Slökkviliðsmenn í hættu í baráttu sinni við gróðureldana í Ástralíu Jóhann K. Jóhannsson skrifar 7. desember 2019 20:30 Slökkviliðsmenn hafa verið í hættu í baráttu sinni við gróðureldana í Ástralíu. AP/Rick Rycroft Gróðureldarnir í Ástralíu eru svo umfangsmiklir að yfirvöld hafa gefið það út að þeir séu óviðráðanlegir. Eldarnir hafa logað á um þrjú þúsund ferkílómetra svæði. Alls taka um tvö þúsund og tvö hundruð slökkviliðsmenn þátt í slökkvistarfi þar sem gróðureldar loga í Ástralíu. Yfirvöld hafa sagt að eldur logi á níutíu og fimm stöðum og séu þeir svo miklir ekki hafi tekist að hefta útbreiðslu þeirra. Eldarnir geisa víða. Til dæmi í New South Wales, Queensland, Viktoríu, Suður og Vestur-Ástralíu og Tasmaníu.Slökkviliðsmaður við störf í Ástralíu.AP/Rick RycroftSlökkviliðsmenn hafa verið í hættu við störf sín „Maður er að slökkva stakan eld og á næsta augnabliki er 30 metra bál fyrir aftan mann. Maður hefur bara ekki undan,“ segir Matthew Hutton, slökkviliðsmaður. Umfang eldanna og sú staðreynd að þeir eru óvenjulega snemma á ferð að þessu sinni hafa vakið umræðu í Ástralíu og víðar um nauðsyn þess að bregðast við loftslagsbreytingum af auknum þunga. „Munurinn núna, þegar við erum að koma inn í sumarmánuðina, er að áður fyrr voru þeir að mestu bundnir við norðurhluta New South Wales, en það sem við sjáum í þessari viku er að mannafli okkar þarf að vera meðfram allri strandlengjunni. Eldarnir hafa líka komist mjög nálægt meiri háttar þéttbýlissvæðum hvort sem það er við suðurströndina, miðströndina eða jafnvel vesturhluta Sydney,“ segir Gladys Berjiklian, ríkisstjóri í New South Wales. Ástandið er einna verst í um klukkustundarfjarlægð frá Sydney, stærstu borg Ástralíu. Því hefur verið beint til íbúa nærri hamfarasvæðunum að flýja heimili sín þegar í stað en alls hafa sex manns látist og um sjö hundruð heimili eyðilagst frá því í október. Ástralía Gróðureldar í Ástralíu Tengdar fréttir Gróðureldarnir of stórir til að hægt sé að slökkva Því hefur verið beint til íbúa nærri hamfarasvæðunum að flýja heimili sín þegar í stað. 7. desember 2019 11:41 Kóalabjörninn Lewis er dauður Myndir af kóalabirni sem fannst skaðbrenndur og kona kom til bjargar vöktu mikla athygli í síðustu viku, en nú hafa borist fréttir af því að björninn sá allur. 26. nóvember 2019 09:52 Reykur vegna gróðureldanna gerir íbúum Sydney lífið leitt Íbúar í áströlsku stórborginni Sydney vöknuðu í morgun upp við að mikill reykur lá eins og mara yfir borginni. 19. nóvember 2019 11:37 Reykjarmökkur yfir Sydney og Adelaide Í Sydney vöknuðu íbúar upp við þykkan mökk og eru loftgæðin í borginni sögð hættuleg sökum reyksins sem liggur þar yfir vegna gróðureldanna. 21. nóvember 2019 07:24 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Erlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Fleiri fréttir Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Sjá meira
Gróðureldarnir í Ástralíu eru svo umfangsmiklir að yfirvöld hafa gefið það út að þeir séu óviðráðanlegir. Eldarnir hafa logað á um þrjú þúsund ferkílómetra svæði. Alls taka um tvö þúsund og tvö hundruð slökkviliðsmenn þátt í slökkvistarfi þar sem gróðureldar loga í Ástralíu. Yfirvöld hafa sagt að eldur logi á níutíu og fimm stöðum og séu þeir svo miklir ekki hafi tekist að hefta útbreiðslu þeirra. Eldarnir geisa víða. Til dæmi í New South Wales, Queensland, Viktoríu, Suður og Vestur-Ástralíu og Tasmaníu.Slökkviliðsmaður við störf í Ástralíu.AP/Rick RycroftSlökkviliðsmenn hafa verið í hættu við störf sín „Maður er að slökkva stakan eld og á næsta augnabliki er 30 metra bál fyrir aftan mann. Maður hefur bara ekki undan,“ segir Matthew Hutton, slökkviliðsmaður. Umfang eldanna og sú staðreynd að þeir eru óvenjulega snemma á ferð að þessu sinni hafa vakið umræðu í Ástralíu og víðar um nauðsyn þess að bregðast við loftslagsbreytingum af auknum þunga. „Munurinn núna, þegar við erum að koma inn í sumarmánuðina, er að áður fyrr voru þeir að mestu bundnir við norðurhluta New South Wales, en það sem við sjáum í þessari viku er að mannafli okkar þarf að vera meðfram allri strandlengjunni. Eldarnir hafa líka komist mjög nálægt meiri háttar þéttbýlissvæðum hvort sem það er við suðurströndina, miðströndina eða jafnvel vesturhluta Sydney,“ segir Gladys Berjiklian, ríkisstjóri í New South Wales. Ástandið er einna verst í um klukkustundarfjarlægð frá Sydney, stærstu borg Ástralíu. Því hefur verið beint til íbúa nærri hamfarasvæðunum að flýja heimili sín þegar í stað en alls hafa sex manns látist og um sjö hundruð heimili eyðilagst frá því í október.
Ástralía Gróðureldar í Ástralíu Tengdar fréttir Gróðureldarnir of stórir til að hægt sé að slökkva Því hefur verið beint til íbúa nærri hamfarasvæðunum að flýja heimili sín þegar í stað. 7. desember 2019 11:41 Kóalabjörninn Lewis er dauður Myndir af kóalabirni sem fannst skaðbrenndur og kona kom til bjargar vöktu mikla athygli í síðustu viku, en nú hafa borist fréttir af því að björninn sá allur. 26. nóvember 2019 09:52 Reykur vegna gróðureldanna gerir íbúum Sydney lífið leitt Íbúar í áströlsku stórborginni Sydney vöknuðu í morgun upp við að mikill reykur lá eins og mara yfir borginni. 19. nóvember 2019 11:37 Reykjarmökkur yfir Sydney og Adelaide Í Sydney vöknuðu íbúar upp við þykkan mökk og eru loftgæðin í borginni sögð hættuleg sökum reyksins sem liggur þar yfir vegna gróðureldanna. 21. nóvember 2019 07:24 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Erlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Fleiri fréttir Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Sjá meira
Gróðureldarnir of stórir til að hægt sé að slökkva Því hefur verið beint til íbúa nærri hamfarasvæðunum að flýja heimili sín þegar í stað. 7. desember 2019 11:41
Kóalabjörninn Lewis er dauður Myndir af kóalabirni sem fannst skaðbrenndur og kona kom til bjargar vöktu mikla athygli í síðustu viku, en nú hafa borist fréttir af því að björninn sá allur. 26. nóvember 2019 09:52
Reykur vegna gróðureldanna gerir íbúum Sydney lífið leitt Íbúar í áströlsku stórborginni Sydney vöknuðu í morgun upp við að mikill reykur lá eins og mara yfir borginni. 19. nóvember 2019 11:37
Reykjarmökkur yfir Sydney og Adelaide Í Sydney vöknuðu íbúar upp við þykkan mökk og eru loftgæðin í borginni sögð hættuleg sökum reyksins sem liggur þar yfir vegna gróðureldanna. 21. nóvember 2019 07:24