„Helmingslíkur“ á því að upp úr sjóði á leiðtogafundi NATO Samúel Karl Ólason skrifar 3. desember 2019 07:00 Donald Trump við komuna til Bretlands. AP/Frank Augstein Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lenti í Bretlandi í gærkvöldi þar sem hann mun sækja leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins en nú eru 70 ár liðin frá því það var stofnað. Þar mun hann líklegast halda áfram að gagnrýna aðra meðlimi bandalagsins vegna fjárútláta þeirra til varnarmála. Á síðustu leiðtogafundum NATO hefur Trump gagnrýnt aðrar þjóðir í bandalaginu og krafist þess að þær verji meira til varnarmála. Leiðtogar annarra NATO-ríkja hafa áhyggjur vegna viðhorfs Trump til bandalagsins. Sérstaklega með tilliti til þess að hann hefur ekki viljað staðfesta að hann myndi standa við fimmtu grein stofnsamnings NATO, sem snýr að því að árás á eitt ríki bandalagsins sé árás á þau öll. Þeirri grein hefur einungis einu sinni verið beitt og það var þegar árásirnar voru gerðar á tvíburaturnana í New York árið 2001. Trump hefur sömuleiðis hótað því að draga Bandaríkin úr NATO, hækki önnur ríki ekki varnarútlát sín. Forsvarsmenn NATO óttast ekki einungis Trump heldur einnig Emmanuel Macron, sem hefur verið óvægin í máli gagnvart bandalaginu og þá sérstaklega Bandaríkjunum að undanförnu. Í viðtali í síðasta mánuði lýsti hann því til dæmis yfir að NATO væri „heiladautt“ en hann er sagður vera reiður yfir einhliða aðgerðum Bandaríkjanna í Sýrlandi og annars staðar á síðustu misserum. Einn starfsmaður NATO sagði til dæmis við Washington Post í gær að það væru um helmingslíkur á því að sjóða myndi upp úr á leiðtogafundinum. Annar sagði bandalagið þjást af áfallastreituröskun og að forsvarsmenn þess hefðu sífellt áhyggjur af viðbrögðum Trump við ákvörðunum þeirra.Fundurinn er ekki af hefðbundnu sniði. Leiðtogarnir munu fá móttöku í Buckingham-höllinni og munu þeir ekki snæða saman eins og hefð er fyrir. Þar að auki munu leiðtogarnir ekki funda yfir tvo daga eins og áður heldur eingöngu ræða saman í þrjá tíma á miðvikudaginn. Bandaríkin Bretland Frakkland NATO Tengdar fréttir Reyna að höggva á Gordíonshnútinn Grikkir og Makedóníumenn eru nálægt því að leysa deiluna um nafn Makedóníu. Nafnið hefur reitt Grikki til reiði frá því stjórnvöld í Skopje lýstu yfir sjálfstæði frá Júgóslavíu og tóku upp hið forna nafn árið 1991. 2. júní 2018 09:00 Þrýsta á NATO-ríki að auka viðbúnað Bandaríkin vilja að herdeildir, orrustuþotur og herskip verði klár í slaginn með stuttum fyrirvara. 5. júní 2018 16:52 Hætta að selja Tyrkjum vopn Atlantshafsbandalagsríki ætla að hætta að selja Tyrkjum vopn vegna innrásar þeirra á yfirráðasvæði Kúrda í Sýrlandi. Rússar segjast ekki ætla að leyfa bein átök Tyrkja og sýrlenska stjórnarhersins. 15. október 2019 19:15 Segir NATO „heiladautt“ vegna Bandaríkjanna Emmanuel Macron, forseti Frakklands, segir Evrópu ekki lengur geta treyst á Bandaríkin. 7. nóvember 2019 20:50 Kúrdar snúa sér til Assads og Erdogan ósáttur við Evrópuríki Sýrlenski stjórnarherinn hefur í dag þokast nær landamærunum við Tyrkland til að berjast við hlið Kúrda. Evrópusambandið takmarkar vopnasölu til Tyrklands. 14. október 2019 18:45 Merkel ósammála Macron og segir NATO aldrei hafa verið mikilvægara Angela Merkel Þýskalandskanslari sagði í dag að Atlantshafsbandalagið væri alveg jafnmikilvægt nú og í kalda stríðinu. Evrópa gæti ekki varið sig sjálf og þyrfti að treysta á NATO-samstarfið. 27. nóvember 2019 18:30 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Fleiri fréttir Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lenti í Bretlandi í gærkvöldi þar sem hann mun sækja leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins en nú eru 70 ár liðin frá því það var stofnað. Þar mun hann líklegast halda áfram að gagnrýna aðra meðlimi bandalagsins vegna fjárútláta þeirra til varnarmála. Á síðustu leiðtogafundum NATO hefur Trump gagnrýnt aðrar þjóðir í bandalaginu og krafist þess að þær verji meira til varnarmála. Leiðtogar annarra NATO-ríkja hafa áhyggjur vegna viðhorfs Trump til bandalagsins. Sérstaklega með tilliti til þess að hann hefur ekki viljað staðfesta að hann myndi standa við fimmtu grein stofnsamnings NATO, sem snýr að því að árás á eitt ríki bandalagsins sé árás á þau öll. Þeirri grein hefur einungis einu sinni verið beitt og það var þegar árásirnar voru gerðar á tvíburaturnana í New York árið 2001. Trump hefur sömuleiðis hótað því að draga Bandaríkin úr NATO, hækki önnur ríki ekki varnarútlát sín. Forsvarsmenn NATO óttast ekki einungis Trump heldur einnig Emmanuel Macron, sem hefur verið óvægin í máli gagnvart bandalaginu og þá sérstaklega Bandaríkjunum að undanförnu. Í viðtali í síðasta mánuði lýsti hann því til dæmis yfir að NATO væri „heiladautt“ en hann er sagður vera reiður yfir einhliða aðgerðum Bandaríkjanna í Sýrlandi og annars staðar á síðustu misserum. Einn starfsmaður NATO sagði til dæmis við Washington Post í gær að það væru um helmingslíkur á því að sjóða myndi upp úr á leiðtogafundinum. Annar sagði bandalagið þjást af áfallastreituröskun og að forsvarsmenn þess hefðu sífellt áhyggjur af viðbrögðum Trump við ákvörðunum þeirra.Fundurinn er ekki af hefðbundnu sniði. Leiðtogarnir munu fá móttöku í Buckingham-höllinni og munu þeir ekki snæða saman eins og hefð er fyrir. Þar að auki munu leiðtogarnir ekki funda yfir tvo daga eins og áður heldur eingöngu ræða saman í þrjá tíma á miðvikudaginn.
Bandaríkin Bretland Frakkland NATO Tengdar fréttir Reyna að höggva á Gordíonshnútinn Grikkir og Makedóníumenn eru nálægt því að leysa deiluna um nafn Makedóníu. Nafnið hefur reitt Grikki til reiði frá því stjórnvöld í Skopje lýstu yfir sjálfstæði frá Júgóslavíu og tóku upp hið forna nafn árið 1991. 2. júní 2018 09:00 Þrýsta á NATO-ríki að auka viðbúnað Bandaríkin vilja að herdeildir, orrustuþotur og herskip verði klár í slaginn með stuttum fyrirvara. 5. júní 2018 16:52 Hætta að selja Tyrkjum vopn Atlantshafsbandalagsríki ætla að hætta að selja Tyrkjum vopn vegna innrásar þeirra á yfirráðasvæði Kúrda í Sýrlandi. Rússar segjast ekki ætla að leyfa bein átök Tyrkja og sýrlenska stjórnarhersins. 15. október 2019 19:15 Segir NATO „heiladautt“ vegna Bandaríkjanna Emmanuel Macron, forseti Frakklands, segir Evrópu ekki lengur geta treyst á Bandaríkin. 7. nóvember 2019 20:50 Kúrdar snúa sér til Assads og Erdogan ósáttur við Evrópuríki Sýrlenski stjórnarherinn hefur í dag þokast nær landamærunum við Tyrkland til að berjast við hlið Kúrda. Evrópusambandið takmarkar vopnasölu til Tyrklands. 14. október 2019 18:45 Merkel ósammála Macron og segir NATO aldrei hafa verið mikilvægara Angela Merkel Þýskalandskanslari sagði í dag að Atlantshafsbandalagið væri alveg jafnmikilvægt nú og í kalda stríðinu. Evrópa gæti ekki varið sig sjálf og þyrfti að treysta á NATO-samstarfið. 27. nóvember 2019 18:30 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Fleiri fréttir Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Sjá meira
Reyna að höggva á Gordíonshnútinn Grikkir og Makedóníumenn eru nálægt því að leysa deiluna um nafn Makedóníu. Nafnið hefur reitt Grikki til reiði frá því stjórnvöld í Skopje lýstu yfir sjálfstæði frá Júgóslavíu og tóku upp hið forna nafn árið 1991. 2. júní 2018 09:00
Þrýsta á NATO-ríki að auka viðbúnað Bandaríkin vilja að herdeildir, orrustuþotur og herskip verði klár í slaginn með stuttum fyrirvara. 5. júní 2018 16:52
Hætta að selja Tyrkjum vopn Atlantshafsbandalagsríki ætla að hætta að selja Tyrkjum vopn vegna innrásar þeirra á yfirráðasvæði Kúrda í Sýrlandi. Rússar segjast ekki ætla að leyfa bein átök Tyrkja og sýrlenska stjórnarhersins. 15. október 2019 19:15
Segir NATO „heiladautt“ vegna Bandaríkjanna Emmanuel Macron, forseti Frakklands, segir Evrópu ekki lengur geta treyst á Bandaríkin. 7. nóvember 2019 20:50
Kúrdar snúa sér til Assads og Erdogan ósáttur við Evrópuríki Sýrlenski stjórnarherinn hefur í dag þokast nær landamærunum við Tyrkland til að berjast við hlið Kúrda. Evrópusambandið takmarkar vopnasölu til Tyrklands. 14. október 2019 18:45
Merkel ósammála Macron og segir NATO aldrei hafa verið mikilvægara Angela Merkel Þýskalandskanslari sagði í dag að Atlantshafsbandalagið væri alveg jafnmikilvægt nú og í kalda stríðinu. Evrópa gæti ekki varið sig sjálf og þyrfti að treysta á NATO-samstarfið. 27. nóvember 2019 18:30