Musk greiddi svindlara háar fjárhæðir til að rannsaka kafarann Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. desember 2019 14:10 Elon Musk á leið í dómsal. AP/Krysta Fauria Elon Musk, stofnandi SpaceX og Tesla, bar vitni í meiðyrðamáli breska kafarans Vernon Unsworth gegn milljarðamæringnum í gær. Í máli Musk kom fram að hann hafi ekki meint barnaníðsummæli sín um Unsworth bókstaflega. Þá viðurkenndi hann að hafa greitt manni sem þóttist vera einkaspæjari háar fjárhæðir til að rannsaka Unsworth. Ummæli Musk vöktu mikla athygli á síðasta ári en hann og Unsworth höfðu skipst á skotum í fjölmiðlum eftir að Unsworth, sem var einn þeirra fyrstu á vettvang við björgun tælensku fótboltastrákanna sem festust í helli á síðasta ári, sakaði Musk um að nýta sér harmleikinn fyrir athygli. Musk svaraði með því að kalla Unsworth barnaníðing (e. Pedo guy). Var hann harðlega gagnrýndur fyrir ummælin og baðst afsökunar á þeim. Sú afsökunarbeiðni virðist þó ekki hafa verið einlæg, enda hélt Musk ásökunum til streitu, meðal annars í tölvupóstum til blaðamanns Buzzfeed, líkt og Vísir hefur áður fjallað um, sem og á Twitter. Það varð til þess að Unsworth höfðaði meiðyrðamál á hendur Musk og er það nú til meðferðar hjá dómstólum í Los Angeles í Bandaríkjunum.Vernon Unsworth vill fá skaðabætur fyrir ummæli Musk í sinn garð.AP/Sakchai LalitMusk bar vitni í dag og sagði hann barnaníðsumæli sín einfaldlega hafa verið svar við ummælum Unsworth í sinn garð sem Musk taldi hafa verið ómakleg. „Þetta var árás á einlæga tilraun mína til þess að hjálpa krökkunum,“ sagði Musk sem lét útbúa kafbát sem átti að geta náð til þeirra sem fastir voru í hellinum. Unsworth sagði meðal annars að Musk gæti stungið kafbátinum þangað sem hann verkjar. Nýtti Musk sér þessi ummæli Unsworth til að reyna að sýna fram á að barnaníðsummæli sín hafi ekki verið meint bókstaflega. „Ég geri ráð fyrir að hann hafi ekki ætlað að misnota mig með kafbátinum,“ sagði Musk. „Alveg eins og ég meinti það ekki bókstaflega að hann væri barnaníðingur“.Þá sagðist hann í fyrstu ekki hafa gert sér grein fyrir því að Unsworth hefði komið að björgun strákanna, hann hefði haldið að hann væri bara „einhver gaur“.Baðst afsökunar Í dómsal baðst Musk afsökunar á ummælum sínum í garð Unsworth en málsvörn Musk byggist meðal annars á því að hugtakið „Pedo guy“ sé velþekkt slangur í Suður-Afríku, þar sem Musk ólst upp. Þar merki það frekar „óhugnanlegur eldri maður“ í stað barnaníðings. Það hafi verið í þeirri meiningu sem Musk meinti ummælin. Þá viðurkenndi Musk einnig að hafa ráðið einkaspæjara til þess að rannsaka Unsworth, eftir að ljóst var að bretinn hygðist stefna Musk. Alls greiddi Musk manninum 50 þúsund dollara, um sex milljónir. Í ljós kom hins vegar að einkaspæjarinn var enginn einkaspæjari, heldur svikahrappur, sem gat ekki gefið Musk neinar upplýsingar um Unsworth.Nánar má lesa um málaferlin á vef BBC og The Verge. Bandaríkin Fastir í helli í Taílandi Tengdar fréttir Musk þarf að mæta fyrir dóm vegna ærumeiðinga Elon Musk, forstjóri bílaframleiðandans Tesla, hefur verið ákærður fyrir að kalla breskan kafara, sem kom drengjum sem festust í helli í Taílandi til bjargar, barnaníðing. 11. maí 2019 15:35 Björgunarmaðurinn svarar ítrekuðum ásökunum Musks Musk kallaði Unsworth, sem var einn þeirra fyrstu á vettvang við björgun tælensku fótboltastrákanna í sumar, fyrst barnaníðing í júlí. 29. ágúst 2018 10:54 Kafarinn lögsækir Musk vegna barnaníðsummæla Unsworth var meðal þeirra sem stóðu að björgun fótboltastrákanna 12 og þjálfara þeirra úr Chiang Rai hellunum í Taílandi í sumar. Kafarinn hafði gagnrýnt áform Musk um að senda smákafbát á staðinn í þeim tilgangi að aðstoða við björgun drengjanna. 17. september 2018 20:24 Elon Musk telur að kafarinn hafi misskilið barnaníðsummælin Elon Musk, stofnandi Tesla og Space X, hefur gripið til varna í meiðyrðamáli breska kafarans Vernon Unsworth gegn bandaríska auðkýfingnum. Vörnin byggir á því að barnaníðsummæli Musk í garð Unsworth hafi ekki verið ásökun um barnaníð, heldur aðeins ætluð til þess að hæðast að kafaranum. 17. september 2019 10:06 Musk heldur barnaníðsásökunum á hendur kafaranum til streitu Elon Musk, stofnandi Tesla og SpaceX, virðist enn vera á þeirri skoðun að kafarinn Vern Unsworth, einn af þeim sem kom að björgunaraðgerðum í Taílandi í sumar þegar fótboltalið festist inn í helli, sé barnaníðingur. 5. september 2018 13:30 Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Fleiri fréttir Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Sjá meira
Elon Musk, stofnandi SpaceX og Tesla, bar vitni í meiðyrðamáli breska kafarans Vernon Unsworth gegn milljarðamæringnum í gær. Í máli Musk kom fram að hann hafi ekki meint barnaníðsummæli sín um Unsworth bókstaflega. Þá viðurkenndi hann að hafa greitt manni sem þóttist vera einkaspæjari háar fjárhæðir til að rannsaka Unsworth. Ummæli Musk vöktu mikla athygli á síðasta ári en hann og Unsworth höfðu skipst á skotum í fjölmiðlum eftir að Unsworth, sem var einn þeirra fyrstu á vettvang við björgun tælensku fótboltastrákanna sem festust í helli á síðasta ári, sakaði Musk um að nýta sér harmleikinn fyrir athygli. Musk svaraði með því að kalla Unsworth barnaníðing (e. Pedo guy). Var hann harðlega gagnrýndur fyrir ummælin og baðst afsökunar á þeim. Sú afsökunarbeiðni virðist þó ekki hafa verið einlæg, enda hélt Musk ásökunum til streitu, meðal annars í tölvupóstum til blaðamanns Buzzfeed, líkt og Vísir hefur áður fjallað um, sem og á Twitter. Það varð til þess að Unsworth höfðaði meiðyrðamál á hendur Musk og er það nú til meðferðar hjá dómstólum í Los Angeles í Bandaríkjunum.Vernon Unsworth vill fá skaðabætur fyrir ummæli Musk í sinn garð.AP/Sakchai LalitMusk bar vitni í dag og sagði hann barnaníðsumæli sín einfaldlega hafa verið svar við ummælum Unsworth í sinn garð sem Musk taldi hafa verið ómakleg. „Þetta var árás á einlæga tilraun mína til þess að hjálpa krökkunum,“ sagði Musk sem lét útbúa kafbát sem átti að geta náð til þeirra sem fastir voru í hellinum. Unsworth sagði meðal annars að Musk gæti stungið kafbátinum þangað sem hann verkjar. Nýtti Musk sér þessi ummæli Unsworth til að reyna að sýna fram á að barnaníðsummæli sín hafi ekki verið meint bókstaflega. „Ég geri ráð fyrir að hann hafi ekki ætlað að misnota mig með kafbátinum,“ sagði Musk. „Alveg eins og ég meinti það ekki bókstaflega að hann væri barnaníðingur“.Þá sagðist hann í fyrstu ekki hafa gert sér grein fyrir því að Unsworth hefði komið að björgun strákanna, hann hefði haldið að hann væri bara „einhver gaur“.Baðst afsökunar Í dómsal baðst Musk afsökunar á ummælum sínum í garð Unsworth en málsvörn Musk byggist meðal annars á því að hugtakið „Pedo guy“ sé velþekkt slangur í Suður-Afríku, þar sem Musk ólst upp. Þar merki það frekar „óhugnanlegur eldri maður“ í stað barnaníðings. Það hafi verið í þeirri meiningu sem Musk meinti ummælin. Þá viðurkenndi Musk einnig að hafa ráðið einkaspæjara til þess að rannsaka Unsworth, eftir að ljóst var að bretinn hygðist stefna Musk. Alls greiddi Musk manninum 50 þúsund dollara, um sex milljónir. Í ljós kom hins vegar að einkaspæjarinn var enginn einkaspæjari, heldur svikahrappur, sem gat ekki gefið Musk neinar upplýsingar um Unsworth.Nánar má lesa um málaferlin á vef BBC og The Verge.
Bandaríkin Fastir í helli í Taílandi Tengdar fréttir Musk þarf að mæta fyrir dóm vegna ærumeiðinga Elon Musk, forstjóri bílaframleiðandans Tesla, hefur verið ákærður fyrir að kalla breskan kafara, sem kom drengjum sem festust í helli í Taílandi til bjargar, barnaníðing. 11. maí 2019 15:35 Björgunarmaðurinn svarar ítrekuðum ásökunum Musks Musk kallaði Unsworth, sem var einn þeirra fyrstu á vettvang við björgun tælensku fótboltastrákanna í sumar, fyrst barnaníðing í júlí. 29. ágúst 2018 10:54 Kafarinn lögsækir Musk vegna barnaníðsummæla Unsworth var meðal þeirra sem stóðu að björgun fótboltastrákanna 12 og þjálfara þeirra úr Chiang Rai hellunum í Taílandi í sumar. Kafarinn hafði gagnrýnt áform Musk um að senda smákafbát á staðinn í þeim tilgangi að aðstoða við björgun drengjanna. 17. september 2018 20:24 Elon Musk telur að kafarinn hafi misskilið barnaníðsummælin Elon Musk, stofnandi Tesla og Space X, hefur gripið til varna í meiðyrðamáli breska kafarans Vernon Unsworth gegn bandaríska auðkýfingnum. Vörnin byggir á því að barnaníðsummæli Musk í garð Unsworth hafi ekki verið ásökun um barnaníð, heldur aðeins ætluð til þess að hæðast að kafaranum. 17. september 2019 10:06 Musk heldur barnaníðsásökunum á hendur kafaranum til streitu Elon Musk, stofnandi Tesla og SpaceX, virðist enn vera á þeirri skoðun að kafarinn Vern Unsworth, einn af þeim sem kom að björgunaraðgerðum í Taílandi í sumar þegar fótboltalið festist inn í helli, sé barnaníðingur. 5. september 2018 13:30 Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Fleiri fréttir Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Sjá meira
Musk þarf að mæta fyrir dóm vegna ærumeiðinga Elon Musk, forstjóri bílaframleiðandans Tesla, hefur verið ákærður fyrir að kalla breskan kafara, sem kom drengjum sem festust í helli í Taílandi til bjargar, barnaníðing. 11. maí 2019 15:35
Björgunarmaðurinn svarar ítrekuðum ásökunum Musks Musk kallaði Unsworth, sem var einn þeirra fyrstu á vettvang við björgun tælensku fótboltastrákanna í sumar, fyrst barnaníðing í júlí. 29. ágúst 2018 10:54
Kafarinn lögsækir Musk vegna barnaníðsummæla Unsworth var meðal þeirra sem stóðu að björgun fótboltastrákanna 12 og þjálfara þeirra úr Chiang Rai hellunum í Taílandi í sumar. Kafarinn hafði gagnrýnt áform Musk um að senda smákafbát á staðinn í þeim tilgangi að aðstoða við björgun drengjanna. 17. september 2018 20:24
Elon Musk telur að kafarinn hafi misskilið barnaníðsummælin Elon Musk, stofnandi Tesla og Space X, hefur gripið til varna í meiðyrðamáli breska kafarans Vernon Unsworth gegn bandaríska auðkýfingnum. Vörnin byggir á því að barnaníðsummæli Musk í garð Unsworth hafi ekki verið ásökun um barnaníð, heldur aðeins ætluð til þess að hæðast að kafaranum. 17. september 2019 10:06
Musk heldur barnaníðsásökunum á hendur kafaranum til streitu Elon Musk, stofnandi Tesla og SpaceX, virðist enn vera á þeirri skoðun að kafarinn Vern Unsworth, einn af þeim sem kom að björgunaraðgerðum í Taílandi í sumar þegar fótboltalið festist inn í helli, sé barnaníðingur. 5. september 2018 13:30