Segir erlenda fjárfesta hafa mikinn áhuga á Landsneti Eiður Þór Árnason skrifar 18. desember 2019 20:15 Landsnet er hlutafélag í eigu Landsvirkjunar, RARIK, Orkuveitu Reykjavíkur og Orkubús Vestfjarða og tók til starfa í ársbyrjun 2005. Vísir/Vilhelm Landsnet gaf á dögunum út óverðtryggð skuldabréf fyrir hundrað milljónir Bandaríkjadollara, eða sem nemur 12,3 milljörðum íslenskra króna. Bréfin voru seld til alþjóðlegra fagfjárfesta í lokuðu skuldabréfaútboði í Bandaríkjunum og verða ekki skráð í Kauphöllina hér á landi. Bréfin eru á gjalddaga eftir tíu til tólf ár, er fram kemur í tilkynningu frá Landsneti. Guðlaug Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri fjármála hjá Landsneti, segir þar að það sé ánægjulegt að sjá að enn sé mikill áhugi erlendra fjárfesta á félaginu. Hún segir rekstur félagsins vera stöðugan, fjárhagsstöðuna sterka og að mikill áhugi sé á innviðafyrirtækjum eins og Landsneti. „Í hópi þeirra fjárfesta sem tóku þátt í þessari skuldabréfaútgáfu eru bæði aðilar sem tóku þátt í síðustu skuldabréfaútgáfu félagsins á árinu 2016 sem og nýir fjárfestar. Áhugi þeirra var, eins og í fyrra útboði, mikill og bárust tilboð í rúmlega tvöfalda þá fjárhæð sem fyrirtækið leitaði eftir,“ er haft eftir Guðlaugu í tilkynningu. „Skuldabréfaútgáfan er á betri kjörum en síðasta skuldabréfaútgáfa félagsins sem endurspeglar aukið traust fjárfesta á okkur og Íslandi. Með þessari útgáfu höfum við aflað fjármagns til að endurgreiða stofnlán frá Landsvirkjun auk fjármögnunar á hluta af fjárfestingum félagsins á næsta ári,“ bætir hún við. Landsnet er hlutafélag í eigu Landsvirkjunar, RARIK, Orkuveitu Reykjavíkur og Orkubús Vestfjarða og tók til starfa í ársbyrjun 2005. Félagið annast annast flutning raforku og stjórnun raforkukerfa víða um land. Orkumál Tengdar fréttir Landsnet beið í rúm tvö ár eftir leyfi frá sveitarfélaginu fyrir framkvæmdum á Sauðárkrókslínu Línan brást algjörlega í óveðrinu. 15. desember 2019 12:22 Tjón Landsnets áætlað 3 - 400 milljónir Fimm heimili eru án rafmagns í dreifikerfi Rariks og verða það væntanlega til morguns en allir aðrir sem urðu fyrir rafmagnsleysi eru komnir með rafmagn. 14. desember 2019 18:35 Landsnet vilji nota jarðstrengi eftir fremsta megni og tekur undir gagnrýni á fyrirtækið Forstjóri Landsnets segir að skapa þurfi sátt um lagningu raflína. Fyrirtækið vilji nota jarðstrengi eftir fremsta megni og hann tekur undir gagnrýni um að fyrirtækið hafi ekki staðið sig við innviðauppbyggingu. 15. desember 2019 18:30 Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Fleiri fréttir Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Sjá meira
Landsnet gaf á dögunum út óverðtryggð skuldabréf fyrir hundrað milljónir Bandaríkjadollara, eða sem nemur 12,3 milljörðum íslenskra króna. Bréfin voru seld til alþjóðlegra fagfjárfesta í lokuðu skuldabréfaútboði í Bandaríkjunum og verða ekki skráð í Kauphöllina hér á landi. Bréfin eru á gjalddaga eftir tíu til tólf ár, er fram kemur í tilkynningu frá Landsneti. Guðlaug Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri fjármála hjá Landsneti, segir þar að það sé ánægjulegt að sjá að enn sé mikill áhugi erlendra fjárfesta á félaginu. Hún segir rekstur félagsins vera stöðugan, fjárhagsstöðuna sterka og að mikill áhugi sé á innviðafyrirtækjum eins og Landsneti. „Í hópi þeirra fjárfesta sem tóku þátt í þessari skuldabréfaútgáfu eru bæði aðilar sem tóku þátt í síðustu skuldabréfaútgáfu félagsins á árinu 2016 sem og nýir fjárfestar. Áhugi þeirra var, eins og í fyrra útboði, mikill og bárust tilboð í rúmlega tvöfalda þá fjárhæð sem fyrirtækið leitaði eftir,“ er haft eftir Guðlaugu í tilkynningu. „Skuldabréfaútgáfan er á betri kjörum en síðasta skuldabréfaútgáfa félagsins sem endurspeglar aukið traust fjárfesta á okkur og Íslandi. Með þessari útgáfu höfum við aflað fjármagns til að endurgreiða stofnlán frá Landsvirkjun auk fjármögnunar á hluta af fjárfestingum félagsins á næsta ári,“ bætir hún við. Landsnet er hlutafélag í eigu Landsvirkjunar, RARIK, Orkuveitu Reykjavíkur og Orkubús Vestfjarða og tók til starfa í ársbyrjun 2005. Félagið annast annast flutning raforku og stjórnun raforkukerfa víða um land.
Orkumál Tengdar fréttir Landsnet beið í rúm tvö ár eftir leyfi frá sveitarfélaginu fyrir framkvæmdum á Sauðárkrókslínu Línan brást algjörlega í óveðrinu. 15. desember 2019 12:22 Tjón Landsnets áætlað 3 - 400 milljónir Fimm heimili eru án rafmagns í dreifikerfi Rariks og verða það væntanlega til morguns en allir aðrir sem urðu fyrir rafmagnsleysi eru komnir með rafmagn. 14. desember 2019 18:35 Landsnet vilji nota jarðstrengi eftir fremsta megni og tekur undir gagnrýni á fyrirtækið Forstjóri Landsnets segir að skapa þurfi sátt um lagningu raflína. Fyrirtækið vilji nota jarðstrengi eftir fremsta megni og hann tekur undir gagnrýni um að fyrirtækið hafi ekki staðið sig við innviðauppbyggingu. 15. desember 2019 18:30 Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Fleiri fréttir Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Sjá meira
Landsnet beið í rúm tvö ár eftir leyfi frá sveitarfélaginu fyrir framkvæmdum á Sauðárkrókslínu Línan brást algjörlega í óveðrinu. 15. desember 2019 12:22
Tjón Landsnets áætlað 3 - 400 milljónir Fimm heimili eru án rafmagns í dreifikerfi Rariks og verða það væntanlega til morguns en allir aðrir sem urðu fyrir rafmagnsleysi eru komnir með rafmagn. 14. desember 2019 18:35
Landsnet vilji nota jarðstrengi eftir fremsta megni og tekur undir gagnrýni á fyrirtækið Forstjóri Landsnets segir að skapa þurfi sátt um lagningu raflína. Fyrirtækið vilji nota jarðstrengi eftir fremsta megni og hann tekur undir gagnrýni um að fyrirtækið hafi ekki staðið sig við innviðauppbyggingu. 15. desember 2019 18:30
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun