Auðar síður Fréttablaðsins daginn eftir verkfall Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 6. desember 2019 06:25 Skjáskot af forsíðu Fréttablaðsins í dag. Ritstjórinn skrifar fréttina en annars eru síður blaðsins auðar. Fréttablaðið er gefið út með sérstæðu sniði í dag, eins og það er orðað á forsíðu þess, en síður blaðsins eru tómar vegna verkfalls blaðamanna á prentmiðlum í gær. Jón Þórisson, annar tveggja ritstjóra blaðsins, ritar forsíðufréttina. Það voru ekki aðeins blaðamenn Fréttablaðsins sem lögðu niður störf heldur einnig ljósmyndarar og því er engin forsíðumynd eða aðrar fréttaljósmyndir í blaðinu. Forsíðuna prýðir skopmynd eftir teiknarann Halldór. Sú mynd er jafnan inni í blaðinu sjálfu. Í forsíðufréttinni rekur ritstjórinn þá ákvörðun stjórnenda að blaðið komi út með þeim hætti sem það gerir í dag: „Það er fullt starf fjölda starfsmanna á ritstjórn að skila efni í hvert tölublað og því var ekki mögulegt annað en að blað dagsins bæri merki þessara aðgerða. Fréttablaðið hefur skyldur við lesendur og auglýsendur og því var tvennt sem lagt var til grundvallar þeirri ákvörðun að blaðið yrði gefið út við þessar aðstæður. Annars vegar að virða rétt blaðamanna til vinnustöðvunar. Því eru ekki fréttir í þessu tölublaði, en birt er annað ritstjórnarefni, sem tilbúið var áður en verkfall brast á. Hins vegar að auglýsendur geti reitt sig á auglýsingamátt blaðsins og ekki kæmi rof í nærri tuttugu ára útgáfusögu þess. Eins og kunnugt er berst Fréttablaðið lesendum sínum þeim að kostnaðarlausu og eru auglýsingar eina tekjulind þess,“ segir í fréttinni.Aðgerðirnar virðast hafa haft minni áhrif á útgáfu Morgunblaðsins Verkfallið í gær stóð frá 10 til 22 og tók einnig til blaðamanna og ljósmyndara sem starfa við prentútgáfu Morgunblaðsins og til myndatökumanna sem starfa á RÚV. Aðgerðirnar virðast hafa haft mun minni áhrif á útgáfu Morgunblaðsins heldur en á Fréttablaðið þar sem síður þess fyrrnefnda eru ekki auðar. Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, sagði í samtali við Vísi í gærkvöldi að hann hefði ekki heyrt af neinum vandræðum með verkfallið. Staðan yrði tekin á morgun þegar blöðin kæmu út. Fyrri þrjár vinnustöðvanir BÍ tóku til ljósmyndara, myndatökumanna og þeirra blaðamanna sem starfa á netmiðlum. Þær aðgerðir gengu ekki hnökralaust fyrir sig en BÍ stefndi Samtökum atvinnulífsins vegna meintra verkfallsbrota starfsmanna Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins. Verktakar, blaðamenn Morgunblaðsins og yfirmenn skrifuðu fréttir á mbl.is á meðan á verkfallsaðgerðum netblaðamanna stóð. Þær aðgerðir voru fordæmdar af blaðamönnum mbl.is sem höfðu lagt niður störf. Hvorki hefur gengið né rekið í samningaviðræðum BÍ við SA þrátt fyrir verkfallsaðgerðirnar og það að blaðamenn felldu nýjan kjarasamning við SA í síðustu viku með rúmlega 70% greiddra atkvæða.Blaðamenn fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar eru félagar í Blaðamannafélagi Íslands. Fjölmiðlar Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Tólf tíma verkfall á prentmiðlum hafið Núna klukkan 10 hófst tólf tíma verkfall blaðamanna á prentmiðlum, það er Fréttablaðinu og Morgunblaðinu. 5. desember 2019 10:24 Verkfallið muni setja mark sitt á blað morgundagsins Jón Þórisson ritstjóri Fréttablaðsins segir að staðið verði rétt að verkfalli félagsmanna Blaðamannafélags Íslands. 5. desember 2019 13:17 Verkfalli á prentmiðlum lokið Tólf tíma verkfalli blaðamanna á prentmiðlum, auk ljósmyndara og tökumanna sem eru félagsmenn í Blaðamannafélagi Íslands og starfa hjá Fréttablaðinu, Morgunblaðinu, Sýn og Rúv, lauk klukkan tíu í kvöld. 5. desember 2019 22:39 Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Fréttablaðið er gefið út með sérstæðu sniði í dag, eins og það er orðað á forsíðu þess, en síður blaðsins eru tómar vegna verkfalls blaðamanna á prentmiðlum í gær. Jón Þórisson, annar tveggja ritstjóra blaðsins, ritar forsíðufréttina. Það voru ekki aðeins blaðamenn Fréttablaðsins sem lögðu niður störf heldur einnig ljósmyndarar og því er engin forsíðumynd eða aðrar fréttaljósmyndir í blaðinu. Forsíðuna prýðir skopmynd eftir teiknarann Halldór. Sú mynd er jafnan inni í blaðinu sjálfu. Í forsíðufréttinni rekur ritstjórinn þá ákvörðun stjórnenda að blaðið komi út með þeim hætti sem það gerir í dag: „Það er fullt starf fjölda starfsmanna á ritstjórn að skila efni í hvert tölublað og því var ekki mögulegt annað en að blað dagsins bæri merki þessara aðgerða. Fréttablaðið hefur skyldur við lesendur og auglýsendur og því var tvennt sem lagt var til grundvallar þeirri ákvörðun að blaðið yrði gefið út við þessar aðstæður. Annars vegar að virða rétt blaðamanna til vinnustöðvunar. Því eru ekki fréttir í þessu tölublaði, en birt er annað ritstjórnarefni, sem tilbúið var áður en verkfall brast á. Hins vegar að auglýsendur geti reitt sig á auglýsingamátt blaðsins og ekki kæmi rof í nærri tuttugu ára útgáfusögu þess. Eins og kunnugt er berst Fréttablaðið lesendum sínum þeim að kostnaðarlausu og eru auglýsingar eina tekjulind þess,“ segir í fréttinni.Aðgerðirnar virðast hafa haft minni áhrif á útgáfu Morgunblaðsins Verkfallið í gær stóð frá 10 til 22 og tók einnig til blaðamanna og ljósmyndara sem starfa við prentútgáfu Morgunblaðsins og til myndatökumanna sem starfa á RÚV. Aðgerðirnar virðast hafa haft mun minni áhrif á útgáfu Morgunblaðsins heldur en á Fréttablaðið þar sem síður þess fyrrnefnda eru ekki auðar. Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, sagði í samtali við Vísi í gærkvöldi að hann hefði ekki heyrt af neinum vandræðum með verkfallið. Staðan yrði tekin á morgun þegar blöðin kæmu út. Fyrri þrjár vinnustöðvanir BÍ tóku til ljósmyndara, myndatökumanna og þeirra blaðamanna sem starfa á netmiðlum. Þær aðgerðir gengu ekki hnökralaust fyrir sig en BÍ stefndi Samtökum atvinnulífsins vegna meintra verkfallsbrota starfsmanna Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins. Verktakar, blaðamenn Morgunblaðsins og yfirmenn skrifuðu fréttir á mbl.is á meðan á verkfallsaðgerðum netblaðamanna stóð. Þær aðgerðir voru fordæmdar af blaðamönnum mbl.is sem höfðu lagt niður störf. Hvorki hefur gengið né rekið í samningaviðræðum BÍ við SA þrátt fyrir verkfallsaðgerðirnar og það að blaðamenn felldu nýjan kjarasamning við SA í síðustu viku með rúmlega 70% greiddra atkvæða.Blaðamenn fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar eru félagar í Blaðamannafélagi Íslands.
Fjölmiðlar Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Tólf tíma verkfall á prentmiðlum hafið Núna klukkan 10 hófst tólf tíma verkfall blaðamanna á prentmiðlum, það er Fréttablaðinu og Morgunblaðinu. 5. desember 2019 10:24 Verkfallið muni setja mark sitt á blað morgundagsins Jón Þórisson ritstjóri Fréttablaðsins segir að staðið verði rétt að verkfalli félagsmanna Blaðamannafélags Íslands. 5. desember 2019 13:17 Verkfalli á prentmiðlum lokið Tólf tíma verkfalli blaðamanna á prentmiðlum, auk ljósmyndara og tökumanna sem eru félagsmenn í Blaðamannafélagi Íslands og starfa hjá Fréttablaðinu, Morgunblaðinu, Sýn og Rúv, lauk klukkan tíu í kvöld. 5. desember 2019 22:39 Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Tólf tíma verkfall á prentmiðlum hafið Núna klukkan 10 hófst tólf tíma verkfall blaðamanna á prentmiðlum, það er Fréttablaðinu og Morgunblaðinu. 5. desember 2019 10:24
Verkfallið muni setja mark sitt á blað morgundagsins Jón Þórisson ritstjóri Fréttablaðsins segir að staðið verði rétt að verkfalli félagsmanna Blaðamannafélags Íslands. 5. desember 2019 13:17
Verkfalli á prentmiðlum lokið Tólf tíma verkfalli blaðamanna á prentmiðlum, auk ljósmyndara og tökumanna sem eru félagsmenn í Blaðamannafélagi Íslands og starfa hjá Fréttablaðinu, Morgunblaðinu, Sýn og Rúv, lauk klukkan tíu í kvöld. 5. desember 2019 22:39