Forstjóri Icelandair segir að fljótlega þurfi að ákveða arftaka Boeing 757 Kristján Már Unnarsson skrifar 19. desember 2019 21:39 Boeing 757-þotur hafa verið í notkun hjá Icelandair í tæp 30 ár, eða frá því í apríl 1990. Framleiðslu þeirra var hætt árið 2004. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Icelandair stefnir að ákvörðun um þotukaup fljótlega á nýju ári. Einn möguleikinn sem félagið skoðar er að skipta alfarið yfir í Airbus-þotur. Þetta kom fram í viðtali við forstjóra Icelandair í fréttum Stöðvar 2. Óvissan vegna kyrrsetningar MAX-vélanna leiddi til þess að Icelandair frestaði í haust ákvörðun um kaup á nýjum þotum sem gætu leyst Boeing 757-vélarnar af hólmi á lengri flugleiðum. „En við stefnum á að taka þá ákvörðun fljótlega á nýju ári, - allavega fyrri hluta ársins 2020,“ segir forstjórinn, Bogi Nils Bogason. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair.Vísir/Vilhelm Icelandair og forverar þess hafa til þessa aldrei keypt nýjar þotur frá öðrum framleiðanda en Boeing. Því vakti sú yfirlýsing forstjóra Icelandair athygli síðastliðið vor að langdrægar vélar af gerðinni Airbus A321 hentuðu leiðakerfi félagsins best, eins og staðan væri núna.Sjá einnig hér: Forstjóri Icelandair segir Airbus bjóða besta arftaka Boeing 757 Félagið skoðar þrjá kosti, að sögn Boga: Halda áfram með svipaðan flota og það er með núna; kaupa Airbus A321 LR og reka þær samhliða MAX-vélunum; og loks að skipta alfarið yfir í Airbus. „En það mun taka ákveðinn langan tíma, ef við förum þá leið. Þannig að það eru þessar þrjár sviðsmyndir og tvær af þessum sviðsmyndum þýða Airbus inn í flotann.“ Airbus A321 er meðal annars í notkun hjá SAS-flugfélaginu í Íslandsflugi.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Þess er skemmst að minnast að bandaríska flugfélagið United Airlines ákvað fyrir tveimur vikum að leita í smiðju Airbus og pantaði fimmtíu Airbus A321 XLR sem arftaka hinna öldruðu 757-véla, en framleiðslu þeirra var hætt fyrir fimmtán árum. Sjá einnig hér: United Airlines snýr baki við Boeing og kaupir fimmtíu Airbus-þotur Bogi segir 757-vélarnar þó enn virka mjög vel í leiðakerfi Icelandair og þjóna fyrirtækinu vel. „En samt sem áður þurfum við að fara að taka ákvörðun fljótlega um hvaða vélar taka við af þeim.“ En hvað með breiðþotur? Ein af fjórum Boeing 767-breiðþotum Icelandair.Stöð 2/Arnar Halldórsson. „Við erum með fjórar breiðþotur í flotanum í dag, 767-vélar, og við stefnum á að nota þær áfram. Þetta flotaverkefni, sem við erum að vinna núna, snýr í raun eingöngu að hinum vélunum, „narrow-body“ eins og við segjum. Þannig að við erum ekki að skoða frekari kaup á breiðþotum, eins og staðan er núna,“ svarar forstjóri Icelandair. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Airbus Boeing Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Icelandair Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Nýjasta þotan frá Airbus gæti orðið framtíðarvél Icelandair Airbus kynnti í dag ákvörðun um að hefja framleiðslu á langdrægustu farþegaþotu heims í flokki mjórra véla með einn farrýmisgang, Airbus A321XLR. 17. júní 2019 23:05 Icelandair frestar endurskoðun flotastefnu vegna MAX-óvissu Bogi Nils Bogason forstjóri segir fjárhagsstöðu Icelandair það sterka að félagið muni komast leikandi í gegnum kyrrsetningu Boeing 737 MAX-vélanna. 20. september 2019 20:00 Forstjóri Icelandair segir Airbus bjóða besta arftaka Boeing 757 Ráðamenn Icelandair skoða nú þann möguleika að taka Airbus-vélar inn í flugflotann og skipta jafnvel öllum Boeing-vélunum út fyrir Airbus. Stefnt er að ákvörðun á síðari hluta ársins. 6. maí 2019 20:00 United Airlines snýr baki við Boeing og kaupir fimmtíu Airbus-þotur Bandaríska flugfélagið United Airlines hefur fest kaup á fimmtíu Airbus-þotum til að fylla skarð eldri Boing-þota félagsins. 4. desember 2019 08:13 Airbus fengið 226 pantanir frá ellefu félögum í nýju þotuna Airbus segir að stjarna flugsýningarinnar í París hafi klárlega verið hin nýja A321XLR. Ákvörðun um að hefja framleiðslu hennar var kynnt á mánudag en hún verður langdrægasta útgáfan af A-321 línu evrópska flugvélaframleiðandans. 20. júní 2019 16:54 Icelandair horfir til arftaka Boeing 757 Ráðamenn Icelandair skoða nú hvort arftaki Boeing 757-þotunnar sé fundinn, sem framtíðarvél félagsins á lengri flugleiðum. 14. maí 2017 21:00 Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Notendalausnir Origo verða Ofar Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Fleiri fréttir Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Sjá meira
Icelandair stefnir að ákvörðun um þotukaup fljótlega á nýju ári. Einn möguleikinn sem félagið skoðar er að skipta alfarið yfir í Airbus-þotur. Þetta kom fram í viðtali við forstjóra Icelandair í fréttum Stöðvar 2. Óvissan vegna kyrrsetningar MAX-vélanna leiddi til þess að Icelandair frestaði í haust ákvörðun um kaup á nýjum þotum sem gætu leyst Boeing 757-vélarnar af hólmi á lengri flugleiðum. „En við stefnum á að taka þá ákvörðun fljótlega á nýju ári, - allavega fyrri hluta ársins 2020,“ segir forstjórinn, Bogi Nils Bogason. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair.Vísir/Vilhelm Icelandair og forverar þess hafa til þessa aldrei keypt nýjar þotur frá öðrum framleiðanda en Boeing. Því vakti sú yfirlýsing forstjóra Icelandair athygli síðastliðið vor að langdrægar vélar af gerðinni Airbus A321 hentuðu leiðakerfi félagsins best, eins og staðan væri núna.Sjá einnig hér: Forstjóri Icelandair segir Airbus bjóða besta arftaka Boeing 757 Félagið skoðar þrjá kosti, að sögn Boga: Halda áfram með svipaðan flota og það er með núna; kaupa Airbus A321 LR og reka þær samhliða MAX-vélunum; og loks að skipta alfarið yfir í Airbus. „En það mun taka ákveðinn langan tíma, ef við förum þá leið. Þannig að það eru þessar þrjár sviðsmyndir og tvær af þessum sviðsmyndum þýða Airbus inn í flotann.“ Airbus A321 er meðal annars í notkun hjá SAS-flugfélaginu í Íslandsflugi.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Þess er skemmst að minnast að bandaríska flugfélagið United Airlines ákvað fyrir tveimur vikum að leita í smiðju Airbus og pantaði fimmtíu Airbus A321 XLR sem arftaka hinna öldruðu 757-véla, en framleiðslu þeirra var hætt fyrir fimmtán árum. Sjá einnig hér: United Airlines snýr baki við Boeing og kaupir fimmtíu Airbus-þotur Bogi segir 757-vélarnar þó enn virka mjög vel í leiðakerfi Icelandair og þjóna fyrirtækinu vel. „En samt sem áður þurfum við að fara að taka ákvörðun fljótlega um hvaða vélar taka við af þeim.“ En hvað með breiðþotur? Ein af fjórum Boeing 767-breiðþotum Icelandair.Stöð 2/Arnar Halldórsson. „Við erum með fjórar breiðþotur í flotanum í dag, 767-vélar, og við stefnum á að nota þær áfram. Þetta flotaverkefni, sem við erum að vinna núna, snýr í raun eingöngu að hinum vélunum, „narrow-body“ eins og við segjum. Þannig að við erum ekki að skoða frekari kaup á breiðþotum, eins og staðan er núna,“ svarar forstjóri Icelandair. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Airbus Boeing Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Icelandair Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Nýjasta þotan frá Airbus gæti orðið framtíðarvél Icelandair Airbus kynnti í dag ákvörðun um að hefja framleiðslu á langdrægustu farþegaþotu heims í flokki mjórra véla með einn farrýmisgang, Airbus A321XLR. 17. júní 2019 23:05 Icelandair frestar endurskoðun flotastefnu vegna MAX-óvissu Bogi Nils Bogason forstjóri segir fjárhagsstöðu Icelandair það sterka að félagið muni komast leikandi í gegnum kyrrsetningu Boeing 737 MAX-vélanna. 20. september 2019 20:00 Forstjóri Icelandair segir Airbus bjóða besta arftaka Boeing 757 Ráðamenn Icelandair skoða nú þann möguleika að taka Airbus-vélar inn í flugflotann og skipta jafnvel öllum Boeing-vélunum út fyrir Airbus. Stefnt er að ákvörðun á síðari hluta ársins. 6. maí 2019 20:00 United Airlines snýr baki við Boeing og kaupir fimmtíu Airbus-þotur Bandaríska flugfélagið United Airlines hefur fest kaup á fimmtíu Airbus-þotum til að fylla skarð eldri Boing-þota félagsins. 4. desember 2019 08:13 Airbus fengið 226 pantanir frá ellefu félögum í nýju þotuna Airbus segir að stjarna flugsýningarinnar í París hafi klárlega verið hin nýja A321XLR. Ákvörðun um að hefja framleiðslu hennar var kynnt á mánudag en hún verður langdrægasta útgáfan af A-321 línu evrópska flugvélaframleiðandans. 20. júní 2019 16:54 Icelandair horfir til arftaka Boeing 757 Ráðamenn Icelandair skoða nú hvort arftaki Boeing 757-þotunnar sé fundinn, sem framtíðarvél félagsins á lengri flugleiðum. 14. maí 2017 21:00 Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Notendalausnir Origo verða Ofar Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Fleiri fréttir Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Sjá meira
Nýjasta þotan frá Airbus gæti orðið framtíðarvél Icelandair Airbus kynnti í dag ákvörðun um að hefja framleiðslu á langdrægustu farþegaþotu heims í flokki mjórra véla með einn farrýmisgang, Airbus A321XLR. 17. júní 2019 23:05
Icelandair frestar endurskoðun flotastefnu vegna MAX-óvissu Bogi Nils Bogason forstjóri segir fjárhagsstöðu Icelandair það sterka að félagið muni komast leikandi í gegnum kyrrsetningu Boeing 737 MAX-vélanna. 20. september 2019 20:00
Forstjóri Icelandair segir Airbus bjóða besta arftaka Boeing 757 Ráðamenn Icelandair skoða nú þann möguleika að taka Airbus-vélar inn í flugflotann og skipta jafnvel öllum Boeing-vélunum út fyrir Airbus. Stefnt er að ákvörðun á síðari hluta ársins. 6. maí 2019 20:00
United Airlines snýr baki við Boeing og kaupir fimmtíu Airbus-þotur Bandaríska flugfélagið United Airlines hefur fest kaup á fimmtíu Airbus-þotum til að fylla skarð eldri Boing-þota félagsins. 4. desember 2019 08:13
Airbus fengið 226 pantanir frá ellefu félögum í nýju þotuna Airbus segir að stjarna flugsýningarinnar í París hafi klárlega verið hin nýja A321XLR. Ákvörðun um að hefja framleiðslu hennar var kynnt á mánudag en hún verður langdrægasta útgáfan af A-321 línu evrópska flugvélaframleiðandans. 20. júní 2019 16:54
Icelandair horfir til arftaka Boeing 757 Ráðamenn Icelandair skoða nú hvort arftaki Boeing 757-þotunnar sé fundinn, sem framtíðarvél félagsins á lengri flugleiðum. 14. maí 2017 21:00