Mun lakari frammistaða í lesskilningi en á öðrum Norðurlöndum Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. desember 2019 08:31 PISA-könnunin var lögð fyrir í 79 ríkjum árið 2018 og hérlendis tóku 87% allra 15 ára nemenda þátt. Vísir/hanna Frammistaða í lesskilningi á Íslandi mun lakari en á öðrum Norðurlöndum og áfram nokkuð undir meðaltalinu í löndum OECD. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í niðurstöðum nýrrar PISA-könnunar Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD). Könnunin var lögð fyrir 15 ára nemendur á Íslandi vorið 2018. PISA er alþjóðlegt könnunarpróf, sem framkvæmt er á þriggja ára fresti í 79 löndum. Kannaður er lesskilningur og læsi á stærðfræði og náttúruvísindi en ein greinanna er áherslugrein í hvert sinn. Að þessu sinni var sérstök áhersla lögð á lesskilning. Í niðurstöðunum kemur fram að frammistaða íslenskra nemenda í lesskilningi í heild hafi ekki breyst marktækt frá síðustu könnun PISA árið 2015. Þó hefur nemendum sem ekki ná grunnhæfniviðmiðum lesskilnings fjölgað hlutfallslega. Þeir telja nú 26% þátttakenda í heild, 34% drengja en 19% stúlkna. Frammistöðu hefur hrakað marktækt í samanburði við árið 2009 þegar lesskilningur var síðast aðalsvið. Samantekið er frammistaða í lesskilningi á Íslandi mun lakari en á öðrum Norðurlöndum og áfram nokkuð undir meðaltalinu í löndum OECD. Þá stóðu íslenskir nemendur sig í heild marktækt betur í læsi á stærðfræði en í síðustu könnun PISA og eru rétt yfir meðaltalinu í löndum OECD. Þá náðu hlutfallslega fleiri stúlkur grunnhæfniviðmiðum PISA í læsi á stærðfræði en í síðustu könnun. Frammistaða íslenskra nemenda í læsi á náttúruvísindi er óbreytt frá því í síðustu könnun. Íslenskir nemendur standa áfram verr að vígi á þessu sviði en jafnaldrar þeirra á Norðurlöndunum og að meðaltali í löndum OECD. PISA-könnunin var lögð fyrir í 79 ríkjum árið 2018 og hérlendis tóku 87% allra 15 ára nemenda þátt. Niðurstöðurnar eru kynntar samtímis í öllum þátttökuríkjunum nú að morgni 3. desember. Hér má nálgast skýrslu Menntamálastofnunar úr gögnum PISA-könnunarinnar. Niðurstöðurnar verða kynntar á blaðamannafundi í mennta- og menningarmálaráðuneytinu sem hefst kl. 10:15 í dag. Skýrslan verður einnig kynnt á opnum fundi Menntamálastofnunar og menntavísindasviðs Háskóla Íslands kl. 14:30 í dag, í húsakynnum Háskólans við Stakkahlíð. Börn og uppeldi Skóla - og menntamál PISA-könnun Tengdar fréttir Af hverju erum við ekki í uppnámi út af PISA? Hvað er að í skólakerfi okkar? 27. júní 2019 13:21 Nýr formaður grunnskólakennara gerir lítið úr Pisa-könnunum Þorgerður Laufey DIðriksdóttir telur að skylda um viðveru kennara í skólum bindi sköpunina og listina við kennslu. 22. janúar 2018 22:12 Íslendingar uppskera ekki í samræmi við mikinn fjáraustur í menntakerfið Íslendingar uppskera ekki í samræmi við mikinn fjáraustur í menntakerfið að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Sjóðurinn mælir með því að stjórnvöld hugi sérstaklega að kennaramenntun og börnum innflytjenda. 11. nóvember 2019 19:54 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Fleiri fréttir Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Sjá meira
Frammistaða í lesskilningi á Íslandi mun lakari en á öðrum Norðurlöndum og áfram nokkuð undir meðaltalinu í löndum OECD. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í niðurstöðum nýrrar PISA-könnunar Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD). Könnunin var lögð fyrir 15 ára nemendur á Íslandi vorið 2018. PISA er alþjóðlegt könnunarpróf, sem framkvæmt er á þriggja ára fresti í 79 löndum. Kannaður er lesskilningur og læsi á stærðfræði og náttúruvísindi en ein greinanna er áherslugrein í hvert sinn. Að þessu sinni var sérstök áhersla lögð á lesskilning. Í niðurstöðunum kemur fram að frammistaða íslenskra nemenda í lesskilningi í heild hafi ekki breyst marktækt frá síðustu könnun PISA árið 2015. Þó hefur nemendum sem ekki ná grunnhæfniviðmiðum lesskilnings fjölgað hlutfallslega. Þeir telja nú 26% þátttakenda í heild, 34% drengja en 19% stúlkna. Frammistöðu hefur hrakað marktækt í samanburði við árið 2009 þegar lesskilningur var síðast aðalsvið. Samantekið er frammistaða í lesskilningi á Íslandi mun lakari en á öðrum Norðurlöndum og áfram nokkuð undir meðaltalinu í löndum OECD. Þá stóðu íslenskir nemendur sig í heild marktækt betur í læsi á stærðfræði en í síðustu könnun PISA og eru rétt yfir meðaltalinu í löndum OECD. Þá náðu hlutfallslega fleiri stúlkur grunnhæfniviðmiðum PISA í læsi á stærðfræði en í síðustu könnun. Frammistaða íslenskra nemenda í læsi á náttúruvísindi er óbreytt frá því í síðustu könnun. Íslenskir nemendur standa áfram verr að vígi á þessu sviði en jafnaldrar þeirra á Norðurlöndunum og að meðaltali í löndum OECD. PISA-könnunin var lögð fyrir í 79 ríkjum árið 2018 og hérlendis tóku 87% allra 15 ára nemenda þátt. Niðurstöðurnar eru kynntar samtímis í öllum þátttökuríkjunum nú að morgni 3. desember. Hér má nálgast skýrslu Menntamálastofnunar úr gögnum PISA-könnunarinnar. Niðurstöðurnar verða kynntar á blaðamannafundi í mennta- og menningarmálaráðuneytinu sem hefst kl. 10:15 í dag. Skýrslan verður einnig kynnt á opnum fundi Menntamálastofnunar og menntavísindasviðs Háskóla Íslands kl. 14:30 í dag, í húsakynnum Háskólans við Stakkahlíð.
Börn og uppeldi Skóla - og menntamál PISA-könnun Tengdar fréttir Af hverju erum við ekki í uppnámi út af PISA? Hvað er að í skólakerfi okkar? 27. júní 2019 13:21 Nýr formaður grunnskólakennara gerir lítið úr Pisa-könnunum Þorgerður Laufey DIðriksdóttir telur að skylda um viðveru kennara í skólum bindi sköpunina og listina við kennslu. 22. janúar 2018 22:12 Íslendingar uppskera ekki í samræmi við mikinn fjáraustur í menntakerfið Íslendingar uppskera ekki í samræmi við mikinn fjáraustur í menntakerfið að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Sjóðurinn mælir með því að stjórnvöld hugi sérstaklega að kennaramenntun og börnum innflytjenda. 11. nóvember 2019 19:54 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Fleiri fréttir Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Sjá meira
Nýr formaður grunnskólakennara gerir lítið úr Pisa-könnunum Þorgerður Laufey DIðriksdóttir telur að skylda um viðveru kennara í skólum bindi sköpunina og listina við kennslu. 22. janúar 2018 22:12
Íslendingar uppskera ekki í samræmi við mikinn fjáraustur í menntakerfið Íslendingar uppskera ekki í samræmi við mikinn fjáraustur í menntakerfið að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Sjóðurinn mælir með því að stjórnvöld hugi sérstaklega að kennaramenntun og börnum innflytjenda. 11. nóvember 2019 19:54