hægt sé að ná þeim markmiðum að almenningssamgöngur dragi úr umferð og neikvæðum áhrifum á umhverfið, og dragi þar með úr þörf á einkabílnum. „Í fyrstu hugmyndum að Nýju leiðanet hefur verið lögð þyngri áhersla á „þátttökukerfi“ til að svara áherslum úr samráði. Í slíku kerfi er tíðnin mest þar sem þéttleiki íbúa og vinnustaða er mestur og leiðirnar eru beinar (taka engar/fáar lykkjur). Í slíku kerfi er hægt að hafa örari tíðni sem stuðlar að því að stækka farþegagrunn.Í dag eru tvær leiðir (leiðir 1 og 6) sem gætu verið skilgreindar sem stofnleiðir skv. skilgreiningu um stofnleiðir í Nýju leiðaneti. Þær aka á 10 mínútna tíðni frá stærstu úthverfum höfuðborgarsvæðisins á háannatíma. Í Nýju leiðaneti er lagt til að stofnleiðir verði sjö talsins. Miðað við fyrstu hugmyndir að Nýju leiðaneti munu meira en tvöfalt fleiri íbúar höfuðborgarsvæðisins búa innan við 400 m radíus frá stoppistöð leiða sem aka á a.m.k. 10 mínútna fresti, eða 64% íbúa í stað 26% í núverandi leiðaneti. Þessar hugmyndir samræmast markmiðum og aðgerðum svæðisskipulagsins til 2040 um að auka hlutdeild almenningssamgangna í öllum ferðum. Þörfum notenda er svarað með aukinni tíðni. Heilt yfir verður um 29% aukning á þjónustutíma Strætó á ársgrundvelli,“ segir í tilkynningu Strætó.Áfangaskýrsluna má nálgast hér.
Borgarlína Samgöngur Strætó Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Sjá meira