Sundstelpurnar settu nýtt landsmet í boðsundi á EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. desember 2019 13:45 Íslensku sveitina skipuðu frá vinstri: Snæfríður Sól Jórunnardóttir, Eygló Ósk Gústafsdóttir, Ingibjörg Kristín Jónsdóttir og Jóhanna Elín Guðmundsdóttir. Mynd/SSÍ Anton Sveinn Mckee var ekki sá eini sem setti met í morgun á Evrópumeistaramótinu í 25 metra laug sem fer fram þessa dagana í Glasgow í Skotlandi. Íslensku sundstelpurnar voru líka á metaveiðum.Dadó Fenrir Jasmínuson reið á vaðið af Íslendingunum í morgun þegar hann synti 50 metra skriðsund á tímanum 22,59 sekúndur sem er 30/100 frá hans besta tíma í greininni. Taktfast og gott sund og Dadó vantaði í raun bara herslumuninn á að bæta tímann sinn. Þá var komið að Eygló Ósk Gústafsdóttur í 200 metra baksundi, en það er hennar besta grein. Hún synti á 2:10,46 sem er besti tími hennar á árinu. Hún á best frá því á EM25 í Ísrael 2015, 2:03,53 sem jafnframt er Íslandsmet. Sundið hennar var mun betur úrfært en 100 metra sundið hennar í fyrradag þar sem hún náði litlum takti. Nú var augljóst að hún var að synda sitt sund sem er jákvætt, hún er mun sterkari en hún hefur verið og verkefni næstu vikna og mánaða verður að viðhalda styrknum og ná upp hraða. Svo kom að þætti Antons Sveins Mckee. Hann setti í morgun sjötta Íslandsmetið sitt í jafnmörgum sundum hér á mótinu. Tíminn hans frá í morgun (57,21 sekúndur) er núna á topp tíu besta tíma í heiminum á þessu ári og er jafnframt sá áttundi bestií Evrópu. Það verður því gaman að fylgjast með honum í milliriðlunum í kvöld. Næst stakk sér til sunds Kristinn Þórarinsson í 200 metra fjórsund. Hann náði tímanum 2:00,44 mín. sem er rétt aðeins frá hans besta (2:00,04) en töluvert betra en hann átti á ÍM25 í nóvember (2:02,87 mín.). Að sundi loknu sagði Kristinn að hann hefði gert sér vonir um meira, en hann á eftir að synda 100 metra fjórsund og 50 metra baksund. Í lokin var boðsund 4x50 metra skriðsund kvenna. Íslensku sveitina skipuðu þær Jóhanna Elín Guðmundsdóttir (25,48), Ingibjörg Kristín Jónsdóttir (24,64), Snæfríður Sól Jórunnardóttir (25,04) og Eygló Ósk Gústafsdóttir (25,78). Þær komu inn á tímanum 1:40,94 sem er nýtt landsmet. Þess má til gamans geta að Ingibjörg Kristín átti einnig þátt í gamla landsmetinu frá árinu 2009 í Istanbul. Þar synti íslenska sveitin á tímanum 1:42,90 mín., þannig þetta var tveggja sekúnda bæting þrátt fyrir að árið 2009 væri ennþá verið að synda í gömlu plastgöllunum. Önnur skemmtileg staðreynd er að árið 2009 var Hrafnhildur Lúthersdóttir í sveit Íslands, en hún sat á pöllunum hér Glasgow og horfði á gamla metið sett falla. Sund Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Lífsferill íþróttamannsins: Landsliðsmenn leika sér Sport Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Fleiri fréttir Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Í beinni: Legia Varsjá - Chelsea | Bláir í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Látinn laus eftir handtöku vegna meints heimilisofbeldis Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fylgstu með þessum tíu á Masters Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Lífsferill íþróttamannsins: Landsliðsmenn leika sér Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Fleiri konur en karlar keppa á næstu Ólympíuleikum Dagskráin: Mastersmótið, Man. Utd í Evrópu og úrslitakeppnin í Bónus Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað LeBron fær Barbie dúkku af sér „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Sjá meira
Anton Sveinn Mckee var ekki sá eini sem setti met í morgun á Evrópumeistaramótinu í 25 metra laug sem fer fram þessa dagana í Glasgow í Skotlandi. Íslensku sundstelpurnar voru líka á metaveiðum.Dadó Fenrir Jasmínuson reið á vaðið af Íslendingunum í morgun þegar hann synti 50 metra skriðsund á tímanum 22,59 sekúndur sem er 30/100 frá hans besta tíma í greininni. Taktfast og gott sund og Dadó vantaði í raun bara herslumuninn á að bæta tímann sinn. Þá var komið að Eygló Ósk Gústafsdóttur í 200 metra baksundi, en það er hennar besta grein. Hún synti á 2:10,46 sem er besti tími hennar á árinu. Hún á best frá því á EM25 í Ísrael 2015, 2:03,53 sem jafnframt er Íslandsmet. Sundið hennar var mun betur úrfært en 100 metra sundið hennar í fyrradag þar sem hún náði litlum takti. Nú var augljóst að hún var að synda sitt sund sem er jákvætt, hún er mun sterkari en hún hefur verið og verkefni næstu vikna og mánaða verður að viðhalda styrknum og ná upp hraða. Svo kom að þætti Antons Sveins Mckee. Hann setti í morgun sjötta Íslandsmetið sitt í jafnmörgum sundum hér á mótinu. Tíminn hans frá í morgun (57,21 sekúndur) er núna á topp tíu besta tíma í heiminum á þessu ári og er jafnframt sá áttundi bestií Evrópu. Það verður því gaman að fylgjast með honum í milliriðlunum í kvöld. Næst stakk sér til sunds Kristinn Þórarinsson í 200 metra fjórsund. Hann náði tímanum 2:00,44 mín. sem er rétt aðeins frá hans besta (2:00,04) en töluvert betra en hann átti á ÍM25 í nóvember (2:02,87 mín.). Að sundi loknu sagði Kristinn að hann hefði gert sér vonir um meira, en hann á eftir að synda 100 metra fjórsund og 50 metra baksund. Í lokin var boðsund 4x50 metra skriðsund kvenna. Íslensku sveitina skipuðu þær Jóhanna Elín Guðmundsdóttir (25,48), Ingibjörg Kristín Jónsdóttir (24,64), Snæfríður Sól Jórunnardóttir (25,04) og Eygló Ósk Gústafsdóttir (25,78). Þær komu inn á tímanum 1:40,94 sem er nýtt landsmet. Þess má til gamans geta að Ingibjörg Kristín átti einnig þátt í gamla landsmetinu frá árinu 2009 í Istanbul. Þar synti íslenska sveitin á tímanum 1:42,90 mín., þannig þetta var tveggja sekúnda bæting þrátt fyrir að árið 2009 væri ennþá verið að synda í gömlu plastgöllunum. Önnur skemmtileg staðreynd er að árið 2009 var Hrafnhildur Lúthersdóttir í sveit Íslands, en hún sat á pöllunum hér Glasgow og horfði á gamla metið sett falla.
Sund Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Lífsferill íþróttamannsins: Landsliðsmenn leika sér Sport Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Fleiri fréttir Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Í beinni: Legia Varsjá - Chelsea | Bláir í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Látinn laus eftir handtöku vegna meints heimilisofbeldis Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fylgstu með þessum tíu á Masters Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Lífsferill íþróttamannsins: Landsliðsmenn leika sér Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Fleiri konur en karlar keppa á næstu Ólympíuleikum Dagskráin: Mastersmótið, Man. Utd í Evrópu og úrslitakeppnin í Bónus Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað LeBron fær Barbie dúkku af sér „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti