Hækka vaxtaálagið á fyrirtækjalánum Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 20. nóvember 2019 06:00 Fyrirtæki eru með ákvæði í lánasamningum sínum um vaxtabreytingardaga með ákveðnu millibili. Vísir/Hanna Íslandsbanki hefur fylgt í fótspor Arion banka með því að nýta ákvæði í lánasamningum við fyrirtæki til þess að hækka vexti. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir dæmi um að vaxtahækkunin nemi heilu prósentustigi. Framkvæmdastjóri fjármála hjá Íslandsbanka segir að bankinn hafi þurft að bregðast við lágri arðsemi. Mörg fyrirtæki eru með ákvæði í lánasamningum sínum við bankastofnanir um vaxtabreytingardaga með ákveðnu millibili. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir að fyrirtæki innan raða félagsins hafi upp á síðkastið þurft að sætta sig við hækkun vaxta á lánum af hálfu Íslandsbanka. Hann hafi heyrt dæmi um að vaxtaálag ofan á Reibor-vexti hafi hækkað um allt að 1 prósentustig á lánum sem báru vaxtaálag á bilinu 1,2 til 1,5 prósentustig fyrir breytinguna. Hækkunin sé því býsna drjúg. „Við höfum fengið ábendingar um að bankinn hafi verið að hækka vaxtaálagið nokkuð duglega, jafnvel hátt í tvöfalt. Þetta er alls ekki eitthvað sem fyrirtæki þurfa á að halda þegar hægt hefur á efnahagsumsvifum og allur kostnaður er á uppleið. Og þetta er óneitanlega svolítið öfugsnúið vegna þess að atvinnurekendur höfðu talið að þeir myndu njóta vaxtalækkana Seðlabankans,“ segir Ólafur. Um sé að ræða minni og meðalstór fyrirtæki en í samskiptum við þau hafi Íslandsbanki borið fyrir sig bankaskattinn og háar lausa- og eiginfjárkröfur Fjármálaeftirlitsins.Ólafur Stephensen er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.„Menn eru hugsi yfir þessu, sérstaklega nú þegar stefnir í að Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið verði ein og sama stofnunin. Þá er spurning, út frá hagstjórnarsjónarmiðum, hvort mismunandi hlutar sömu stofnunar tali saman eða hvort stýrivextirnir sem hagstjórnartæki eigi að virka til þess að örva atvinnulífið á meðan önnur tæki bankans virki í hina áttina,“ segir Ólafur. Arion banki tók af skarið fyrr á árinu þegar bankinn ákvað að byrja að nýta sér ákvæði um vaxtabreytingardaga til þess að hækka vexti fyrirtækjalána. Í sumum tilfellum hækkaði vaxtaálagið um og yfir tvö prósentustig, samkvæmt heimildum Markaðarins. Jón Guðni Ómarsson, framkvæmdastjóri fjármála hjá Íslandsbanka, segir að þegar komi að endurskoðun vaxtaálags þurfi að meta stöðuna hverju sinni. Vaxtakjör séu heldur að hækka en það sé mjög breytilegt eftir fyrirtækjum. Breyting á vaxtakjörum velti til að mynda á áhættu í rekstri lántaka og öðrum þáttum. „Það sem við þurfum að taka með í reikninginn er að á síðustu 12 mánuðum hefur komið í ljós að undirliggjandi arðsemi bankanna er langt undir því sem eðlilegt telst. Ef við horfum lengra aftur í tímann var arðsemi bankanna ansi góð á tímabili en það mátti rekja til þess að bankarnir voru að færa upp virði lánasafna. Þetta voru einskiptisliðir og það má segja að þeir hafi hulið það að undirliggjandi rekstur bankanna var ekki sérstaklega arðbær,“ segir Jón Guðni.Jón Guðni Ómarsson, framkvæmdastjóri fjármála hjá Íslandsbanka.Hann bendir á að arðsemi íslensku bankanna sé töluvert undir arðsemi banka í mörgum nágrannalöndum. Arðsemi Íslandsbanka sé til að mynda í kringum 5 prósent samanborið við 10-15 prósent hjá norrænum bönkum. Þá vísar hann til þess að matsfyrirtækið S&P hafi síðasta sumar sett alla íslensku bankana á svokallaða neikvæða vakt vegna arðsemi þeirra. Matsfyrirtækið horfi til þess að þegar arðsemi er mjög lág sé minna borð fyrir báru ef til áfalla kemur. „Þetta er eitthvað sem við þurfum að bregðast við og í einhverjum tilvikum leiðir það til þess að vaxtaálag á útlánum hækkar,“ segir Jón Guðni. Á heildina litið hafa ný útlán íslensku bankanna til fyrirtækja dregist töluvert saman á milli ára. Nettó ný útlán til fyrirtækja miðað við síðustu sex mánuði á undan námu um 150 milljörðum í ágúst á síðasta ári en í sama mánuði í ár nam upphæðin tæplega 70 milljörðum. Finnur Árnason, forstjóri Haga, sagði í samtali við Fréttablaðið í síðustu viku að skert samkeppnishæfni bankanna gæti bitnað verulega á fyrirtækjum sem hafa ekki aðra fjármögnunarkosti en bankalán. Hann óttaðist að fyrirtæki sem ætla að endurfjármagna sig á næstunni gætu lent á vegg þar sem kjörin yrðu ekki æskileg miðað við lækkun stýrivaxta. Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Tengdar fréttir Geta lent á vegg við endurfjármögnun Skert samkeppnishæfni bankanna dregur úr áhrifum vaxtalækkana Seðlabankans. Ný útlán til fyrirtækja hafa dregist saman á árinu. Bitnar á fyrirtækjum sem hafa ekki aðra valkosti við fjármögnun en bankalán. Fyrirtækjalánasafn Arion minnkar hratt. 14. nóvember 2019 08:00 Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira
Íslandsbanki hefur fylgt í fótspor Arion banka með því að nýta ákvæði í lánasamningum við fyrirtæki til þess að hækka vexti. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir dæmi um að vaxtahækkunin nemi heilu prósentustigi. Framkvæmdastjóri fjármála hjá Íslandsbanka segir að bankinn hafi þurft að bregðast við lágri arðsemi. Mörg fyrirtæki eru með ákvæði í lánasamningum sínum við bankastofnanir um vaxtabreytingardaga með ákveðnu millibili. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir að fyrirtæki innan raða félagsins hafi upp á síðkastið þurft að sætta sig við hækkun vaxta á lánum af hálfu Íslandsbanka. Hann hafi heyrt dæmi um að vaxtaálag ofan á Reibor-vexti hafi hækkað um allt að 1 prósentustig á lánum sem báru vaxtaálag á bilinu 1,2 til 1,5 prósentustig fyrir breytinguna. Hækkunin sé því býsna drjúg. „Við höfum fengið ábendingar um að bankinn hafi verið að hækka vaxtaálagið nokkuð duglega, jafnvel hátt í tvöfalt. Þetta er alls ekki eitthvað sem fyrirtæki þurfa á að halda þegar hægt hefur á efnahagsumsvifum og allur kostnaður er á uppleið. Og þetta er óneitanlega svolítið öfugsnúið vegna þess að atvinnurekendur höfðu talið að þeir myndu njóta vaxtalækkana Seðlabankans,“ segir Ólafur. Um sé að ræða minni og meðalstór fyrirtæki en í samskiptum við þau hafi Íslandsbanki borið fyrir sig bankaskattinn og háar lausa- og eiginfjárkröfur Fjármálaeftirlitsins.Ólafur Stephensen er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.„Menn eru hugsi yfir þessu, sérstaklega nú þegar stefnir í að Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið verði ein og sama stofnunin. Þá er spurning, út frá hagstjórnarsjónarmiðum, hvort mismunandi hlutar sömu stofnunar tali saman eða hvort stýrivextirnir sem hagstjórnartæki eigi að virka til þess að örva atvinnulífið á meðan önnur tæki bankans virki í hina áttina,“ segir Ólafur. Arion banki tók af skarið fyrr á árinu þegar bankinn ákvað að byrja að nýta sér ákvæði um vaxtabreytingardaga til þess að hækka vexti fyrirtækjalána. Í sumum tilfellum hækkaði vaxtaálagið um og yfir tvö prósentustig, samkvæmt heimildum Markaðarins. Jón Guðni Ómarsson, framkvæmdastjóri fjármála hjá Íslandsbanka, segir að þegar komi að endurskoðun vaxtaálags þurfi að meta stöðuna hverju sinni. Vaxtakjör séu heldur að hækka en það sé mjög breytilegt eftir fyrirtækjum. Breyting á vaxtakjörum velti til að mynda á áhættu í rekstri lántaka og öðrum þáttum. „Það sem við þurfum að taka með í reikninginn er að á síðustu 12 mánuðum hefur komið í ljós að undirliggjandi arðsemi bankanna er langt undir því sem eðlilegt telst. Ef við horfum lengra aftur í tímann var arðsemi bankanna ansi góð á tímabili en það mátti rekja til þess að bankarnir voru að færa upp virði lánasafna. Þetta voru einskiptisliðir og það má segja að þeir hafi hulið það að undirliggjandi rekstur bankanna var ekki sérstaklega arðbær,“ segir Jón Guðni.Jón Guðni Ómarsson, framkvæmdastjóri fjármála hjá Íslandsbanka.Hann bendir á að arðsemi íslensku bankanna sé töluvert undir arðsemi banka í mörgum nágrannalöndum. Arðsemi Íslandsbanka sé til að mynda í kringum 5 prósent samanborið við 10-15 prósent hjá norrænum bönkum. Þá vísar hann til þess að matsfyrirtækið S&P hafi síðasta sumar sett alla íslensku bankana á svokallaða neikvæða vakt vegna arðsemi þeirra. Matsfyrirtækið horfi til þess að þegar arðsemi er mjög lág sé minna borð fyrir báru ef til áfalla kemur. „Þetta er eitthvað sem við þurfum að bregðast við og í einhverjum tilvikum leiðir það til þess að vaxtaálag á útlánum hækkar,“ segir Jón Guðni. Á heildina litið hafa ný útlán íslensku bankanna til fyrirtækja dregist töluvert saman á milli ára. Nettó ný útlán til fyrirtækja miðað við síðustu sex mánuði á undan námu um 150 milljörðum í ágúst á síðasta ári en í sama mánuði í ár nam upphæðin tæplega 70 milljörðum. Finnur Árnason, forstjóri Haga, sagði í samtali við Fréttablaðið í síðustu viku að skert samkeppnishæfni bankanna gæti bitnað verulega á fyrirtækjum sem hafa ekki aðra fjármögnunarkosti en bankalán. Hann óttaðist að fyrirtæki sem ætla að endurfjármagna sig á næstunni gætu lent á vegg þar sem kjörin yrðu ekki æskileg miðað við lækkun stýrivaxta.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Tengdar fréttir Geta lent á vegg við endurfjármögnun Skert samkeppnishæfni bankanna dregur úr áhrifum vaxtalækkana Seðlabankans. Ný útlán til fyrirtækja hafa dregist saman á árinu. Bitnar á fyrirtækjum sem hafa ekki aðra valkosti við fjármögnun en bankalán. Fyrirtækjalánasafn Arion minnkar hratt. 14. nóvember 2019 08:00 Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira
Geta lent á vegg við endurfjármögnun Skert samkeppnishæfni bankanna dregur úr áhrifum vaxtalækkana Seðlabankans. Ný útlán til fyrirtækja hafa dregist saman á árinu. Bitnar á fyrirtækjum sem hafa ekki aðra valkosti við fjármögnun en bankalán. Fyrirtækjalánasafn Arion minnkar hratt. 14. nóvember 2019 08:00