Eiffelturninn lokaður og lamaðar almenningssamgöngur Atli Ísleifsson skrifar 5. desember 2019 12:50 Frá mótmælum í frönsku hafnarborginni Marseille í morgun. AP Umfangsmiklar verkfallsaðferðir franskra stéttarfélaga hafa haft mikil áhrif á franskt samfélag það sem af er degi, þar sem skólastarf hefur fallið niður og almenningssamgöngur raskast. Verkafólk er með verkfallsaðgerðunum að lýsa yfir óánægju með lagabreytingar sem fela í sér að vinnandi neyðist til fara síðar á eftirlaun eða þá þola skertar lífeyrisgreiðslur. Auk starfsmanna innan skólakerfisins og almenningssamgangna hafa lögreglumenn, lögfræðingar, sjúkrahússtarfsmenn og flugvallarstarfsmenn lagt niður störf. Áætlað er að milljónir hafi farið í verkfall í Frakklandi í dag til að þrýsta á breytingar. Verkfallsaðgerðirnar eru þær umfangsmestu í landinu um árabil en megn óánægja er með fyrirætlanir Emmanuel Macron Frakklandsforseta um samræmt lífeyriskerfi í landinu.Að neðan má sjá myndir frá Eiffelturninum þar sem ferðamenn komu að lokuðum kofanum í morgun.Innanríkisráðherrann Christophe Castaner sagði í gærkvöldi að yfirvöld ættu von á um 250 mótmælasamkomum víðs vegar um landið í dag. Varaði hann við að til óeirða gæti komið á einhverjum stöðum. „Við vitum að þessi mótmæli verða fjölmenn og við þekkjum áhættuna. Ég hef óskað eftir því að þegar óeirðir blossa upp og kemur til ofbeldis þá verði gripið til handtaka tafarlaust.“ Óeirðalögregla í París leitaði í töskum fólks snemma í morgun á breiðstrætinu Champs-Élysées og þá var búðum, sem standa á þeirri leið sem áætlað er að kröfuganga verði farin, gert að loka. Almenningssamgöngur hafa raskast mikið og má þar nefna að einungis fimm af sextán neðanjarðarlestarlínum höfuðborgarinnar París hafa verið virkar í dag. Frakkland Tengdar fréttir Milljónir leggja niður störf í Frakklandi Einar víðtækustu verkfallsaðgerðir í áraraðir eru nú að hefjast í Frakklandi. 5. desember 2019 07:14 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Fleiri fréttir Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi Sjá meira
Umfangsmiklar verkfallsaðferðir franskra stéttarfélaga hafa haft mikil áhrif á franskt samfélag það sem af er degi, þar sem skólastarf hefur fallið niður og almenningssamgöngur raskast. Verkafólk er með verkfallsaðgerðunum að lýsa yfir óánægju með lagabreytingar sem fela í sér að vinnandi neyðist til fara síðar á eftirlaun eða þá þola skertar lífeyrisgreiðslur. Auk starfsmanna innan skólakerfisins og almenningssamgangna hafa lögreglumenn, lögfræðingar, sjúkrahússtarfsmenn og flugvallarstarfsmenn lagt niður störf. Áætlað er að milljónir hafi farið í verkfall í Frakklandi í dag til að þrýsta á breytingar. Verkfallsaðgerðirnar eru þær umfangsmestu í landinu um árabil en megn óánægja er með fyrirætlanir Emmanuel Macron Frakklandsforseta um samræmt lífeyriskerfi í landinu.Að neðan má sjá myndir frá Eiffelturninum þar sem ferðamenn komu að lokuðum kofanum í morgun.Innanríkisráðherrann Christophe Castaner sagði í gærkvöldi að yfirvöld ættu von á um 250 mótmælasamkomum víðs vegar um landið í dag. Varaði hann við að til óeirða gæti komið á einhverjum stöðum. „Við vitum að þessi mótmæli verða fjölmenn og við þekkjum áhættuna. Ég hef óskað eftir því að þegar óeirðir blossa upp og kemur til ofbeldis þá verði gripið til handtaka tafarlaust.“ Óeirðalögregla í París leitaði í töskum fólks snemma í morgun á breiðstrætinu Champs-Élysées og þá var búðum, sem standa á þeirri leið sem áætlað er að kröfuganga verði farin, gert að loka. Almenningssamgöngur hafa raskast mikið og má þar nefna að einungis fimm af sextán neðanjarðarlestarlínum höfuðborgarinnar París hafa verið virkar í dag.
Frakkland Tengdar fréttir Milljónir leggja niður störf í Frakklandi Einar víðtækustu verkfallsaðgerðir í áraraðir eru nú að hefjast í Frakklandi. 5. desember 2019 07:14 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Fleiri fréttir Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi Sjá meira
Milljónir leggja niður störf í Frakklandi Einar víðtækustu verkfallsaðgerðir í áraraðir eru nú að hefjast í Frakklandi. 5. desember 2019 07:14
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent