Mikilvægi tungumála í atvinnulífinu Birna Arnbjörnsdóttir skrifar 3. desember 2019 08:00 Fyrr á þessu ári kom út skýrsla Hæfniseturs ferðaþjónustunnar um formlegt nám í ferðaþjónustu. Skýrslunni er ætlað að verða leiðarljós í mótun mennta- og hæfnistefnu fyrir þessa mikilvægu atvinnugrein. Einn þeirra fjölmörgu þátta sem koma til umfjöllunar í skýrslunni eru tungumálin. Minnst er á það að tungumálakunnátta og þekking á mismunandi menningu sé mikilvæg í ýmsum störfum. Þó hefði að ósekju mátt fjalla meira um mikilvægi tungumálakunnáttu í þjónustu við erlenda ferðamenn. Líkt og ráðherra ferðamála segir í inngangsávarpi sínu í skýrslunni byggist ferðaþjónustan nefnilega að mestu á samskiptum fólks. Þessi samskipti, sem eru grundvöllur greinarinnar, fara nánast öll fram á erlendum tungumálum. Tungumálakunnátta og menningarlæsi og -skilningur eru meðal mikilvægustu eiginleika starfsfólks í ferðaþjónustu. Skortur á hæfu starfsfólki hefur verið talinn meðal helstu áhættuþátta í greininni, og kallað hefur verið eftir meiri fjölbreytni og sérhæfingu. Mála- og menningardeild HÍ vill mæta þörfum ferðaþjónustunnar með því að auka menntunarmöguleika starfsfólks í ferðaþjónustu með tilliti til eflingar samskiptafærni í erlendum tungumálum. Við Háskóla Íslands er nú hægt að stunda nám í þrettán tungumálum auk þess sem í deildinni er boðið upp á fjölda námskeiða um menningu þessara málsvæða. Mála- og menningardeild hefur jafnframt svarað kröfum um hagnýtt nám með því að þróa stutt en hnitmiðað diplómanám í öllum þessum tungumálum og þá með þarfir atvinnulífsins að sjónarmiði. Diplómanámið er til eins árs og er sérstaklega hugsað þannig að hægt sé að ná valdi á viðkomandi máli hratt og örugglega, öðlast lesskilning, byggja upp fagtengdan orðaforða og þjálfast í töluðu máli og orðræðu ákveðinna greina s.s. í ferðaþjónustu og heilbrigðisþjónustu. Einnig er hægt að taka námskeið sem hluta af öðru námi við Háskóla Íslands. Þá er starfrækt Tungumálamiðstöð í Háskóla Íslands, þar sem nemendur og starfsmenn geta stundað nemendastýrt nám í sjö tungumálum. Háskóli Íslands hefur einnig svarað kallinu hvað varðar íslenskukennslu fyrir innflytjendur, en fjöldi erlendra ríkisborgara starfar í ferðaþjónustu til skemmri og lengri tíma. Við Vigdísarstofnun í samvinnu við HÍ og Árnastofnun hafa verið þróuð íslenskunámskeið á vefnum Icelandic Online, þar sem útlendingar geta lært íslensku í gegnum netið, þeim að kostnaðarlausu. Icelandic Online hefur gerbylt aðgengi að íslenskukennslu um allan heim þ.á.m. fyrir innflytjendur og hefur hlotið fádæma góðar viðtökur. Fagtengd tungumálakennsla og þarfir atvinnulífsins verða til umfjöllunar á málþingi í Veröld – húsi Vigdísar í dag, þriðjudaginn 3. desember kl. 16:30. Þar kemur saman fólk úr akademíunni og atvinnulífinu til að eiga samtal um þessi mál. Málþingið er öllum opið og áhugafólk um tungumál er hvatt til að taka þátt í samtalinu.Höfundur er deildarforseti Mála- og menningardeildar HÍ og forstöðumaður Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Íslenska á tækniöld Mest lesið Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Skoðun Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eyðileggjandi umræða Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið sigrar Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar Skoðun Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Lítil breyting sem getur skipt sköpum! Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Sjá meira
Fyrr á þessu ári kom út skýrsla Hæfniseturs ferðaþjónustunnar um formlegt nám í ferðaþjónustu. Skýrslunni er ætlað að verða leiðarljós í mótun mennta- og hæfnistefnu fyrir þessa mikilvægu atvinnugrein. Einn þeirra fjölmörgu þátta sem koma til umfjöllunar í skýrslunni eru tungumálin. Minnst er á það að tungumálakunnátta og þekking á mismunandi menningu sé mikilvæg í ýmsum störfum. Þó hefði að ósekju mátt fjalla meira um mikilvægi tungumálakunnáttu í þjónustu við erlenda ferðamenn. Líkt og ráðherra ferðamála segir í inngangsávarpi sínu í skýrslunni byggist ferðaþjónustan nefnilega að mestu á samskiptum fólks. Þessi samskipti, sem eru grundvöllur greinarinnar, fara nánast öll fram á erlendum tungumálum. Tungumálakunnátta og menningarlæsi og -skilningur eru meðal mikilvægustu eiginleika starfsfólks í ferðaþjónustu. Skortur á hæfu starfsfólki hefur verið talinn meðal helstu áhættuþátta í greininni, og kallað hefur verið eftir meiri fjölbreytni og sérhæfingu. Mála- og menningardeild HÍ vill mæta þörfum ferðaþjónustunnar með því að auka menntunarmöguleika starfsfólks í ferðaþjónustu með tilliti til eflingar samskiptafærni í erlendum tungumálum. Við Háskóla Íslands er nú hægt að stunda nám í þrettán tungumálum auk þess sem í deildinni er boðið upp á fjölda námskeiða um menningu þessara málsvæða. Mála- og menningardeild hefur jafnframt svarað kröfum um hagnýtt nám með því að þróa stutt en hnitmiðað diplómanám í öllum þessum tungumálum og þá með þarfir atvinnulífsins að sjónarmiði. Diplómanámið er til eins árs og er sérstaklega hugsað þannig að hægt sé að ná valdi á viðkomandi máli hratt og örugglega, öðlast lesskilning, byggja upp fagtengdan orðaforða og þjálfast í töluðu máli og orðræðu ákveðinna greina s.s. í ferðaþjónustu og heilbrigðisþjónustu. Einnig er hægt að taka námskeið sem hluta af öðru námi við Háskóla Íslands. Þá er starfrækt Tungumálamiðstöð í Háskóla Íslands, þar sem nemendur og starfsmenn geta stundað nemendastýrt nám í sjö tungumálum. Háskóli Íslands hefur einnig svarað kallinu hvað varðar íslenskukennslu fyrir innflytjendur, en fjöldi erlendra ríkisborgara starfar í ferðaþjónustu til skemmri og lengri tíma. Við Vigdísarstofnun í samvinnu við HÍ og Árnastofnun hafa verið þróuð íslenskunámskeið á vefnum Icelandic Online, þar sem útlendingar geta lært íslensku í gegnum netið, þeim að kostnaðarlausu. Icelandic Online hefur gerbylt aðgengi að íslenskukennslu um allan heim þ.á.m. fyrir innflytjendur og hefur hlotið fádæma góðar viðtökur. Fagtengd tungumálakennsla og þarfir atvinnulífsins verða til umfjöllunar á málþingi í Veröld – húsi Vigdísar í dag, þriðjudaginn 3. desember kl. 16:30. Þar kemur saman fólk úr akademíunni og atvinnulífinu til að eiga samtal um þessi mál. Málþingið er öllum opið og áhugafólk um tungumál er hvatt til að taka þátt í samtalinu.Höfundur er deildarforseti Mála- og menningardeildar HÍ og forstöðumaður Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum.
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar
Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar
Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun