Ásmundur segir að sér hafi verið ráðlagt að lesa ekki pistil Björns Levís Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. desember 2019 18:23 Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. vísir/vilhelm Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að vinir og vandamenn hafi ráðlagt honum að lesa ekki pistil Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata, þar sem sá síðarnefndi vandar þeim fyrrnefnda ekki kveðjurnar. Málið má rekja til þess að Ásmundur Friðriksson sendi bréf til Evrópuráðsþingsins þar sem hann bendir á að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaðir Pírata hafi haft uppi ummæli um sig sem svo voru dæmd af siðanefnd þingsins sem óhæfa. Björn Leví brást við því með að skrifa pistil á Facebook þar sem lét Ásmund heyra það. „Þetta bréf hans er algjör viðbjóður, ofan í allt það sem á undan hefur gengið þá dirfist hann til þess að leitast eftir refsingu á vegum Evrópuráðsþingsins gagnvart Sunnu. Þvílíka og aðra eins mannleysu hef ég aldrei á ævi minni hitt,“ skrifaði Björn Leví og benti á orðabók Árnastofnunar sem skýrði orðið mannleysa sem svo að þar fari huglaus og ómerkilegur maður. Eiginkonu, börnum og fjölskyldu einnig ráðlagt að lesa ekki pistilinn. Ásmundur var spurður út í hver væru viðbrögð hans við þessum pistli Björns Levís er Ásmundur var til viðtals í Reykjavík síðdegis nú fyrir stundu. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.Vísir/vilhelm „Það er nú reyndar þannig að ég hef haft ýmsu að sýsla í dag en mér og eiginkonu minni og börnum og fjölskyldu hefur verið ráðlagt að lesa ekki þann pistil,“ sagði hann.Af hverjum?„Af vinum og vandamönnum“Vegna orða hans í þinn garð?„Já,“ svaraði Ásmundur og bætti við að hann hefði ekki í hyggju að eyðileggja fyrir sér daginn með því að lesa pistilinn í kvöld auk þess sem hann sakaði Björn Leví um að leggja sig í einelti.Spurður út í tilgang bréfsins til Evrópuráðsþingsins svaraði Ásmundur að hann hefði beðið eftir því að Þórhildur Sunna myndi sjálf láta vita af siðanefndarúrskurðinum í hennar garð. Þegar ekkert gerðist hafi honum þótt rétt að upplýsa samstarfsmenn hennar á Evrópuráðsþinginu um siðanefndarúrskurðinn.„Ég held bara að í ljósi þeirrar gagnsæisástar sem Píratar hafa nú á flestum málum. Tala mikið um gagnsæi, nema þegar það snýr að þeim. Þeir tala líka mikið um siðferði, nema þegar það snýr að þeim. Ég er nú búinn að bíða í nokkra mánuði eftir því að formaður laga- og mannréttindarnefndar Evrópuráðsins myndi, í ljósi gagnsæisástarinnar, skýra ráðinu frá því að hún hafi verið fyrsti þingmaður Íslandssögunar sem að siðanefnd dæmdi fyrir að brjóta á öðrum þingmanni.“ Alþingi Píratar Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Segir Ásmund mannleysu og bréf hans viðbjóð Björn Leví Gunnarsson segir orði sín fram sett af yfirvegun. 18. desember 2019 12:36 Ásmundur tilkynnti brot Þórhildar Sunnu til Evrópuráðsþingsins Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, hefur vakið athygli Evrópuráðsþingsins á því að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, hafi gerst brotleg við siðareglur Alþingis. 18. desember 2019 10:10 Annaðhvort sé Ásmundur með sig á heilanum eða Sjálfstæðisflokkurinn að hefna sín Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur upplýst Evrópuráðsþingið um að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmanns Pírata, hafi gerst brotleg við siðareglur Alþingis. 18. desember 2019 11:26 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að vinir og vandamenn hafi ráðlagt honum að lesa ekki pistil Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata, þar sem sá síðarnefndi vandar þeim fyrrnefnda ekki kveðjurnar. Málið má rekja til þess að Ásmundur Friðriksson sendi bréf til Evrópuráðsþingsins þar sem hann bendir á að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaðir Pírata hafi haft uppi ummæli um sig sem svo voru dæmd af siðanefnd þingsins sem óhæfa. Björn Leví brást við því með að skrifa pistil á Facebook þar sem lét Ásmund heyra það. „Þetta bréf hans er algjör viðbjóður, ofan í allt það sem á undan hefur gengið þá dirfist hann til þess að leitast eftir refsingu á vegum Evrópuráðsþingsins gagnvart Sunnu. Þvílíka og aðra eins mannleysu hef ég aldrei á ævi minni hitt,“ skrifaði Björn Leví og benti á orðabók Árnastofnunar sem skýrði orðið mannleysa sem svo að þar fari huglaus og ómerkilegur maður. Eiginkonu, börnum og fjölskyldu einnig ráðlagt að lesa ekki pistilinn. Ásmundur var spurður út í hver væru viðbrögð hans við þessum pistli Björns Levís er Ásmundur var til viðtals í Reykjavík síðdegis nú fyrir stundu. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.Vísir/vilhelm „Það er nú reyndar þannig að ég hef haft ýmsu að sýsla í dag en mér og eiginkonu minni og börnum og fjölskyldu hefur verið ráðlagt að lesa ekki þann pistil,“ sagði hann.Af hverjum?„Af vinum og vandamönnum“Vegna orða hans í þinn garð?„Já,“ svaraði Ásmundur og bætti við að hann hefði ekki í hyggju að eyðileggja fyrir sér daginn með því að lesa pistilinn í kvöld auk þess sem hann sakaði Björn Leví um að leggja sig í einelti.Spurður út í tilgang bréfsins til Evrópuráðsþingsins svaraði Ásmundur að hann hefði beðið eftir því að Þórhildur Sunna myndi sjálf láta vita af siðanefndarúrskurðinum í hennar garð. Þegar ekkert gerðist hafi honum þótt rétt að upplýsa samstarfsmenn hennar á Evrópuráðsþinginu um siðanefndarúrskurðinn.„Ég held bara að í ljósi þeirrar gagnsæisástar sem Píratar hafa nú á flestum málum. Tala mikið um gagnsæi, nema þegar það snýr að þeim. Þeir tala líka mikið um siðferði, nema þegar það snýr að þeim. Ég er nú búinn að bíða í nokkra mánuði eftir því að formaður laga- og mannréttindarnefndar Evrópuráðsins myndi, í ljósi gagnsæisástarinnar, skýra ráðinu frá því að hún hafi verið fyrsti þingmaður Íslandssögunar sem að siðanefnd dæmdi fyrir að brjóta á öðrum þingmanni.“
Alþingi Píratar Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Segir Ásmund mannleysu og bréf hans viðbjóð Björn Leví Gunnarsson segir orði sín fram sett af yfirvegun. 18. desember 2019 12:36 Ásmundur tilkynnti brot Þórhildar Sunnu til Evrópuráðsþingsins Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, hefur vakið athygli Evrópuráðsþingsins á því að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, hafi gerst brotleg við siðareglur Alþingis. 18. desember 2019 10:10 Annaðhvort sé Ásmundur með sig á heilanum eða Sjálfstæðisflokkurinn að hefna sín Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur upplýst Evrópuráðsþingið um að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmanns Pírata, hafi gerst brotleg við siðareglur Alþingis. 18. desember 2019 11:26 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Segir Ásmund mannleysu og bréf hans viðbjóð Björn Leví Gunnarsson segir orði sín fram sett af yfirvegun. 18. desember 2019 12:36
Ásmundur tilkynnti brot Þórhildar Sunnu til Evrópuráðsþingsins Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, hefur vakið athygli Evrópuráðsþingsins á því að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, hafi gerst brotleg við siðareglur Alþingis. 18. desember 2019 10:10
Annaðhvort sé Ásmundur með sig á heilanum eða Sjálfstæðisflokkurinn að hefna sín Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur upplýst Evrópuráðsþingið um að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmanns Pírata, hafi gerst brotleg við siðareglur Alþingis. 18. desember 2019 11:26