Sportpakkinn: Tveir bestu menn deildarinnar mætast á Selfossi í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. desember 2019 15:15 Haukur Þrastarson og Ásbjörn Friðriksson. Vísir/Vilhelm Selfoss og FH mætast í síðasta leiknum í 12. umferð Olísdeildar karla í handbolta á Selfossi í kvöld. Þetta verður þriðja rimma liðanna í vetur og Arnar Björnsson skoðaði nánast stórleik kvöldsins. Selfoss vann baráttu liðanna í meistarabikarnum á Selfossi í september, 35-33 í framlengdum leik á Selfossi. Einar Rafn Eiðsson var í miklum ham og skoraði 14 af mörkum bikarmeistara FH. Nokkrum dögum síðar vann FH leik liðanna í deildinni í Kaplakrika, 32-30. Leikir liðanna hafa verið bráðfjörugir. Selfoss vann báða leikina á síðustu leiktíð í deildinni með þriggja marka mun. Í fyrra buðu liðin uppá frábæra skemmtun í undanúrslitum um Íslandsmeistaratitilinn, þá hafði FH betur eftir maraþonrimmu liðanna. Selfoss er í fimmta sæti með 15 stig, stigi og sæti ofar en FH. Tveir af markahæstu leikmönnum deildarinnar mætast, Haukur Þrastarson og Ásbjörn Friðriksson. Ásbjörn er búinn að vera einn besti maður Íslandsmótsins undanfarin ár. Hann er 31 árs en Selfyssingurinn Haukur Þrastarson er 18 ára. Haukur er markahæstur á Íslandsmótinu er búinn að skora 88 mörk, sjö mörkum meira en Ásbjörn. Á milli þeirra í 2. sæti er Kristján Örn Kristjánsson sem er búinn að skora 84 mörk fyrir ÍBV. Þeir hafa allir spilað 11 leiki í vetur. Leikurinn liðanna byrjar klukkan 19,30 og verður sýndur á Stöð 2 sport. Hinn eini sanni Guðjón Guðmundsson lýsir leiknum og hann spáir í spilin. „Það veltir á tveimur bestu leikmönnum deildarinnar, Ásbirni og Hauki. FH lenti í vandræðum bæði gegn KA og Stjörnunni sem spiluðu varnarleikinn mjög framarlega. FH náði ekki að leysa það. Selfyssingar munu örugglega beita sömu meðulum í kvöld. Munurinn á liðunum er fyrst og síðast sá að FH er með meiri breidd og þar eru fleiri leikmenn sem hafa lagt í púkkið í vetur. Leikur FH hefur verið heilsteyptari en Selfyssinga. Auðvitað veikir það Selfyssinga að Árni Steinn Steinþórsson spilar ekki vegna meiðsla. Hann er vanmetinn leikmaður. Þetta verður án efa jafn og spennandi leikur en FH klárlega sterkari á pappírunum“, segir meistari Guðjón Guðmundsson. Það má finna umfjöllun Arnars Björnsson um stórleikinn á Selfossi hér fyrir neðan.Klippa: Sportpakkinn: Upphitun fyrir leik Selfoss og FH í kvöld Olís-deild karla Sportpakkinn Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Fleiri fréttir „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Sjá meira
Selfoss og FH mætast í síðasta leiknum í 12. umferð Olísdeildar karla í handbolta á Selfossi í kvöld. Þetta verður þriðja rimma liðanna í vetur og Arnar Björnsson skoðaði nánast stórleik kvöldsins. Selfoss vann baráttu liðanna í meistarabikarnum á Selfossi í september, 35-33 í framlengdum leik á Selfossi. Einar Rafn Eiðsson var í miklum ham og skoraði 14 af mörkum bikarmeistara FH. Nokkrum dögum síðar vann FH leik liðanna í deildinni í Kaplakrika, 32-30. Leikir liðanna hafa verið bráðfjörugir. Selfoss vann báða leikina á síðustu leiktíð í deildinni með þriggja marka mun. Í fyrra buðu liðin uppá frábæra skemmtun í undanúrslitum um Íslandsmeistaratitilinn, þá hafði FH betur eftir maraþonrimmu liðanna. Selfoss er í fimmta sæti með 15 stig, stigi og sæti ofar en FH. Tveir af markahæstu leikmönnum deildarinnar mætast, Haukur Þrastarson og Ásbjörn Friðriksson. Ásbjörn er búinn að vera einn besti maður Íslandsmótsins undanfarin ár. Hann er 31 árs en Selfyssingurinn Haukur Þrastarson er 18 ára. Haukur er markahæstur á Íslandsmótinu er búinn að skora 88 mörk, sjö mörkum meira en Ásbjörn. Á milli þeirra í 2. sæti er Kristján Örn Kristjánsson sem er búinn að skora 84 mörk fyrir ÍBV. Þeir hafa allir spilað 11 leiki í vetur. Leikurinn liðanna byrjar klukkan 19,30 og verður sýndur á Stöð 2 sport. Hinn eini sanni Guðjón Guðmundsson lýsir leiknum og hann spáir í spilin. „Það veltir á tveimur bestu leikmönnum deildarinnar, Ásbirni og Hauki. FH lenti í vandræðum bæði gegn KA og Stjörnunni sem spiluðu varnarleikinn mjög framarlega. FH náði ekki að leysa það. Selfyssingar munu örugglega beita sömu meðulum í kvöld. Munurinn á liðunum er fyrst og síðast sá að FH er með meiri breidd og þar eru fleiri leikmenn sem hafa lagt í púkkið í vetur. Leikur FH hefur verið heilsteyptari en Selfyssinga. Auðvitað veikir það Selfyssinga að Árni Steinn Steinþórsson spilar ekki vegna meiðsla. Hann er vanmetinn leikmaður. Þetta verður án efa jafn og spennandi leikur en FH klárlega sterkari á pappírunum“, segir meistari Guðjón Guðmundsson. Það má finna umfjöllun Arnars Björnsson um stórleikinn á Selfossi hér fyrir neðan.Klippa: Sportpakkinn: Upphitun fyrir leik Selfoss og FH í kvöld
Olís-deild karla Sportpakkinn Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Fleiri fréttir „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Sjá meira