Tabú, Einhverfusamtökin og „Fegurð í mannlegri sambúð“ fengu Múrbrjótinn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. desember 2019 07:00 Tabú – femínísk fötlunarhreyfing hlaut Múrbrjótinn vegna framlags í þágu mannréttinda fatlaðs fólks og jafnra tækifæra fyrir jafningjastuðning fatlaðra mæðra við Freyju Haraldsdóttur í máli hennar gegn Barnaverndarstofu. vísir/sigurjón Landssamtökin Þroskahjálp veittu í gær viðurkenningu sína, Múrbrjótinn, á alþjóðadegi fatlaðs fólks. Múrbrjóturinn eru veittur þeim sem að mati samtakanna brjóta niður múra í réttindamálum og viðhorfum til fatlaðs fólks. Verðlaunagripurinn er smíðaður á handverkstæðinu Ásgarði þar sem fólk með þroskahömlun starfar. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, afhenti verðlaunin en í ár hlutu þrjú verkefni viðurkenninguna, það eru Tabú – femínísk fötlunarhreyfing, Einhverfusamtökin og þær Ásrún Magnúsdóttir, Gunnur Martinsdóttir Schlüter og Olga Sonja Thorarensen fyrir verkið „Fegurð í mannlegri sambúð.“ Svo segir um þessi þrjú verkefni í tilkynningu vegna verðlaunanna:Tabú – femínísk fötlunarhreyfing hlaut Múrbrjótinn vegna framlags í þágu mannréttinda fatlaðs fólks og jafnra tækifæra fyrir jafningjastuðning fatlaðra mæðra við Freyju Haraldsdóttur í máli hennar gegn Barnaverndarstofu.Í Hæstarétti klæddist hópur kvenna úr Tabú áberandi, bleikum bolum sem á stóð „Ég er fötluð mamma“ og sýndu þannig stuðning bæði í dómssal og með miklum sýnileika á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum.Með þessari aðferð og hvatningu vöktu þær með mjög kröftugum hætti athygli á því hve stór og fjölbreyttur hópur fatlaðra mæðra er, en of oft hefur umræðan verið lituð af fordómumum um að fatlað fólk geti ekki og eigi ekki að sinna foreldrahlutverkinu.Staðreyndin er hins vegar sú að margt fatlað fólk er foreldrar og sinnir hlutverki sínu af stakri prýði.Einhverfusamtökin voru á meðal þeirra sem hlutu Múrbrjótinn í ár.Einhverfusamtökin hlutu Múrbrjótinn vegna framlags í þágu mannréttinda fatlaðs fólks og jafnra tækifæra fyrir heimildarmyndina „Að sjá hið ósýnilega“, heimildarmynd um reynsluheim einhverfra kvenna.Myndin var unnin í samstarfi við kvikmyndargerðarmennina Bjarneyju Lúðvíksdóttur og Kristján Kristjánsson og varpar ljósi á líf og reynslu einhverfa kvenna.Konurnar sautján sem fram koma í myndinni sýna ótrúlegt hugrekki með því að segja sögur sínar og fer myndin með þetta viðkvæma efni af mikilli virðingu. Með framtakinu hafa augu margra opnast fyrir þeirri stöðu sem einhverfar stúlkur og konur eru í, og verður það vonandi til þess að auka skilning og bæta þjónustu við hópinn.Ásrún Magnúsdóttir, Gunnur Martinsdóttir Schlüter og Olga Sonja Thorarensen hlutu Múrbrjótinn vegna framlags í þágu mannréttinda fatlaðs fólks og jafnra tækifæra fyrir verkið „Fegurð í mannlegri sambúð“ sem flutt var á Reykjavík Dance Festival.vísir/sigurjónÞá hlutu þær Ásrún Magnúsdóttir, Gunnur Martinsdóttir Schlüter og Olga Sonja Thorarensen Múrbrjótinn vegna framlags í þágu mannréttinda fatlaðs fólks og jafnra tækifæra fyrir verkið „Fegurð í mannlegri sambúð“ sem flutt var á Reykjavík Dance Festival.Verkið var unnið í náinni samvinnu við flytjendur þess, sem allir eru ungt fatlað fólk. Í verkinu fóru ungmennin sem leiðsögumenn um Reykjavík og fylgdu áhorfendum um staði sem þeim eru kærir og var ætlunin að skoða borgina með augum annarra, skoða hvað fólk á sameiginlegt og um leið hvernig við upplifum hluti og staði ólíkt.Með verkinu gefa höfundar fötluðum ungmennum rödd og vettvang til þess að lýsa upplifun sinni af umhverfi sínu, deila reynslu sinni, minningum og draumum. Fatlað fólk er hluti af fjölbreytileika samfélagsins, en hópurinn fær ekki nógu oft tækifæri til þess að sýna sig og reynsluheim sinn í jákvæðu ljósi. Félagsmál Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Landssamtökin Þroskahjálp veittu í gær viðurkenningu sína, Múrbrjótinn, á alþjóðadegi fatlaðs fólks. Múrbrjóturinn eru veittur þeim sem að mati samtakanna brjóta niður múra í réttindamálum og viðhorfum til fatlaðs fólks. Verðlaunagripurinn er smíðaður á handverkstæðinu Ásgarði þar sem fólk með þroskahömlun starfar. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, afhenti verðlaunin en í ár hlutu þrjú verkefni viðurkenninguna, það eru Tabú – femínísk fötlunarhreyfing, Einhverfusamtökin og þær Ásrún Magnúsdóttir, Gunnur Martinsdóttir Schlüter og Olga Sonja Thorarensen fyrir verkið „Fegurð í mannlegri sambúð.“ Svo segir um þessi þrjú verkefni í tilkynningu vegna verðlaunanna:Tabú – femínísk fötlunarhreyfing hlaut Múrbrjótinn vegna framlags í þágu mannréttinda fatlaðs fólks og jafnra tækifæra fyrir jafningjastuðning fatlaðra mæðra við Freyju Haraldsdóttur í máli hennar gegn Barnaverndarstofu.Í Hæstarétti klæddist hópur kvenna úr Tabú áberandi, bleikum bolum sem á stóð „Ég er fötluð mamma“ og sýndu þannig stuðning bæði í dómssal og með miklum sýnileika á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum.Með þessari aðferð og hvatningu vöktu þær með mjög kröftugum hætti athygli á því hve stór og fjölbreyttur hópur fatlaðra mæðra er, en of oft hefur umræðan verið lituð af fordómumum um að fatlað fólk geti ekki og eigi ekki að sinna foreldrahlutverkinu.Staðreyndin er hins vegar sú að margt fatlað fólk er foreldrar og sinnir hlutverki sínu af stakri prýði.Einhverfusamtökin voru á meðal þeirra sem hlutu Múrbrjótinn í ár.Einhverfusamtökin hlutu Múrbrjótinn vegna framlags í þágu mannréttinda fatlaðs fólks og jafnra tækifæra fyrir heimildarmyndina „Að sjá hið ósýnilega“, heimildarmynd um reynsluheim einhverfra kvenna.Myndin var unnin í samstarfi við kvikmyndargerðarmennina Bjarneyju Lúðvíksdóttur og Kristján Kristjánsson og varpar ljósi á líf og reynslu einhverfa kvenna.Konurnar sautján sem fram koma í myndinni sýna ótrúlegt hugrekki með því að segja sögur sínar og fer myndin með þetta viðkvæma efni af mikilli virðingu. Með framtakinu hafa augu margra opnast fyrir þeirri stöðu sem einhverfar stúlkur og konur eru í, og verður það vonandi til þess að auka skilning og bæta þjónustu við hópinn.Ásrún Magnúsdóttir, Gunnur Martinsdóttir Schlüter og Olga Sonja Thorarensen hlutu Múrbrjótinn vegna framlags í þágu mannréttinda fatlaðs fólks og jafnra tækifæra fyrir verkið „Fegurð í mannlegri sambúð“ sem flutt var á Reykjavík Dance Festival.vísir/sigurjónÞá hlutu þær Ásrún Magnúsdóttir, Gunnur Martinsdóttir Schlüter og Olga Sonja Thorarensen Múrbrjótinn vegna framlags í þágu mannréttinda fatlaðs fólks og jafnra tækifæra fyrir verkið „Fegurð í mannlegri sambúð“ sem flutt var á Reykjavík Dance Festival.Verkið var unnið í náinni samvinnu við flytjendur þess, sem allir eru ungt fatlað fólk. Í verkinu fóru ungmennin sem leiðsögumenn um Reykjavík og fylgdu áhorfendum um staði sem þeim eru kærir og var ætlunin að skoða borgina með augum annarra, skoða hvað fólk á sameiginlegt og um leið hvernig við upplifum hluti og staði ólíkt.Með verkinu gefa höfundar fötluðum ungmennum rödd og vettvang til þess að lýsa upplifun sinni af umhverfi sínu, deila reynslu sinni, minningum og draumum. Fatlað fólk er hluti af fjölbreytileika samfélagsins, en hópurinn fær ekki nógu oft tækifæri til þess að sýna sig og reynsluheim sinn í jákvæðu ljósi.
Félagsmál Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira