Bjóðast til að minnka hlut sinn í Play Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. desember 2019 07:27 María Margrét Jóhannsdóttir, samskiptafulltrúi Play, og Arnar Már Magnússon, forstjóri flugfélagsins, á blaðamannafundi í upphafi mánaðarins. vísir/vilhelm Stjórnendur og stofnendur Play, hins nýstofnaða lággjaldaflugfélags, bjóðast til að minnka hlutdeild sína í félaginu í þrjátíu prósent á móti sjötíu prósent eignarhlut fjárfesta, sem hafa fengist til að leggja félaginu til um 1700 milljónir króna í nýtt hlutafé. Greint er frá þessu í Markaðnum í Fréttablaðinu. Play, ásamt Íslenskum verðbréfum (ÍV), hefur síðustu vikur unnið að fjármögnun félagsins. Komið hefur fram að lagt hafi verið upp með í fyrstu að fjárfestar eignuðust helmingshlut í Play á móti stofnendum og stjórnendum. Fjárfestarnir hafa hins vegar sett sig upp á móti þeim ráðahag á fundum. Á fundi sem Play og ÍV héldu fyrir fulltrúa í ferðaþjónustu í lok nóvember kom þó fram að stjórnendur Play væru til viðræðna um að hlutur þeirra yrði minni. Heimildir Markaðarins herma að forsvarsmenn Play og ÍV hafi nú komið að hluta til móts við þessa gagnrýni. Þeir hafi boðist til að minnka hlutdeild sína úr fimmtíu prósentum í þrjátíu prósent, til þess að laða að fjárfesta til að fjárfesta í félaginu. Ekki hafa enn fengist staðfestar upplýsingar um fjárfesta sem hafa skuldbundið sig til að taka þátt í hlutafjárútboðinu, að því er segir í frétt Markaðarins. Erfiðlega hefur gengið að fjármagna félagið síðan tilkynnt var um stofnun þess á blaðamannafundi í byrjun nóvember. Play greindi frá því um síðustu helgi að ákveðið hefði verið að fresta sölu á fyrstu flugmiðum félagsins, sem ráðgert var að færu í sölu í síðasta mánuði. Fréttir af flugi Play Tengdar fréttir Play seinkar sölu á fyrstu flugmiðum Ekki liggur fyrir hvenær sala flugmiða á að fara af stað. 30. nóvember 2019 18:56 Lánsfé og flugrekstrarleyfi skilyrt við að hlutafjársöfnun klárist Fjörutíu milljóna evra lánsfjármögnun frá breska sjóðnum Athene Capital og öflun flugrekstrarleyfis hjá Samgöngustofu er skilyrt við að hinu nýstofnaða lággjaldaflugfélagi Play takist að fá fjárfesta til að leggja því til samtals tólf milljónir evra, jafnvirði um 1.700 milljóna króna, í hlutafé. 27. nóvember 2019 07:48 Vikur frekar en mánuðir í fyrsta flug Ballarin Undirbúningsferlið hefur verið tímafrekara en búist var við, bæði vegna hindrana sem orðið hafa á vegi skipuleggjenda, og nýrra tækifæra. 3. desember 2019 12:20 Mest lesið Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Steinkast og rispur? Ekki lengur vandamál með lakkvarnarfilmu frá Bónsvítunni Samstarf Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Sjá meira
Stjórnendur og stofnendur Play, hins nýstofnaða lággjaldaflugfélags, bjóðast til að minnka hlutdeild sína í félaginu í þrjátíu prósent á móti sjötíu prósent eignarhlut fjárfesta, sem hafa fengist til að leggja félaginu til um 1700 milljónir króna í nýtt hlutafé. Greint er frá þessu í Markaðnum í Fréttablaðinu. Play, ásamt Íslenskum verðbréfum (ÍV), hefur síðustu vikur unnið að fjármögnun félagsins. Komið hefur fram að lagt hafi verið upp með í fyrstu að fjárfestar eignuðust helmingshlut í Play á móti stofnendum og stjórnendum. Fjárfestarnir hafa hins vegar sett sig upp á móti þeim ráðahag á fundum. Á fundi sem Play og ÍV héldu fyrir fulltrúa í ferðaþjónustu í lok nóvember kom þó fram að stjórnendur Play væru til viðræðna um að hlutur þeirra yrði minni. Heimildir Markaðarins herma að forsvarsmenn Play og ÍV hafi nú komið að hluta til móts við þessa gagnrýni. Þeir hafi boðist til að minnka hlutdeild sína úr fimmtíu prósentum í þrjátíu prósent, til þess að laða að fjárfesta til að fjárfesta í félaginu. Ekki hafa enn fengist staðfestar upplýsingar um fjárfesta sem hafa skuldbundið sig til að taka þátt í hlutafjárútboðinu, að því er segir í frétt Markaðarins. Erfiðlega hefur gengið að fjármagna félagið síðan tilkynnt var um stofnun þess á blaðamannafundi í byrjun nóvember. Play greindi frá því um síðustu helgi að ákveðið hefði verið að fresta sölu á fyrstu flugmiðum félagsins, sem ráðgert var að færu í sölu í síðasta mánuði.
Fréttir af flugi Play Tengdar fréttir Play seinkar sölu á fyrstu flugmiðum Ekki liggur fyrir hvenær sala flugmiða á að fara af stað. 30. nóvember 2019 18:56 Lánsfé og flugrekstrarleyfi skilyrt við að hlutafjársöfnun klárist Fjörutíu milljóna evra lánsfjármögnun frá breska sjóðnum Athene Capital og öflun flugrekstrarleyfis hjá Samgöngustofu er skilyrt við að hinu nýstofnaða lággjaldaflugfélagi Play takist að fá fjárfesta til að leggja því til samtals tólf milljónir evra, jafnvirði um 1.700 milljóna króna, í hlutafé. 27. nóvember 2019 07:48 Vikur frekar en mánuðir í fyrsta flug Ballarin Undirbúningsferlið hefur verið tímafrekara en búist var við, bæði vegna hindrana sem orðið hafa á vegi skipuleggjenda, og nýrra tækifæra. 3. desember 2019 12:20 Mest lesið Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Steinkast og rispur? Ekki lengur vandamál með lakkvarnarfilmu frá Bónsvítunni Samstarf Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Sjá meira
Play seinkar sölu á fyrstu flugmiðum Ekki liggur fyrir hvenær sala flugmiða á að fara af stað. 30. nóvember 2019 18:56
Lánsfé og flugrekstrarleyfi skilyrt við að hlutafjársöfnun klárist Fjörutíu milljóna evra lánsfjármögnun frá breska sjóðnum Athene Capital og öflun flugrekstrarleyfis hjá Samgöngustofu er skilyrt við að hinu nýstofnaða lággjaldaflugfélagi Play takist að fá fjárfesta til að leggja því til samtals tólf milljónir evra, jafnvirði um 1.700 milljóna króna, í hlutafé. 27. nóvember 2019 07:48
Vikur frekar en mánuðir í fyrsta flug Ballarin Undirbúningsferlið hefur verið tímafrekara en búist var við, bæði vegna hindrana sem orðið hafa á vegi skipuleggjenda, og nýrra tækifæra. 3. desember 2019 12:20
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun