Segja Úígúra útskrifaða úr fangabúðum Samúel Karl Ólason skrifar 9. desember 2019 09:22 Shohrat Zakir, ríkisstjóri Xinjiang. AP/Ng Han Guan Yfirvöld Kína segja flesta Úígúra hafa „útskrifast“ úr fanga- og endurmenntunarbúðum í Xinjiang-héraði í Kína. Þar að auki verði framtíðar nemendum, eins og Shohrat Zakir, ríkisstjóri héraðsins, orðaði það, leyft að koma og fara að vild. Hann sagði sömuleiðis í morgun að áætlanir Sameinuðu þjóðanna og mannréttindasamtaka um að frá einni til tveimur milljónum múslima hafi verið haldið í þessum búðum vera skáldskap. Zakir beindi orðum sínum sérstaklega að Bandaríkjunum. „Bandaríkin eru að verða óróleg og eiga í áróðursherferð gegn Xinjiang. Ekkert afl getur stöðvað árangur Xinjiang varðandi stöðugleika og framþróun,“ sagði Zakir samkvæmt Reuters.Fulltrúadeild Bandaríkjanna fordæmdi nýverið aðgerðir yfirvalda Kína í Xianjiang en Zakir sagði þá fordæmingu vera brot á alþjóðalögum og alvarleg afskipti af innanríkismálum Kína. Ályktunin var samþykkt 407-1 og felur í sér að Donald Trump, forseti, fordæmi aðgerðirnar og viðskiptaþvingunum gegn háttsettum meðlimum Kommúnistaflokksins. Múslimar skipa um rúman helming þeirra 25 milljóna sem búa í Xinjiang. Úígúrar eru langstærsti hópur múslíma en þeir tala tungumál sem byggir á tyrkensku. Þau hafa lengi mætt miklu mótlæti af yfirvöldum Kína og á móti hafa vígamenn oft gripið til ofbeldis þar og barist gegn ríkisstjórn Kína.Búðir sem þessar hafa verið reistar víða um Xinjiang.AP/Ng Han GuanMinnst milljón Úígúrar eru sagðir hafa verið fluttir í áðurnefndar búðir á undanförnum árum. Yfirvöld segja að þar fái fólkið starfsþjálfun, tungumálakennslu og geti betur aðlagast kínversku samfélagi. Fólk sem hefur sloppið úr búðum þessum hefur sagt að þar séu þau þvinguð til þess að afneita trú þeirra og lýsa yfir hollustu við yfirvöld Kína. Það er að segja, Kommúnistaflokkinn. Fregnir hafa sömuleiðis borist af pyntingum og slæmum aðbúnaði. Kínverjar hafa ítrekað neitað þessum ásökunum en hafa aldrei lagt fram nokkurs konar sannanir gegn þeim. Í umfangsmiklum opinberum skjölum sem hefur verið lekið til New York Times kemur fram hvernig embættismenn skipulögðu aðgerðirnar og meðal annars hvernig svara ætti börnum þeirra sem færð voru í búðirnar.Sjá einnig: Ofsóknir gegn Úígúrum - Áttu að vera þakklát fyrir að fjölskyldumeðlimir voru færðir í fangabúðirZakir sagði einnig að flestum hafi verið sleppt úr búðunum í júlí. Hann sagði sömuleiðis að barátta gegn hryðjuverkum í Kína væri ekki ófrábrugðin sömu baráttu í Bandaríkjunum. En á blaðamannafundinum sem fór fram í Peking í morgun voru sýndar myndir frá hryðjuverkaárásum í Xinjiang. Kína Tengdar fréttir Sakar Kína um að bera ábyrgð á „verstu mannréttindabrotum okkar tíma“ Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur ásakað Kína um að bera ábyrgð á smánarbletti aldarinnar á mannréttindum vegna fjöldafrelsissviptingar múslima og annarra minnihlutahópa. 19. júlí 2019 13:34 Xi hótar krömdum líkömum og muldum beinum Forseti Kína, Xi Jinping varaði landsmenn sína við afleiðingum þess að sýna mótþróa og gera tilraunir til að aðskilja svæði í Kína. 14. október 2019 08:51 Sendiherra Kína segir aðgerðir yfirvalda gegn persónufrelsi tryggja öryggi almennings Sendiherra Kína á Íslandi segir ritskoðun stjórnvalda á netinu og aðrar aðgerðir gegn persónufrelsi hafa tryggt öryggi almennings. 6. október 2019 19:46 Beita þvingunum vegna mannréttindabrota í Xinjiang Yfirvöld Bandaríkjanna hafa beitt viðskiptaþvingunum gegn 28 kínverskum stofnunum og fyrirtækjum vegna mannréttindabrota í Xinjiang-héraði. 7. október 2019 23:33 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Sjá meira
Yfirvöld Kína segja flesta Úígúra hafa „útskrifast“ úr fanga- og endurmenntunarbúðum í Xinjiang-héraði í Kína. Þar að auki verði framtíðar nemendum, eins og Shohrat Zakir, ríkisstjóri héraðsins, orðaði það, leyft að koma og fara að vild. Hann sagði sömuleiðis í morgun að áætlanir Sameinuðu þjóðanna og mannréttindasamtaka um að frá einni til tveimur milljónum múslima hafi verið haldið í þessum búðum vera skáldskap. Zakir beindi orðum sínum sérstaklega að Bandaríkjunum. „Bandaríkin eru að verða óróleg og eiga í áróðursherferð gegn Xinjiang. Ekkert afl getur stöðvað árangur Xinjiang varðandi stöðugleika og framþróun,“ sagði Zakir samkvæmt Reuters.Fulltrúadeild Bandaríkjanna fordæmdi nýverið aðgerðir yfirvalda Kína í Xianjiang en Zakir sagði þá fordæmingu vera brot á alþjóðalögum og alvarleg afskipti af innanríkismálum Kína. Ályktunin var samþykkt 407-1 og felur í sér að Donald Trump, forseti, fordæmi aðgerðirnar og viðskiptaþvingunum gegn háttsettum meðlimum Kommúnistaflokksins. Múslimar skipa um rúman helming þeirra 25 milljóna sem búa í Xinjiang. Úígúrar eru langstærsti hópur múslíma en þeir tala tungumál sem byggir á tyrkensku. Þau hafa lengi mætt miklu mótlæti af yfirvöldum Kína og á móti hafa vígamenn oft gripið til ofbeldis þar og barist gegn ríkisstjórn Kína.Búðir sem þessar hafa verið reistar víða um Xinjiang.AP/Ng Han GuanMinnst milljón Úígúrar eru sagðir hafa verið fluttir í áðurnefndar búðir á undanförnum árum. Yfirvöld segja að þar fái fólkið starfsþjálfun, tungumálakennslu og geti betur aðlagast kínversku samfélagi. Fólk sem hefur sloppið úr búðum þessum hefur sagt að þar séu þau þvinguð til þess að afneita trú þeirra og lýsa yfir hollustu við yfirvöld Kína. Það er að segja, Kommúnistaflokkinn. Fregnir hafa sömuleiðis borist af pyntingum og slæmum aðbúnaði. Kínverjar hafa ítrekað neitað þessum ásökunum en hafa aldrei lagt fram nokkurs konar sannanir gegn þeim. Í umfangsmiklum opinberum skjölum sem hefur verið lekið til New York Times kemur fram hvernig embættismenn skipulögðu aðgerðirnar og meðal annars hvernig svara ætti börnum þeirra sem færð voru í búðirnar.Sjá einnig: Ofsóknir gegn Úígúrum - Áttu að vera þakklát fyrir að fjölskyldumeðlimir voru færðir í fangabúðirZakir sagði einnig að flestum hafi verið sleppt úr búðunum í júlí. Hann sagði sömuleiðis að barátta gegn hryðjuverkum í Kína væri ekki ófrábrugðin sömu baráttu í Bandaríkjunum. En á blaðamannafundinum sem fór fram í Peking í morgun voru sýndar myndir frá hryðjuverkaárásum í Xinjiang.
Kína Tengdar fréttir Sakar Kína um að bera ábyrgð á „verstu mannréttindabrotum okkar tíma“ Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur ásakað Kína um að bera ábyrgð á smánarbletti aldarinnar á mannréttindum vegna fjöldafrelsissviptingar múslima og annarra minnihlutahópa. 19. júlí 2019 13:34 Xi hótar krömdum líkömum og muldum beinum Forseti Kína, Xi Jinping varaði landsmenn sína við afleiðingum þess að sýna mótþróa og gera tilraunir til að aðskilja svæði í Kína. 14. október 2019 08:51 Sendiherra Kína segir aðgerðir yfirvalda gegn persónufrelsi tryggja öryggi almennings Sendiherra Kína á Íslandi segir ritskoðun stjórnvalda á netinu og aðrar aðgerðir gegn persónufrelsi hafa tryggt öryggi almennings. 6. október 2019 19:46 Beita þvingunum vegna mannréttindabrota í Xinjiang Yfirvöld Bandaríkjanna hafa beitt viðskiptaþvingunum gegn 28 kínverskum stofnunum og fyrirtækjum vegna mannréttindabrota í Xinjiang-héraði. 7. október 2019 23:33 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Sjá meira
Sakar Kína um að bera ábyrgð á „verstu mannréttindabrotum okkar tíma“ Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur ásakað Kína um að bera ábyrgð á smánarbletti aldarinnar á mannréttindum vegna fjöldafrelsissviptingar múslima og annarra minnihlutahópa. 19. júlí 2019 13:34
Xi hótar krömdum líkömum og muldum beinum Forseti Kína, Xi Jinping varaði landsmenn sína við afleiðingum þess að sýna mótþróa og gera tilraunir til að aðskilja svæði í Kína. 14. október 2019 08:51
Sendiherra Kína segir aðgerðir yfirvalda gegn persónufrelsi tryggja öryggi almennings Sendiherra Kína á Íslandi segir ritskoðun stjórnvalda á netinu og aðrar aðgerðir gegn persónufrelsi hafa tryggt öryggi almennings. 6. október 2019 19:46
Beita þvingunum vegna mannréttindabrota í Xinjiang Yfirvöld Bandaríkjanna hafa beitt viðskiptaþvingunum gegn 28 kínverskum stofnunum og fyrirtækjum vegna mannréttindabrota í Xinjiang-héraði. 7. október 2019 23:33