Harris, sem situr á þingi fyrir Kaliforníu og er fyrrverandi ríkissaksóknari þar, hóf framboð sitt fyrir framan 20 þúsund manns í janúar og byrjaði það mjög vel. Hún tryggði sér tólf milljónir dala á fyrstu þremur mánuðunum og stuðning margra mikilvægra aðila innan Demókrataflokksins. Þegar fjölgaði meðal frambjóðanda tókst henni þó ekki að bæta við sig fylgi né auka styrki til framboðsins.
Í skoðanakönnunum náði Harris ekki upp í tíu prósent, hvorki á könnunum á landsvísu eða einstaka ríkjum.
Nú eru fimmtán frambjóðendur eftir í forvali Demókrataflokksins.
To my supporters, it is with deep regret—but also with deep gratitude—that I am suspending my campaign today.
— Kamala Harris (@KamalaHarris) December 3, 2019
But I want to be clear with you: I will keep fighting every day for what this campaign has been about. Justice for the People. All the people.https://t.co/92Hk7DHHbR