Tvö heimilisofbeldismál á dag á borð lögreglu Nadine Guðrún Yaghi skrifar 8. desember 2019 10:02 Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri. Stöð 2 Tvö heimilisofbeldismál á dag koma að jafnaði upp hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og bera nú tuttugu þolendur heimilisofbeldis neyðarhnapp frá lögreglu. Lögreglustjórinn segir málin vera í forgangi.Frá 2015 hefur lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tekið heimilisofbeldismálum fastari tökum. Breytt var um verklag sem felst meðal annars í því að málin eru fullrannsökuð á vettvangi.Árið 2014 voru heimilisofbeldismálin 294 en það sem af er ári 2019 eru þau orðin rúmlega 640.„Staðan í dag er sú að það er að jafnaði tvö mál á dag sem koma til kasta lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Það stefnir í rúmlega 700 mál á þessu ári,“ segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu. Hún telur að tilkynningum hafi fjölgað frekar en að brotunum hafi fjölgað.Í flestum málunum er um að ræða ofbeldi af hendi maka, eða í 265 málum í ár. Í rúmlega 75 prósent málanna er um að ræða líkamsárás. „Það er nokkurn veginn sama hlutfallið á erfiðustu og hættulegustu málunum. Við erum með í kringum 20 neyðarhnappa í gangi,“ segir Sigríður. Hnöppunum er úthlutað til þeirra sem taldir eru í mestri hættu. Sigríður segir að alvarleiki kyrkingartaks hafi verið að koma í ljós að undanförnu. „Þó að ytri áverkar geti verið litlir geta verið innri áverkar á slagæðum og þess háttar,“ segir lögreglustjórinn. Lögreglan hefur notið liðsinnið réttarmeinafræðings til að greina alvarleikann. „Rannsóknir eru að styrkjast á undanförnum árum sem getur hjálpað okkur að meta alvarleikann og umfangið.“ Sigríður segir að sérstök áhersla sé nú lögð á að ná til fólks í viðkvæmri stöðu: „Fólk sem á við fötlun að stríða, líka fólk af erlendum uppruna sem að vantar kannski stuðningsnet,“ segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglumál Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent „Málið er fast“ Innlent Fleiri fréttir „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Sjá meira
Tvö heimilisofbeldismál á dag koma að jafnaði upp hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og bera nú tuttugu þolendur heimilisofbeldis neyðarhnapp frá lögreglu. Lögreglustjórinn segir málin vera í forgangi.Frá 2015 hefur lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tekið heimilisofbeldismálum fastari tökum. Breytt var um verklag sem felst meðal annars í því að málin eru fullrannsökuð á vettvangi.Árið 2014 voru heimilisofbeldismálin 294 en það sem af er ári 2019 eru þau orðin rúmlega 640.„Staðan í dag er sú að það er að jafnaði tvö mál á dag sem koma til kasta lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Það stefnir í rúmlega 700 mál á þessu ári,“ segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu. Hún telur að tilkynningum hafi fjölgað frekar en að brotunum hafi fjölgað.Í flestum málunum er um að ræða ofbeldi af hendi maka, eða í 265 málum í ár. Í rúmlega 75 prósent málanna er um að ræða líkamsárás. „Það er nokkurn veginn sama hlutfallið á erfiðustu og hættulegustu málunum. Við erum með í kringum 20 neyðarhnappa í gangi,“ segir Sigríður. Hnöppunum er úthlutað til þeirra sem taldir eru í mestri hættu. Sigríður segir að alvarleiki kyrkingartaks hafi verið að koma í ljós að undanförnu. „Þó að ytri áverkar geti verið litlir geta verið innri áverkar á slagæðum og þess háttar,“ segir lögreglustjórinn. Lögreglan hefur notið liðsinnið réttarmeinafræðings til að greina alvarleikann. „Rannsóknir eru að styrkjast á undanförnum árum sem getur hjálpað okkur að meta alvarleikann og umfangið.“ Sigríður segir að sérstök áhersla sé nú lögð á að ná til fólks í viðkvæmri stöðu: „Fólk sem á við fötlun að stríða, líka fólk af erlendum uppruna sem að vantar kannski stuðningsnet,“ segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu.
Lögreglumál Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent „Málið er fast“ Innlent Fleiri fréttir „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Sjá meira