Svar Þóris ætti að gleðja stjórnarmenn í norska handboltasambandinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. desember 2019 15:30 Þórir Hergeirsson að stýra norska landsliðinu. EPA-EFE/FILIP SINGER Þórir Hergeirsson heldur áfram að gera frábæra hluti með norska kvennalandsliðið í handbolta en liðið hefur unnið þrjá fyrstu leiki sína á heimsmeistaramótinu í handbolta í Japan. Það er því ekkert skrýtið að norska handboltasambandið vilji halda Selfyssingnum og hann sjálfur virðist taka vel í slík plön ef marka má svar hans í stuttu viðtali við blaðamann Aftenposten í dag. Þórir og norsku stelpurnar hittu blaðamenn í dag en liðið átti frídag áður en kemur að tveimur síðustu leikjum liðsins í riðlinum á fimmtudag og föstudag. Blaðamaður Aftenposten spurði Þórir út í framhaldið með liðið en hann hefur verið aðalþjálfari liðsins frá 2009 og var áður aðstoðarþjálfari í næstum því áratug. Núverandi samningur Þóris og norska handboltasambandsins rennur út um áramótin 2021 til 2002 og báðir aðilar hafa því tíma til að meta stöðuna. Blaðamaður Aftenposten er á því að þetta snúist fyrst og fremst um það hvað Þórir vill. Hún spurði því Þórir út í framtíðina. Þórir Hergeirsson sagði henni að hann elski það að vera þjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta og það sé þess vegna sem hann lét vita snemma af því að hann vilji framlengja samninginn sinn.Thorir Hergeirsson tar en ny periode som landslagstrener.https://t.co/1T0i5QxMG6 — 100% Sport (@100prosentsport) December 4, 2019 „Það eru bara nokkur smáatriði sem eru eftir. Við erum nánast komin í mark með nýjan samning. Ég er spenntur,“ sagði Þórir. Svar Þóris ætti að gleðja stjórnarmenn í norska handboltasambandinu enda löngu sannað að Íslendingurinn er á heimavelli þegar kemur að því að halda norska kvennalandsliðinu í fremstu röð. Það kemur því ekki á óvart að blaðamaður Aftenposten slái því upp að það séu fagnaðarlæti í herbúðum norska sambandsins að vita af því að Þórir sé klár í slaginn næstu ár. Þórir tók við liðinu af Marit Breivik sem þjálfaði norsku stelpurnar í fjórtán ár eða frá 1994 til 2008. Hún var 53 ára gömul þegar hún hætti með liðið. Þórir heldur upp á 56 ára afmælið sitt í apríl. Hann er búinn að vera með norska landsliðið í ellefu ár og á þeim tíma hefur liðið unnið til ellefu verðlauna á stórmótum eða sjö gull, tvö silfur og tvö brons. Þórir á nú möguleika á að gera norska liðið að heimsmeisturum í þriðja sinn en liðið vann silfur síðast (2017) en hafði unnið gull 2011 og 2015. Handbolti Íslendingar erlendis Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Íslenski boltinn Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Fleiri fréttir Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Tárin runnu þegar feðgarnir föðmuðust eftir afrek Gísla í Meistaradeildinni Enn á ný er Íslendingur á bak við sigur Magdeburg í Meistaradeildinni Gísli fékk „deja vu“: Árangur sem aðeins Íslendingar hafa náð Gísli Þorgeir bestur í annað sinn Gísli Þorgeir og Ómar Ingi Evrópumeistarar Nantes vann bronsið sem Barcelona nennti ekki Hetjuleg harka hjá Ómari og Gísla fleytti Magdeburg í úrslit Sjá meira
Þórir Hergeirsson heldur áfram að gera frábæra hluti með norska kvennalandsliðið í handbolta en liðið hefur unnið þrjá fyrstu leiki sína á heimsmeistaramótinu í handbolta í Japan. Það er því ekkert skrýtið að norska handboltasambandið vilji halda Selfyssingnum og hann sjálfur virðist taka vel í slík plön ef marka má svar hans í stuttu viðtali við blaðamann Aftenposten í dag. Þórir og norsku stelpurnar hittu blaðamenn í dag en liðið átti frídag áður en kemur að tveimur síðustu leikjum liðsins í riðlinum á fimmtudag og föstudag. Blaðamaður Aftenposten spurði Þórir út í framhaldið með liðið en hann hefur verið aðalþjálfari liðsins frá 2009 og var áður aðstoðarþjálfari í næstum því áratug. Núverandi samningur Þóris og norska handboltasambandsins rennur út um áramótin 2021 til 2002 og báðir aðilar hafa því tíma til að meta stöðuna. Blaðamaður Aftenposten er á því að þetta snúist fyrst og fremst um það hvað Þórir vill. Hún spurði því Þórir út í framtíðina. Þórir Hergeirsson sagði henni að hann elski það að vera þjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta og það sé þess vegna sem hann lét vita snemma af því að hann vilji framlengja samninginn sinn.Thorir Hergeirsson tar en ny periode som landslagstrener.https://t.co/1T0i5QxMG6 — 100% Sport (@100prosentsport) December 4, 2019 „Það eru bara nokkur smáatriði sem eru eftir. Við erum nánast komin í mark með nýjan samning. Ég er spenntur,“ sagði Þórir. Svar Þóris ætti að gleðja stjórnarmenn í norska handboltasambandinu enda löngu sannað að Íslendingurinn er á heimavelli þegar kemur að því að halda norska kvennalandsliðinu í fremstu röð. Það kemur því ekki á óvart að blaðamaður Aftenposten slái því upp að það séu fagnaðarlæti í herbúðum norska sambandsins að vita af því að Þórir sé klár í slaginn næstu ár. Þórir tók við liðinu af Marit Breivik sem þjálfaði norsku stelpurnar í fjórtán ár eða frá 1994 til 2008. Hún var 53 ára gömul þegar hún hætti með liðið. Þórir heldur upp á 56 ára afmælið sitt í apríl. Hann er búinn að vera með norska landsliðið í ellefu ár og á þeim tíma hefur liðið unnið til ellefu verðlauna á stórmótum eða sjö gull, tvö silfur og tvö brons. Þórir á nú möguleika á að gera norska liðið að heimsmeisturum í þriðja sinn en liðið vann silfur síðast (2017) en hafði unnið gull 2011 og 2015.
Handbolti Íslendingar erlendis Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Íslenski boltinn Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Fleiri fréttir Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Tárin runnu þegar feðgarnir föðmuðust eftir afrek Gísla í Meistaradeildinni Enn á ný er Íslendingur á bak við sigur Magdeburg í Meistaradeildinni Gísli fékk „deja vu“: Árangur sem aðeins Íslendingar hafa náð Gísli Þorgeir bestur í annað sinn Gísli Þorgeir og Ómar Ingi Evrópumeistarar Nantes vann bronsið sem Barcelona nennti ekki Hetjuleg harka hjá Ómari og Gísla fleytti Magdeburg í úrslit Sjá meira