Georgíska fjölskyldan flutt úr landi í morgun Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 4. desember 2019 12:05 Georgísku hjónin, sem eiga barn sem er fætt hér á landi og annað sem er jarðað hér, voru flutt úr landi í morgun. Vísir/Stöð 2 Georgísku hjónin, sem eiga barn sem er fætt hér á landi og annað sem er jarðað hér, voru flutt úr landi í morgun. Þetta kemur fram í skriflegu svari frá Útlendingastofnun við fyrirspurn fréttastofu. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var greint frá því að faðirinn fyndist ekki og því væri ætlunin sú að skilja fjölskylduna að en hann virðist hafa gefið sig fram því í svari Útlendingastofnunar kemur fram að fjölskyldan hafi verið flutt úr landi. Við málsmeðferð var upphaflega ákveðið að vísa fjölskyldunni ekki á brott heldur að vísa henni úr landi. Hjónin hafi ekki orðið við fyrirmælum um að fara sjálfviljug úr landi. Því hafi þurft að brottvísa þeim að því er fram kemur í yfirlýsingu frá Útlendingastofnun. Um er að ræða hjón og tæplega ársgamalt barn þeirra. Munurinn á frávísun og brottvísun er sá að brottvísun, sem framkvæmd er af lögreglu, felur í sér endurkomubann á Schengen-svæðið en með frávísun er veittur frestur til sjálfviljugrar heimfarar og geta einstaklingar sem hefur verið frávísað komið aftur til landsins og dvalið til lengri eða skemmri tíma. Þau Ivane Broladze og Marika Chukhua sóttu um alþjóðlega vernd hér á landi í júní 2017 en þá var Marika ólétt af fyrsta barni þeirra. Við læknisskoðun kom í ljós að fóstrið var með alvarlegan fósturgalla og fæddi Marika andvana barn á tuttugustu viku meðgöngu í október sama ár. Hjónunum var synjað um alþjóðlega vernd hér á landi öðru sinni þann 26. nóvember í fyrra. Útlendingastofnun vill taka fram að stofnunin hafi farið að lögum um brottvísun hjónanna og barns þeirra þrátt fyrir að barnið hafi fæðst hér á landi. Upplýsingafulltrúi stofnunarinnar segir að tillit hafi verið tekið til sérstakra aðstæðna fjölskyldunnar við málsmeðferð. Þau hafi ákveðið að grípa til frávísunar þannig að þeim yrði gert kleift að heimsækja leiði sonar síns sem er hér á landi. Útlendingastofnun segir að parinu hafi nokkrum sinnum verið gerð grein fyrir „afleiðingum þess að yfirgefa landið ekki sjálfviljugt innan tilskilins frests, jafnt skriflega sem munnlega.“ Því hafi stofnunin að lokum ákveðið að vísa fólkinu á brott. Sökum þessa er fjölskyldan í endurkomubanni en í yfirlýsingu frá Útlendingastofnun kemur fram að í ljósi aðstæðna megi fella endurkomubann úr gildi, hafi aðstæður breyst frá því ákvörðun um brottvísun var tekin. Samtökin No Borders sögðu í gær að samkvæmt lögum mætti ekki vísa barninu úr landi. „Útlendingastofnun gerir þetta mjög oft, það er í íslenskum útlendingalögum að barn sem fæðist hér á Íslandi, eða yfirhöfuð útlendingur sem fæðist á Íslandi og hefur búið hér alla sína tíð. Það má ekki vísa honum úr landi,“ sagði Katrín Alda Ámundadóttir, aðgerðasinni í No Borders. Georgía Hælisleitendur Tengdar fréttir Gripu fyrst til frávísunar en ekki brottvísunar svo hjónin gætu heimsótt leiðið Ákveðið var við málsmeðferð hjóna frá Georgíu, sem eiga barn sem fætt er hér á landi og annað barn sem jarðað er hér, að vísa þeim ekki á brott úr landi heldur vísa þeim frá landi. 4. desember 2019 08:07 Vísað úr landi með barn fætt á Íslandi Vísa á fjölskyldu úr landi sem á barn sem er fætt hér á landi og annað barn sem er grafið hér. Náð var í móður í dag en faðirinn finnst ekki. Því er áætlað að aðskilja fjölskylduna og senda móður og barn úr landi í kvöld eða í fyrramálið. 3. desember 2019 20:28 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Sjá meira
Georgísku hjónin, sem eiga barn sem er fætt hér á landi og annað sem er jarðað hér, voru flutt úr landi í morgun. Þetta kemur fram í skriflegu svari frá Útlendingastofnun við fyrirspurn fréttastofu. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var greint frá því að faðirinn fyndist ekki og því væri ætlunin sú að skilja fjölskylduna að en hann virðist hafa gefið sig fram því í svari Útlendingastofnunar kemur fram að fjölskyldan hafi verið flutt úr landi. Við málsmeðferð var upphaflega ákveðið að vísa fjölskyldunni ekki á brott heldur að vísa henni úr landi. Hjónin hafi ekki orðið við fyrirmælum um að fara sjálfviljug úr landi. Því hafi þurft að brottvísa þeim að því er fram kemur í yfirlýsingu frá Útlendingastofnun. Um er að ræða hjón og tæplega ársgamalt barn þeirra. Munurinn á frávísun og brottvísun er sá að brottvísun, sem framkvæmd er af lögreglu, felur í sér endurkomubann á Schengen-svæðið en með frávísun er veittur frestur til sjálfviljugrar heimfarar og geta einstaklingar sem hefur verið frávísað komið aftur til landsins og dvalið til lengri eða skemmri tíma. Þau Ivane Broladze og Marika Chukhua sóttu um alþjóðlega vernd hér á landi í júní 2017 en þá var Marika ólétt af fyrsta barni þeirra. Við læknisskoðun kom í ljós að fóstrið var með alvarlegan fósturgalla og fæddi Marika andvana barn á tuttugustu viku meðgöngu í október sama ár. Hjónunum var synjað um alþjóðlega vernd hér á landi öðru sinni þann 26. nóvember í fyrra. Útlendingastofnun vill taka fram að stofnunin hafi farið að lögum um brottvísun hjónanna og barns þeirra þrátt fyrir að barnið hafi fæðst hér á landi. Upplýsingafulltrúi stofnunarinnar segir að tillit hafi verið tekið til sérstakra aðstæðna fjölskyldunnar við málsmeðferð. Þau hafi ákveðið að grípa til frávísunar þannig að þeim yrði gert kleift að heimsækja leiði sonar síns sem er hér á landi. Útlendingastofnun segir að parinu hafi nokkrum sinnum verið gerð grein fyrir „afleiðingum þess að yfirgefa landið ekki sjálfviljugt innan tilskilins frests, jafnt skriflega sem munnlega.“ Því hafi stofnunin að lokum ákveðið að vísa fólkinu á brott. Sökum þessa er fjölskyldan í endurkomubanni en í yfirlýsingu frá Útlendingastofnun kemur fram að í ljósi aðstæðna megi fella endurkomubann úr gildi, hafi aðstæður breyst frá því ákvörðun um brottvísun var tekin. Samtökin No Borders sögðu í gær að samkvæmt lögum mætti ekki vísa barninu úr landi. „Útlendingastofnun gerir þetta mjög oft, það er í íslenskum útlendingalögum að barn sem fæðist hér á Íslandi, eða yfirhöfuð útlendingur sem fæðist á Íslandi og hefur búið hér alla sína tíð. Það má ekki vísa honum úr landi,“ sagði Katrín Alda Ámundadóttir, aðgerðasinni í No Borders.
Georgía Hælisleitendur Tengdar fréttir Gripu fyrst til frávísunar en ekki brottvísunar svo hjónin gætu heimsótt leiðið Ákveðið var við málsmeðferð hjóna frá Georgíu, sem eiga barn sem fætt er hér á landi og annað barn sem jarðað er hér, að vísa þeim ekki á brott úr landi heldur vísa þeim frá landi. 4. desember 2019 08:07 Vísað úr landi með barn fætt á Íslandi Vísa á fjölskyldu úr landi sem á barn sem er fætt hér á landi og annað barn sem er grafið hér. Náð var í móður í dag en faðirinn finnst ekki. Því er áætlað að aðskilja fjölskylduna og senda móður og barn úr landi í kvöld eða í fyrramálið. 3. desember 2019 20:28 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Sjá meira
Gripu fyrst til frávísunar en ekki brottvísunar svo hjónin gætu heimsótt leiðið Ákveðið var við málsmeðferð hjóna frá Georgíu, sem eiga barn sem fætt er hér á landi og annað barn sem jarðað er hér, að vísa þeim ekki á brott úr landi heldur vísa þeim frá landi. 4. desember 2019 08:07
Vísað úr landi með barn fætt á Íslandi Vísa á fjölskyldu úr landi sem á barn sem er fætt hér á landi og annað barn sem er grafið hér. Náð var í móður í dag en faðirinn finnst ekki. Því er áætlað að aðskilja fjölskylduna og senda móður og barn úr landi í kvöld eða í fyrramálið. 3. desember 2019 20:28