Á stundum að þegja? Friðrik Agni Árnason skrifar 20. desember 2019 07:00 Mér finnst áhugavert þegar fólk hendir neikvæðu skoðunum sínum um útlit mitt beint í andlitið á mér. Sérstaklega þegar það tengist útliti sem er valfrjálst. En ég hef einmitt verið að lenda í því undanfarið. Ástæðan: Ég litaði á mér hárið. Ég vildi breyta til og skapa mér aðeins nýrri og ferskari ímynd. Mér líður vel með hvernig það breytti útliti mínu. Þannig þegar ég horfi í spegil þá allavega fæ ég ekki þunglyndiskast yfir spegilmyndinni og gerði það nú svo sem ekki heldur fyrir litun. Ég er jú eins og flestir samt og mis sáttur við sjálfan mig eftir dagsgeðinu. Að sjálfsögðu er samt leiðinlegt að heyra þegar fólk segist jafnvel ekki vilja yrða á mig vegna þess að ég er með ljóst hár. Það gerðist nú fyrir stuttu og fólk hefur einnig sagst kunna einfaldlega illa við mig svona. Og þetta er ekki fólk sem þekkir mig manna best. Á þessum tímapunkti þá spyr ég af einlægni: Hvað fær fólk út úr því að láta svona skoðanir í ljós? Líður fólki betra þegar það kemur þessu frá sér? Snýst þetta um VALD? Ég velti því fyrir mér hvort fólk sem deilir svona skoðunum á fólki hafi það sameiginlegt að vera stjórnsamt. Því hvað ætti ég t.d. að taka frá svona athugasemd og móðgun? Annað en að jú kannski breyta útliti mínu aftur til þess að þóknast manneskjunni. Ég myndi persónulega aldrei segja neinum, nema kannski maka, mína skoðun á útlitsbreytingu hans ef hún er neikvæð og þá myndi ég samt ekki orða það svo harkalega. Fyrir mér má fólk alltaf bara líta út eins og það vill og líður best. Ef ég hef neikvæða skoðun á útliti annars fólks þá yfirleitt bara held ég því fyrir sjálfan mig nema það virkilega spyrji mig álits og biður um hreinskilni. Þannig ég er aðallega að velta því fyrir mér hvað fólk fær út úr því að móðga aðra á svona persónulegan hátt og fela sig svo jafnvel á bakvið að þetta sé bara þeirra skoðun. Víst höfum við öll rétt á okkar skoðun en mér finnst ekki alltaf nauðsynlegt að skoðanir komi fram. Ef skoðun leiðir af sér hugleiðingar, spurningar og opnar á samtal þá finnst mér það frábært en þegar það eru svona þungar persónulegar skoðanir eða dómur öllu heldur á útliti annarra þá er ég ekki alveg að fatta tilganginn. En þetta er auðvitað bara mín skoðun. Þegar öllu er á botninn hvolft þá snýst þetta um viðbrögð og mín viðbrögð í þessu tilfelli. Ég vel að láta það ekki pirra mig þegar einhver segir svona við mig heldur skoða af hverju ég tek það til mín og hvernig. Hvað get ég lært um sjálfan mig? Hugsa sér það fólk sem hefur almennt svona sterkar skoðanir sem það verður að láta í ljós, og móðgar og særir annað fólk með því, hvernig er það þá að dæma sig sjálft? #mínskoðun Góða helgi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðrik Agni Árnason Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Mér finnst áhugavert þegar fólk hendir neikvæðu skoðunum sínum um útlit mitt beint í andlitið á mér. Sérstaklega þegar það tengist útliti sem er valfrjálst. En ég hef einmitt verið að lenda í því undanfarið. Ástæðan: Ég litaði á mér hárið. Ég vildi breyta til og skapa mér aðeins nýrri og ferskari ímynd. Mér líður vel með hvernig það breytti útliti mínu. Þannig þegar ég horfi í spegil þá allavega fæ ég ekki þunglyndiskast yfir spegilmyndinni og gerði það nú svo sem ekki heldur fyrir litun. Ég er jú eins og flestir samt og mis sáttur við sjálfan mig eftir dagsgeðinu. Að sjálfsögðu er samt leiðinlegt að heyra þegar fólk segist jafnvel ekki vilja yrða á mig vegna þess að ég er með ljóst hár. Það gerðist nú fyrir stuttu og fólk hefur einnig sagst kunna einfaldlega illa við mig svona. Og þetta er ekki fólk sem þekkir mig manna best. Á þessum tímapunkti þá spyr ég af einlægni: Hvað fær fólk út úr því að láta svona skoðanir í ljós? Líður fólki betra þegar það kemur þessu frá sér? Snýst þetta um VALD? Ég velti því fyrir mér hvort fólk sem deilir svona skoðunum á fólki hafi það sameiginlegt að vera stjórnsamt. Því hvað ætti ég t.d. að taka frá svona athugasemd og móðgun? Annað en að jú kannski breyta útliti mínu aftur til þess að þóknast manneskjunni. Ég myndi persónulega aldrei segja neinum, nema kannski maka, mína skoðun á útlitsbreytingu hans ef hún er neikvæð og þá myndi ég samt ekki orða það svo harkalega. Fyrir mér má fólk alltaf bara líta út eins og það vill og líður best. Ef ég hef neikvæða skoðun á útliti annars fólks þá yfirleitt bara held ég því fyrir sjálfan mig nema það virkilega spyrji mig álits og biður um hreinskilni. Þannig ég er aðallega að velta því fyrir mér hvað fólk fær út úr því að móðga aðra á svona persónulegan hátt og fela sig svo jafnvel á bakvið að þetta sé bara þeirra skoðun. Víst höfum við öll rétt á okkar skoðun en mér finnst ekki alltaf nauðsynlegt að skoðanir komi fram. Ef skoðun leiðir af sér hugleiðingar, spurningar og opnar á samtal þá finnst mér það frábært en þegar það eru svona þungar persónulegar skoðanir eða dómur öllu heldur á útliti annarra þá er ég ekki alveg að fatta tilganginn. En þetta er auðvitað bara mín skoðun. Þegar öllu er á botninn hvolft þá snýst þetta um viðbrögð og mín viðbrögð í þessu tilfelli. Ég vel að láta það ekki pirra mig þegar einhver segir svona við mig heldur skoða af hverju ég tek það til mín og hvernig. Hvað get ég lært um sjálfan mig? Hugsa sér það fólk sem hefur almennt svona sterkar skoðanir sem það verður að láta í ljós, og móðgar og særir annað fólk með því, hvernig er það þá að dæma sig sjálft? #mínskoðun Góða helgi
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun