Sörurnar hennar Sylvíu Haukdal - Uppskrift Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 7. desember 2019 09:00 Sörurnar eru ómissandi fyrir jólin. Vísir/Sylvía Haukdal Bakað með Sylvíu Haukdal eru nýir þættir á Stöð 2 Maraþon. Í fyrsta þættinum deilir hún dásamlegri uppskrift að sörum fyrir jólin. Þessar eru fullkomnar fyrir baksturinn um helgina og bragðast ótrúlega vel. Sylvía Haukdal er ótrúlega klár þegar kemur að kökubakstri og kökuskreytingum. Hún heldur úti fallegu kökubloggi ásamt því að starfa hjá Sætum syndum. Þættirnir hennar verða sýndir á Stöð 2 maraþon í desember. Í spilaranum hér að neðan má sjá fyrsta þáttinn í heild sinni en uppskrift og aðferð er neðar í fréttinni. Við gefum Sylvíu Haukdal orðið. Klippa: Sörur - Bakað með Sylvíu Haukdal Uppskrift: Söru skeljar 250 g möndlumjöl 200 g flórsykur 130 g eggjahvítur 1/4 tsk salt Aðferð: 1. Byrjum á stífþeyta eggjahvíturnar. 2. Síðan bætum við saltinu saman við og þeytum í um það bil 10 sekúndur. 3. Næst hrærum við möndlumjölinu saman við með sleif. 4. Skeljarnar eru bakaðar við 180 gráður í um það bil 12 mínútur. Sylvía HaukdalVísir/Sylvía Haukdal Krem 140 g eggjarauður 330 g smjör (við stofuhita) 130 ml sýróp 3 msk kakó 3 tsk instant kaffi Hjúpur 200 g súkkulaðihjúpur Aðferð: 1. Við byrjum á því að þeyta eggjarauður þar til þær verða ljósar og léttar. Á meðan hitum við sírópið. 2. Næst hellum við sírópinu í mjórri bunum saman við eggjarauðurnar og höldum svo áfram að þeyta þar til blandan fer að kólna. 3. Síðan hrærum við smjör, instant kaffi og kakói saman við og þeytum þar til kremið verður glansandi ljóst og létt. Samsetning: 1. Sprautum kremi á söruskeljarnar (ég notaði stút Ateco 808) og setjum þær í frysti. 2. Bræðum súkkulaðihjúp yfir vatnsbaði. 3. Að lokum dýfum við sörunum (krem hlutanum) ofan í súkkulaðihjúpinn. Vísir/Sylvía Haukdal Eftirréttir Jól Jólamatur Sylvía Haukdal Sörur Uppskriftir Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Stærsta þorrablót landsins Lífið Fleiri fréttir Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Vegan próteinbomba að hætti Kolbeins Arnbjörnssonar Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira
Bakað með Sylvíu Haukdal eru nýir þættir á Stöð 2 Maraþon. Í fyrsta þættinum deilir hún dásamlegri uppskrift að sörum fyrir jólin. Þessar eru fullkomnar fyrir baksturinn um helgina og bragðast ótrúlega vel. Sylvía Haukdal er ótrúlega klár þegar kemur að kökubakstri og kökuskreytingum. Hún heldur úti fallegu kökubloggi ásamt því að starfa hjá Sætum syndum. Þættirnir hennar verða sýndir á Stöð 2 maraþon í desember. Í spilaranum hér að neðan má sjá fyrsta þáttinn í heild sinni en uppskrift og aðferð er neðar í fréttinni. Við gefum Sylvíu Haukdal orðið. Klippa: Sörur - Bakað með Sylvíu Haukdal Uppskrift: Söru skeljar 250 g möndlumjöl 200 g flórsykur 130 g eggjahvítur 1/4 tsk salt Aðferð: 1. Byrjum á stífþeyta eggjahvíturnar. 2. Síðan bætum við saltinu saman við og þeytum í um það bil 10 sekúndur. 3. Næst hrærum við möndlumjölinu saman við með sleif. 4. Skeljarnar eru bakaðar við 180 gráður í um það bil 12 mínútur. Sylvía HaukdalVísir/Sylvía Haukdal Krem 140 g eggjarauður 330 g smjör (við stofuhita) 130 ml sýróp 3 msk kakó 3 tsk instant kaffi Hjúpur 200 g súkkulaðihjúpur Aðferð: 1. Við byrjum á því að þeyta eggjarauður þar til þær verða ljósar og léttar. Á meðan hitum við sírópið. 2. Næst hellum við sírópinu í mjórri bunum saman við eggjarauðurnar og höldum svo áfram að þeyta þar til blandan fer að kólna. 3. Síðan hrærum við smjör, instant kaffi og kakói saman við og þeytum þar til kremið verður glansandi ljóst og létt. Samsetning: 1. Sprautum kremi á söruskeljarnar (ég notaði stút Ateco 808) og setjum þær í frysti. 2. Bræðum súkkulaðihjúp yfir vatnsbaði. 3. Að lokum dýfum við sörunum (krem hlutanum) ofan í súkkulaðihjúpinn. Vísir/Sylvía Haukdal
Eftirréttir Jól Jólamatur Sylvía Haukdal Sörur Uppskriftir Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Stærsta þorrablót landsins Lífið Fleiri fréttir Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Vegan próteinbomba að hætti Kolbeins Arnbjörnssonar Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira