Myndbandsdómgæsla (VAR) verður notuð í leikjunum í umspili um sæti á EM í mars á næsta ári.
VAR verður því notað í fyrsta sinn hér á landi þegar Ísland tekur á móti Rúmeníu 26. mars, að því gefnu að Laugardalsvöllur verði leikfær.
Ekki var notast við VAR í undankeppni EM. Myndbandsdómgæsla verður hins vegar notuð í lokakeppninni sem fer fram í tólf borgum víðs vegar um Evrópu.
Myndbandstækni er notuð við dómgæslu í stærstu deildum Evrópu. Þá var notast við hana á HM karla í fyrra og HM kvenna í sumar.
Ef Ísland vinnur Rúmeníu mætir liðið annað hvort Búlgaríu eða Ungverjalandi ytra 31. mars 2020 í úrslitaleik um sæti á EM.
Komist Ísland á EM verður liðið í F-riðli með Þýskalandi, Frakklandi og Portúgal.
VAR í fyrsta sinn hér á landi gegn Rúmeníu

Tengdar fréttir

Forseti UEFA: Ef þú ert með langt nef ertu rangstæður þessa dagana
Aleksander Ceferin, forseti UEFA, er ekki hrifinn af VAR og segir að þetta sé bara vandræði sem ekki verði snúið til baka úr.

Sportpakkinn: Grafa hitamæla ofan í Laugardalsvöll og leita til fjölda sérfræðinga
Knattspyrnusamband Íslands og starfsmenn Laugardalsvellar þurfa að gera miklu miklu meira en að leggja hitadúk yfir Laugardalsvöllinn ef völlurinn á að vera klár fyrir umspilsleikinn á móti Rúmeníu í mars.

Svakalegur riðill bíður Íslands á EM
Íslenska landsliðinu í knattspyrnu bíður svakalegur riðill komist liðið í lokakeppni EM.