Sveitamaður í húð og hár en til í að bjarga málunum í tvo mánuði Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 3. desember 2019 14:59 Kjartan Þorkelsson, lögreglustjóri á Suðurlandi, hefur verið skipaður tímabundið í embætti ríkislögreglustjóra. Vísir/vilhelm Kjartan Þorkelsson, lögreglustjóri á Suðurlandi, hefur verið skipaður tímabundið í embætti ríkislögreglustjóra en Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, tilkynnti á blaðamannafundi í hádeginu að Haraldur Johannessen hefði sagt af sér. Kjartan mun taka tímabundið við sem ríkislögreglustjóri. Hann gerir ráð fyrir að sinna starfinu í um tvo mánuði ef ráðning nýs ríkislögreglustjóra gengur vel. Hann hefur þó sjálfur engan áhuga á að sækja um stöðuna. Kjartan var staddur á Höfn í Hornafirði þegar fréttastofa náði tali af honum. „Ég var bara beðinn um það af ráðuneytinu um að taka þetta að mér. Þá var líka kannað hvort ég vildi sækja um þetta starf sem ég hef ekki áhuga á. Ég vil bara vera lögreglustjóri í mínu umdæmi. Mér líður vel hér en hins vegar var ég til í að taka þetta að mér, bara stutt. Ég vil bara þakka fyrir það traust sem mér er sýnt í þessum efnum,“ segir Kjartan.Vill klára hafið verk á Suðurlandi Inntur eftir frekari skýringum á því hvers vegna hann hafi ekki áhuga á að sækja um svarar Kjartan: „Ég hef nú alltaf verið landsbyggðarmaður og líður best þar. Og ég hef nóg að gera hérna á Suðurlandi. Þetta er stórt og víðáttumikið umdæmi og ég er búinn að vera með það í fimm ár. Ég er á mínu síðasta tímabili og vil bara klára það eins vel og ég get og og ég vil ná að sinna mínu fólki hér á Suðurlandi.“Muntu breyta einhverju á þessum tveimur mánuðum sem þú munt sinna embætti ríkislögreglustjóra? „Ég held að fólk þurfi að leggja svolítið áherslu á að flýta sér ekki of mikið og setja sig vel inn í hlutin. Það sem ég mun leggja áherslu á við þau verkefni, sem fólk ætlar að skoða, er að hlustað sé bæði á starfsmenn embættis ríkislögreglustjóra – sem hafa náttúrulega mikla þekkingu og reynslu því þar er mikill mannauður – og svo líka á aðra hagsmunaaðila eins og lögreglustjórana og ráðuneytið og að við vöndum okkur við þetta. En það er náttúrulega ljóst að þar sem ég starfa bara tímabundið að þá er ég náttúrulega ekki að taka neinar stefnumótandi ákvarðanir fyrir embætti ríkislögreglustjóra á þeim tíma heldur frekar að undirbúa jarðveginn fyrir nýjan ríkislögreglustjóra.En muntu gera einhverjar breytingar?„Það verður bara að koma í ljós. Ég verð fyrst að fá að koma þarna inn og skoða hlutina – og sjá hvað ég get gert af því sem mig langar kannski til að gera.“Haraldur Johannessen greindi frá því í morgun að hann hygðist hætta sem ríkislögreglustjóri um áramótin.Vísir/VilhelmLíst vel á plön ráðherra Dómsmálaráðherra sagði á blaðamannafundi í hádeginu að nýtt lögregluráð tæki til starfa 1. janúar á næsta ári. Lögregluráð verður formlegur samráðsvettvangur lögreglustjóra undir formennski ríkislögreglustjóra. Lögregluráðið hefur þann tilgang að gera lögreglunni kleift að mæta flóknari samfélagsgerð. Ráðið muni leiða til aukinnar samvinnu og bættri nýtingu mannafla.Hvernig lýst þér á þessar tillögur sem dómsmálaráðherra kynnti í hádeginu?„Mér líst mjög vel á það. Ég held það sé mjög mikilvægt að það sé góð samvinna og samráð á milli lögreglustjóranna undir stjórn ríkislögreglustjóra. Ég held að þetta eigi að geta skilað lögreglunni fram á veginn og að þetta löggæsluráð geti þá mótað framtíðarsýn fyrir lögregluna og hvernig við viljum starfa.“Hefur vantað upp á flæði og samvinnu á milli embætta?„Það hafa náttúrulega verið, kannski ekki á milli embættanna sem slíkra, ákveðnir hnökrar í samskiptum við embætti ríkislögreglustjóra og fólk hefur kannski þurft að tala meira saman og vinna meira saman og vinna betur saman og frumvinnan við það er að fólk hittist og talist saman sem oftast,“ segir Kjartan sem kveðst vera tilbúinn í slaginn. Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Vistaskipti Tengdar fréttir Haraldur hættir sem ríkislögreglustjóri Haraldur Johannessen hættir sem ríkislögreglustjóri um áramótin. 3. desember 2019 11:49 Kjartan Þorkelsson verður settur ríkislögreglustjóri Embættið verður auglýst til umsóknar eins fljótt og auðið er. 3. desember 2019 13:19 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Sjá meira
Kjartan Þorkelsson, lögreglustjóri á Suðurlandi, hefur verið skipaður tímabundið í embætti ríkislögreglustjóra en Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, tilkynnti á blaðamannafundi í hádeginu að Haraldur Johannessen hefði sagt af sér. Kjartan mun taka tímabundið við sem ríkislögreglustjóri. Hann gerir ráð fyrir að sinna starfinu í um tvo mánuði ef ráðning nýs ríkislögreglustjóra gengur vel. Hann hefur þó sjálfur engan áhuga á að sækja um stöðuna. Kjartan var staddur á Höfn í Hornafirði þegar fréttastofa náði tali af honum. „Ég var bara beðinn um það af ráðuneytinu um að taka þetta að mér. Þá var líka kannað hvort ég vildi sækja um þetta starf sem ég hef ekki áhuga á. Ég vil bara vera lögreglustjóri í mínu umdæmi. Mér líður vel hér en hins vegar var ég til í að taka þetta að mér, bara stutt. Ég vil bara þakka fyrir það traust sem mér er sýnt í þessum efnum,“ segir Kjartan.Vill klára hafið verk á Suðurlandi Inntur eftir frekari skýringum á því hvers vegna hann hafi ekki áhuga á að sækja um svarar Kjartan: „Ég hef nú alltaf verið landsbyggðarmaður og líður best þar. Og ég hef nóg að gera hérna á Suðurlandi. Þetta er stórt og víðáttumikið umdæmi og ég er búinn að vera með það í fimm ár. Ég er á mínu síðasta tímabili og vil bara klára það eins vel og ég get og og ég vil ná að sinna mínu fólki hér á Suðurlandi.“Muntu breyta einhverju á þessum tveimur mánuðum sem þú munt sinna embætti ríkislögreglustjóra? „Ég held að fólk þurfi að leggja svolítið áherslu á að flýta sér ekki of mikið og setja sig vel inn í hlutin. Það sem ég mun leggja áherslu á við þau verkefni, sem fólk ætlar að skoða, er að hlustað sé bæði á starfsmenn embættis ríkislögreglustjóra – sem hafa náttúrulega mikla þekkingu og reynslu því þar er mikill mannauður – og svo líka á aðra hagsmunaaðila eins og lögreglustjórana og ráðuneytið og að við vöndum okkur við þetta. En það er náttúrulega ljóst að þar sem ég starfa bara tímabundið að þá er ég náttúrulega ekki að taka neinar stefnumótandi ákvarðanir fyrir embætti ríkislögreglustjóra á þeim tíma heldur frekar að undirbúa jarðveginn fyrir nýjan ríkislögreglustjóra.En muntu gera einhverjar breytingar?„Það verður bara að koma í ljós. Ég verð fyrst að fá að koma þarna inn og skoða hlutina – og sjá hvað ég get gert af því sem mig langar kannski til að gera.“Haraldur Johannessen greindi frá því í morgun að hann hygðist hætta sem ríkislögreglustjóri um áramótin.Vísir/VilhelmLíst vel á plön ráðherra Dómsmálaráðherra sagði á blaðamannafundi í hádeginu að nýtt lögregluráð tæki til starfa 1. janúar á næsta ári. Lögregluráð verður formlegur samráðsvettvangur lögreglustjóra undir formennski ríkislögreglustjóra. Lögregluráðið hefur þann tilgang að gera lögreglunni kleift að mæta flóknari samfélagsgerð. Ráðið muni leiða til aukinnar samvinnu og bættri nýtingu mannafla.Hvernig lýst þér á þessar tillögur sem dómsmálaráðherra kynnti í hádeginu?„Mér líst mjög vel á það. Ég held það sé mjög mikilvægt að það sé góð samvinna og samráð á milli lögreglustjóranna undir stjórn ríkislögreglustjóra. Ég held að þetta eigi að geta skilað lögreglunni fram á veginn og að þetta löggæsluráð geti þá mótað framtíðarsýn fyrir lögregluna og hvernig við viljum starfa.“Hefur vantað upp á flæði og samvinnu á milli embætta?„Það hafa náttúrulega verið, kannski ekki á milli embættanna sem slíkra, ákveðnir hnökrar í samskiptum við embætti ríkislögreglustjóra og fólk hefur kannski þurft að tala meira saman og vinna meira saman og vinna betur saman og frumvinnan við það er að fólk hittist og talist saman sem oftast,“ segir Kjartan sem kveðst vera tilbúinn í slaginn.
Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Vistaskipti Tengdar fréttir Haraldur hættir sem ríkislögreglustjóri Haraldur Johannessen hættir sem ríkislögreglustjóri um áramótin. 3. desember 2019 11:49 Kjartan Þorkelsson verður settur ríkislögreglustjóri Embættið verður auglýst til umsóknar eins fljótt og auðið er. 3. desember 2019 13:19 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Sjá meira
Haraldur hættir sem ríkislögreglustjóri Haraldur Johannessen hættir sem ríkislögreglustjóri um áramótin. 3. desember 2019 11:49
Kjartan Þorkelsson verður settur ríkislögreglustjóri Embættið verður auglýst til umsóknar eins fljótt og auðið er. 3. desember 2019 13:19