Vill ekki fullyrða að fyrir fram vinnsla Morgunblaðsins sé verkfallsbrot Gunnar Reynir Valþórsson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 6. desember 2019 12:43 Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands. Vísir/Vilhelm Fréttablaðið kom út í sérstæðu sniði í dag, eins og það er orðað á forsíðu þess, en fréttasíður blaðsins eru tómar vegna verkfalls blaðamanna á prentmiðlum í gær. Jón Þórisson, annar tveggja ritstjóra blaðsins, ritar forsíðufréttina. Það voru ekki aðeins blaðamenn Fréttablaðsins sem lögðu niður störf heldur einnig ljósmyndarar og því er engin forsíðumynd eða aðrar fréttaljósmyndir í blaðinu. Forsíðuna prýðir skopmynd eftir teiknarann Halldór. Sú mynd er jafnan inni í blaðinu sjálfu. Verkfallið í gær stóð frá 10 til 22 og tók einnig til blaðamanna og ljósmyndara sem starfa við prentútgáfu Morgunblaðsins og til myndatökumanna sem starfa á RÚV. Aðgerðirnar virðast hafa haft mun minni áhrif á útgáfu Morgunblaðsins heldur en á Fréttablaðið þar sem fréttasíður þess fyrrnefnda eru ekki auðar Hjálmar Jónsson er formaður Blaðamannafélags Íslands. „Mér finnst að við höfum komið okkar sjónarmiðum á framfæri með skýrum hætti. Það var aldrei markmiðið með þessu að skaða blöðin heldur fyrst og fremst að vekja athygli á vinnuskilyrðum blaðamanna og hversu mikilvægt þetta verkefni er sem við sinnum í samfélaginu. Ég held að það hafi verið undirstrikað mjög vel í blöðum dagsins,“ segir Hjálmar. „Sérstaklega er ég ánægður með hvernig Fréttablaðið tæklaði þetta og sýndi lýðræðislegum vilja blaðamanna varðandi vinnustöðvun fulla virðingu.“ Minni áhrifa virðast hafa gætt á Morgunblaðið. Hjálmar vill ekki fullyrða að þar hafi verið framin verkfallsbrot. „Ég þori ekki að fullyrða um það. Ég vissi að það var búið að vinna mjög mikinn hluta blaðsins fyrir fram. Ég ætla ekki að fullyrða að það hafi verið verkfallsbrot. Það voru náttúrulega verkfallsbrot sem liggja fyrir í fyrstu aðgerðum okkar. Þau höfum við farið með til félagsdóms og það eru í raun sömu prinsippin undir í öllum þessum vinnustöðvunum sem við munum fá úr skorið hjá félagsdómi, vonandi fyrr en seinna.“ Aðgerðirnar í gær voru lokahnykkurinn á þeim aðgerðum sem blaðamenn samþykktu að fara í. „Nú þurfum við að hugsa málið og taka stöðuna á nýjan leik. Vega og meta hvernig þetta hefur tekist og hvaða lærdóm má draga af þessum aðgerðum. Markmiðið er eftir sem áður að ná samningum og það sé tekið tillit til okkar óska og þarfa þessarar stéttar. Nú er bara að meta stöðuna, taka nýjan hæðarpunkt og sjáum hvað setur í bili.“ Fjölmiðlar Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Auðar síður Fréttablaðsins daginn eftir verkfall Fréttablaðið er gefið út með sérstæðu sniði í dag, eins og það er orðað á forsíðu þess, en síður blaðsins eru tómar vegna verkfalls blaðamanna á prentmiðlum í gær. 6. desember 2019 06:25 Verkfalli á prentmiðlum lokið Tólf tíma verkfalli blaðamanna á prentmiðlum, auk ljósmyndara og tökumanna sem eru félagsmenn í Blaðamannafélagi Íslands og starfa hjá Fréttablaðinu, Morgunblaðinu, Sýn og Rúv, lauk klukkan tíu í kvöld. 5. desember 2019 22:39 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Fleiri fréttir Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Sjá meira
Fréttablaðið kom út í sérstæðu sniði í dag, eins og það er orðað á forsíðu þess, en fréttasíður blaðsins eru tómar vegna verkfalls blaðamanna á prentmiðlum í gær. Jón Þórisson, annar tveggja ritstjóra blaðsins, ritar forsíðufréttina. Það voru ekki aðeins blaðamenn Fréttablaðsins sem lögðu niður störf heldur einnig ljósmyndarar og því er engin forsíðumynd eða aðrar fréttaljósmyndir í blaðinu. Forsíðuna prýðir skopmynd eftir teiknarann Halldór. Sú mynd er jafnan inni í blaðinu sjálfu. Verkfallið í gær stóð frá 10 til 22 og tók einnig til blaðamanna og ljósmyndara sem starfa við prentútgáfu Morgunblaðsins og til myndatökumanna sem starfa á RÚV. Aðgerðirnar virðast hafa haft mun minni áhrif á útgáfu Morgunblaðsins heldur en á Fréttablaðið þar sem fréttasíður þess fyrrnefnda eru ekki auðar Hjálmar Jónsson er formaður Blaðamannafélags Íslands. „Mér finnst að við höfum komið okkar sjónarmiðum á framfæri með skýrum hætti. Það var aldrei markmiðið með þessu að skaða blöðin heldur fyrst og fremst að vekja athygli á vinnuskilyrðum blaðamanna og hversu mikilvægt þetta verkefni er sem við sinnum í samfélaginu. Ég held að það hafi verið undirstrikað mjög vel í blöðum dagsins,“ segir Hjálmar. „Sérstaklega er ég ánægður með hvernig Fréttablaðið tæklaði þetta og sýndi lýðræðislegum vilja blaðamanna varðandi vinnustöðvun fulla virðingu.“ Minni áhrifa virðast hafa gætt á Morgunblaðið. Hjálmar vill ekki fullyrða að þar hafi verið framin verkfallsbrot. „Ég þori ekki að fullyrða um það. Ég vissi að það var búið að vinna mjög mikinn hluta blaðsins fyrir fram. Ég ætla ekki að fullyrða að það hafi verið verkfallsbrot. Það voru náttúrulega verkfallsbrot sem liggja fyrir í fyrstu aðgerðum okkar. Þau höfum við farið með til félagsdóms og það eru í raun sömu prinsippin undir í öllum þessum vinnustöðvunum sem við munum fá úr skorið hjá félagsdómi, vonandi fyrr en seinna.“ Aðgerðirnar í gær voru lokahnykkurinn á þeim aðgerðum sem blaðamenn samþykktu að fara í. „Nú þurfum við að hugsa málið og taka stöðuna á nýjan leik. Vega og meta hvernig þetta hefur tekist og hvaða lærdóm má draga af þessum aðgerðum. Markmiðið er eftir sem áður að ná samningum og það sé tekið tillit til okkar óska og þarfa þessarar stéttar. Nú er bara að meta stöðuna, taka nýjan hæðarpunkt og sjáum hvað setur í bili.“
Fjölmiðlar Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Auðar síður Fréttablaðsins daginn eftir verkfall Fréttablaðið er gefið út með sérstæðu sniði í dag, eins og það er orðað á forsíðu þess, en síður blaðsins eru tómar vegna verkfalls blaðamanna á prentmiðlum í gær. 6. desember 2019 06:25 Verkfalli á prentmiðlum lokið Tólf tíma verkfalli blaðamanna á prentmiðlum, auk ljósmyndara og tökumanna sem eru félagsmenn í Blaðamannafélagi Íslands og starfa hjá Fréttablaðinu, Morgunblaðinu, Sýn og Rúv, lauk klukkan tíu í kvöld. 5. desember 2019 22:39 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Fleiri fréttir Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Sjá meira
Auðar síður Fréttablaðsins daginn eftir verkfall Fréttablaðið er gefið út með sérstæðu sniði í dag, eins og það er orðað á forsíðu þess, en síður blaðsins eru tómar vegna verkfalls blaðamanna á prentmiðlum í gær. 6. desember 2019 06:25
Verkfalli á prentmiðlum lokið Tólf tíma verkfalli blaðamanna á prentmiðlum, auk ljósmyndara og tökumanna sem eru félagsmenn í Blaðamannafélagi Íslands og starfa hjá Fréttablaðinu, Morgunblaðinu, Sýn og Rúv, lauk klukkan tíu í kvöld. 5. desember 2019 22:39