Fær fjórar milljónir í viðbót frá Ísafjarðarbæ vegna ólögmætrar uppsagnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. nóvember 2019 14:59 Frá Ísafirði. Ísafjarðarbær er stærsta sveitarfélagið á Vestfjörðum. Í bæjarfélaginu eru Ísafjörður, Flateyri, Þingeyri, Suðureyri og Hnífsdalur. Vísir/Egill Landsréttur dæmdi í gær Ísafjarðarbæ til að greiða konu 4,5 milljónir í bætur vegna ólögmætrar uppsagnar úr starfi. Konan starfaði við búsetuþjónustu fatlaða hjá bænum og var vikið úr starfi vegna meints ofbeldis hennar gagnvart skjólstæðingi. Hún fékk fjórum milljónum hærri bætur í Landsrétti en féllu henni í skaut í héraði. Konan áfrýjaði dómi Héraðsdóms Vestfjarða í málinu í febrúar síðastliðnum, sem hafði dæmt henni 500 þúsund krónur í miskabætur í málinu. Hún krafðist samtals 16 milljóna króna í bætur frá Ísafjarðarbæ.Sökuð um að slá skjólstæðing í handlegginn Málið er rakið í dómi Landsréttar. Þar segir að konan hafi verið ráðin til búsetuþjónustunnar í janúar 2015. Starf hennar fólst í umönnun og aðstoð við fatlaða einstaklinga inni á heimili þeirra. Í desember 2016 var konan boðuð til fundar með yfirmönnum sínum þar sem henni var tjáð að til skoðunar væri hvort tilefni væri til að víkja henni fyrirvaralaust frá störfum vegna grófra brota í starfi. Henni var m.a. gefið að sök að hafa beitt skjólstæðing sinn líkamlegu ofbeldi með því að slá viðkomandi í handlegginn fyrir neðan olnboga. Skjólstæðingurinn átti að hafa greint öðrum starfsmönnum frá ofbeldinu í tvígang dagana fyrir fundinn. Konunni var svo formlega vikið frá störfum í lok desember 2016. Niðurstaðan væri sú að reka hana „vegna grófs brots í starfi þar sem skjólstæðingur hefur greint öðrum starfsmönnum búsetu frá því að þú hafir beitt hann líkamlegu ofbeldi“. Í bréfinu er tekið fram að málið hafi verið kært til lögreglu. Málið var fellt niður þar sem það þótti ekki líklegt til sakfellingar. Tekjurnar drógust verulega saman Konan byggði á því fyrir dómi að henni hefði verið sagt upp með ólögmætum hætti þar sem engar forsendur hafi verið að lögum til uppsagnarinnar. Þá hafi skilyrði kjarasamnings til fyrirvaralausrar uppsagnar ekki verið uppfyllt. Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu að málið hafi ekki verið nægilega upplýst áður en ákvörðun um fyrirvaralausa uppsögn hafi verið tekin. Þá verði talið að bærinn hafi ekki gætt þess að leita „vægari úrræða“ gagnvart konunni, samkvæmt kjarasamningum. Þannig hafi ekki verið gætt meðalhófs, samkvæmt stjórnsýslulögum. Því verði litið svo á að fyrirvaralaus brottvikning konunnar úr starfi hafi verið ólögmæt og að Ísafjarðarbær beri skaðabótaábyrgð gagnvart konunni. Við ákvörðun skaðabóta var litið til þess að konan, sem var 48 ára þegar henni var sagt upp, er af erlendu bergi brotin og búi á litlu atvinnusvæði, þar sem bærinn er stór atvinnurekandi. Hún hafi ekki fengið annað starf með sambærilegum launakjörum og hún hafði hjá bænum og tekjur hennar dregist verulega saman eftir starfslok hennar. Bætur vegna fjártóns konunnar voru því hæfilega ákveðnar fjórar milljónir króna. Þá var staðfestur dómur héraðsdóms Vesturlands um að konan hlyti 500 þúsund krónur í miskabætur. Bænum var einnig gert að greiða konunni 1,2 milljónir króna í málskostnað. Dómsmál Ísafjarðarbær Vinnumarkaður Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Innlent Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Innlent Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Innlent Fleiri fréttir Viðsnúningur í rekstri sveitarfélaga Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Sjá meira
Landsréttur dæmdi í gær Ísafjarðarbæ til að greiða konu 4,5 milljónir í bætur vegna ólögmætrar uppsagnar úr starfi. Konan starfaði við búsetuþjónustu fatlaða hjá bænum og var vikið úr starfi vegna meints ofbeldis hennar gagnvart skjólstæðingi. Hún fékk fjórum milljónum hærri bætur í Landsrétti en féllu henni í skaut í héraði. Konan áfrýjaði dómi Héraðsdóms Vestfjarða í málinu í febrúar síðastliðnum, sem hafði dæmt henni 500 þúsund krónur í miskabætur í málinu. Hún krafðist samtals 16 milljóna króna í bætur frá Ísafjarðarbæ.Sökuð um að slá skjólstæðing í handlegginn Málið er rakið í dómi Landsréttar. Þar segir að konan hafi verið ráðin til búsetuþjónustunnar í janúar 2015. Starf hennar fólst í umönnun og aðstoð við fatlaða einstaklinga inni á heimili þeirra. Í desember 2016 var konan boðuð til fundar með yfirmönnum sínum þar sem henni var tjáð að til skoðunar væri hvort tilefni væri til að víkja henni fyrirvaralaust frá störfum vegna grófra brota í starfi. Henni var m.a. gefið að sök að hafa beitt skjólstæðing sinn líkamlegu ofbeldi með því að slá viðkomandi í handlegginn fyrir neðan olnboga. Skjólstæðingurinn átti að hafa greint öðrum starfsmönnum frá ofbeldinu í tvígang dagana fyrir fundinn. Konunni var svo formlega vikið frá störfum í lok desember 2016. Niðurstaðan væri sú að reka hana „vegna grófs brots í starfi þar sem skjólstæðingur hefur greint öðrum starfsmönnum búsetu frá því að þú hafir beitt hann líkamlegu ofbeldi“. Í bréfinu er tekið fram að málið hafi verið kært til lögreglu. Málið var fellt niður þar sem það þótti ekki líklegt til sakfellingar. Tekjurnar drógust verulega saman Konan byggði á því fyrir dómi að henni hefði verið sagt upp með ólögmætum hætti þar sem engar forsendur hafi verið að lögum til uppsagnarinnar. Þá hafi skilyrði kjarasamnings til fyrirvaralausrar uppsagnar ekki verið uppfyllt. Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu að málið hafi ekki verið nægilega upplýst áður en ákvörðun um fyrirvaralausa uppsögn hafi verið tekin. Þá verði talið að bærinn hafi ekki gætt þess að leita „vægari úrræða“ gagnvart konunni, samkvæmt kjarasamningum. Þannig hafi ekki verið gætt meðalhófs, samkvæmt stjórnsýslulögum. Því verði litið svo á að fyrirvaralaus brottvikning konunnar úr starfi hafi verið ólögmæt og að Ísafjarðarbær beri skaðabótaábyrgð gagnvart konunni. Við ákvörðun skaðabóta var litið til þess að konan, sem var 48 ára þegar henni var sagt upp, er af erlendu bergi brotin og búi á litlu atvinnusvæði, þar sem bærinn er stór atvinnurekandi. Hún hafi ekki fengið annað starf með sambærilegum launakjörum og hún hafði hjá bænum og tekjur hennar dregist verulega saman eftir starfslok hennar. Bætur vegna fjártóns konunnar voru því hæfilega ákveðnar fjórar milljónir króna. Þá var staðfestur dómur héraðsdóms Vesturlands um að konan hlyti 500 þúsund krónur í miskabætur. Bænum var einnig gert að greiða konunni 1,2 milljónir króna í málskostnað.
Dómsmál Ísafjarðarbær Vinnumarkaður Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Innlent Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Innlent Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Innlent Fleiri fréttir Viðsnúningur í rekstri sveitarfélaga Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Sjá meira