Telja rétt að minnka umsvif RÚV á auglýsingamarkaði Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 7. desember 2019 18:30 Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir einstaklinga innan flokksins mjög andvíga fjölmiðlafrumvarpi menntamálaráðherra. Þá vilji þingflokkurinn minnka stöðu RÚV á auglýsingamarkaði. Hins vegar sé of snemmt að segja til um hvort og hversu miklar breytingar verði gerðar á frumvarpinu. Í nýju fjölmiðlafrumvarpi menntamálaráðherra er lagt til að komið verði á fót stuðningskerfi fyrir einkarekna fjölmiðla vegna kostnaðar sem fellur til við miðlun efnis. Fram kemur að hlutfall endurgreiðslu skuli að hámarki verða 18% af kostnaði við öflun frétta en ekki hærri en fimmtíu milljónir króna. Í frumvarpi í vor var gert ráð fyrir að endurgreiðslan yrði 25% en í fjárlögum fyrir árið 2020 eru settar 400 milljóna króna til stuðnings einkarekinna fjölmiðla og það nægir aðeins fyrir endurgreiðslu uppá 18% samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Þá þurfa fjölmiðlar sem sækja um endurgreiðsluna að veita fullnægjandi upplýsingar um eignarhald. Birgir Ármannsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður í allsherjar-og menntamálanefnd Alþingis segir að nokkrir einstaklingar innan flokksins hefðu viljað fara aðra allt aðra leið. „Það er ekkert launungarmál að innan þingflokksins eru einstaklingar sem eru mjög andvígir þessari leið menntamálaráðherra. Þeir segja að heppilegra hefði verið að bæta samkeppnisumhverfið með almennari hætti. Þá horfa menn fyrst og fremst á stöðu RÚV á auglýsingamarkaði sem þrengir að frjálsum fjölmiðlum. Loks velta menn fyrir sér hvort hefði mátt bæta skattlegt umhverfi frjálsra fjölmiðla frekar en að fara í beina styrki,“ segir Birgir. Þingflokkurinn telji að það þurfi að breyta samkeppnisumhverfi fjölmiðla. „Ég held að hálfu þingflokks Sjálfstæðismanna þá telji menn rétt að minnka umsvif ríkisins á þessum markaði til að gefa öðrum meira svigrúm. Það er spurning hvort að það kalli á lagabreytingu eða hvort hægt sé að útfæra það í þjónustusamningi við RÚV sem er til endurskoðunar núna,“ segir Birgir. Hins vegar sé of snemmt að segja til um hvort fjölmiðlafrumvarpið sjálft taki breytingum. „Við erum bara rétt að byrja. Það verður mælt fyrir málinu á næstu dögum þá gengur það til alllsherjar-og stjórnskipunarnefndar og á eftir að fara í umfjöllun þar. Þannig að það verður að koma í ljós hvort og hverjar breytingarnar verða,“ segir Birgir að lokum. Alþingi Fjölmiðlar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Sjá meira
Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir einstaklinga innan flokksins mjög andvíga fjölmiðlafrumvarpi menntamálaráðherra. Þá vilji þingflokkurinn minnka stöðu RÚV á auglýsingamarkaði. Hins vegar sé of snemmt að segja til um hvort og hversu miklar breytingar verði gerðar á frumvarpinu. Í nýju fjölmiðlafrumvarpi menntamálaráðherra er lagt til að komið verði á fót stuðningskerfi fyrir einkarekna fjölmiðla vegna kostnaðar sem fellur til við miðlun efnis. Fram kemur að hlutfall endurgreiðslu skuli að hámarki verða 18% af kostnaði við öflun frétta en ekki hærri en fimmtíu milljónir króna. Í frumvarpi í vor var gert ráð fyrir að endurgreiðslan yrði 25% en í fjárlögum fyrir árið 2020 eru settar 400 milljóna króna til stuðnings einkarekinna fjölmiðla og það nægir aðeins fyrir endurgreiðslu uppá 18% samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Þá þurfa fjölmiðlar sem sækja um endurgreiðsluna að veita fullnægjandi upplýsingar um eignarhald. Birgir Ármannsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður í allsherjar-og menntamálanefnd Alþingis segir að nokkrir einstaklingar innan flokksins hefðu viljað fara aðra allt aðra leið. „Það er ekkert launungarmál að innan þingflokksins eru einstaklingar sem eru mjög andvígir þessari leið menntamálaráðherra. Þeir segja að heppilegra hefði verið að bæta samkeppnisumhverfið með almennari hætti. Þá horfa menn fyrst og fremst á stöðu RÚV á auglýsingamarkaði sem þrengir að frjálsum fjölmiðlum. Loks velta menn fyrir sér hvort hefði mátt bæta skattlegt umhverfi frjálsra fjölmiðla frekar en að fara í beina styrki,“ segir Birgir. Þingflokkurinn telji að það þurfi að breyta samkeppnisumhverfi fjölmiðla. „Ég held að hálfu þingflokks Sjálfstæðismanna þá telji menn rétt að minnka umsvif ríkisins á þessum markaði til að gefa öðrum meira svigrúm. Það er spurning hvort að það kalli á lagabreytingu eða hvort hægt sé að útfæra það í þjónustusamningi við RÚV sem er til endurskoðunar núna,“ segir Birgir. Hins vegar sé of snemmt að segja til um hvort fjölmiðlafrumvarpið sjálft taki breytingum. „Við erum bara rétt að byrja. Það verður mælt fyrir málinu á næstu dögum þá gengur það til alllsherjar-og stjórnskipunarnefndar og á eftir að fara í umfjöllun þar. Þannig að það verður að koma í ljós hvort og hverjar breytingarnar verða,“ segir Birgir að lokum.
Alþingi Fjölmiðlar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Sjá meira