Tíu mánaða dómur fyrir hrindingu á Spot staðfestur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. desember 2019 16:53 Dómur var kveðinn upp í Landsrétti í dag. Vísir/EgillA Landsréttur hefur staðfest tíu mánaða skilorðsbundinn dóm yfir 36 ára karlmanni fyrir stórfellda líkamsárás á skemmtistaðnum Spot í Kópavogi árið 2014. Maðurinn var fundinn sekur um að hafa hrint öðrum manni með báðum höndum þannig að hann féll í gólfið með þeim afleiðingum að fórnarlambið hlaut lífshættulega og alvarlega höfuðáverka. Leiddi árásin til heilaskaða, meðal annars með varanlegri heyrnarskerðingu á hægra eyra, tapi á lyktar- og bragðskyni, hægari hugsun, gloppóttu minni, kvíða og þunglyndi, auk skerðingar á andlegu og líkamlegu þoli og úthaldi. Dómur hafði fallið í málinu í héraði árið 2016. Þeim dómi var áfrýjað til Hæstaréttar sem ómerkti hann og vísaði aftur í hérað sökum þess að dómur héraðsdóms var ekki fjölskipaður.Tíu mánaða dómur féll í héraði í maí 2018 og var hann staðfestur í dag.Við ákvörðun Landsréttar var litið til þess að maðurinn hefði ekki áður gerst sekur um ofbeldisbrot en árásin hefði verið stórfelld og tilefnislaus og haft í för með sér alvarlegar afleiðingar fyrir brotaþola. Með hliðsjón af því var refsing mannsins ákveðin fangelsi í 10 mánuði en fullnustu refsingarinnar var frestað skilorðsbundið vegna dráttar á meðferð málsins. Dómsmál Kópavogur Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Erlent Fleiri fréttir Foreldrar í MR segjast virða kröfur kennara en gagnrýna verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Sjá meira
Landsréttur hefur staðfest tíu mánaða skilorðsbundinn dóm yfir 36 ára karlmanni fyrir stórfellda líkamsárás á skemmtistaðnum Spot í Kópavogi árið 2014. Maðurinn var fundinn sekur um að hafa hrint öðrum manni með báðum höndum þannig að hann féll í gólfið með þeim afleiðingum að fórnarlambið hlaut lífshættulega og alvarlega höfuðáverka. Leiddi árásin til heilaskaða, meðal annars með varanlegri heyrnarskerðingu á hægra eyra, tapi á lyktar- og bragðskyni, hægari hugsun, gloppóttu minni, kvíða og þunglyndi, auk skerðingar á andlegu og líkamlegu þoli og úthaldi. Dómur hafði fallið í málinu í héraði árið 2016. Þeim dómi var áfrýjað til Hæstaréttar sem ómerkti hann og vísaði aftur í hérað sökum þess að dómur héraðsdóms var ekki fjölskipaður.Tíu mánaða dómur féll í héraði í maí 2018 og var hann staðfestur í dag.Við ákvörðun Landsréttar var litið til þess að maðurinn hefði ekki áður gerst sekur um ofbeldisbrot en árásin hefði verið stórfelld og tilefnislaus og haft í för með sér alvarlegar afleiðingar fyrir brotaþola. Með hliðsjón af því var refsing mannsins ákveðin fangelsi í 10 mánuði en fullnustu refsingarinnar var frestað skilorðsbundið vegna dráttar á meðferð málsins.
Dómsmál Kópavogur Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Erlent Fleiri fréttir Foreldrar í MR segjast virða kröfur kennara en gagnrýna verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Sjá meira