Mikilvægt að notkun sýklalyfja hér sé hófleg Björn Þorfinsson skrifar 20. nóvember 2019 06:00 Reynt er að hindra að alónæmar bakteríur berist hingað. Getty/Westend61 Á hverju ári greinast einn til þrír einstaklingar með illa næma bakteríu eða svokallaða karbapenemasa-myndandi bakteríu. Sýkingar af hennar völdum geta verið erfitt að meðhöndla. „Í öllum tilvikum hafa einstaklingarnir borið með sér bakteríuna frá útlöndum,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Ástandið í sumum löndum og landsvæðum er verra en annars staðar og á það sérstaklega við um ýmis Asíulönd. Þegar einstaklingur hérlendis greinist með slíka sýkingu fer öflugt ferli í gang til þess að tryggja að sýkingin breiðist ekki út og það verk hefur verið vel unnið. Sem dæmi nefnir Þórólfur að mikil áhersla sé lögð á að spyrja um ferðalög einstaklinga sem leggjast inn inn á íslenskar heilbrigðisstofnanir. Ef þeir hafa verið á slóðum þar sem fjölónæmi er algengara en annars staðar þá er reynt að hafa þá aðskilda frá öðrum sjúklingum þar til að þeir hafa verið skimaðir fyrir fjölónæmum bakteríum. Annað verkefni sem er í gangi er að skima fyrir slíkum bakteríum í innlendum og erlendum matvælum. Þá er verið að vinna að reglum um hvað gera skuli við matvæli sem innihalda slíkar bakteríur. Að framansögðu er ljóst að heyja þarf baráttuna gegn fjölónæmum bakteríum á mörgum vígstöðvum enda geta þær dreifst með margs konar hætti; milli manna, milli dýra sem og milli manna og dýra. Eins og áður segir finnast þær í matvælum og hættan er meiri í ákveðnum löndum og landsvæðum.Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknirÞórólfur bendir þó á að þótt einstaklingur komist í snertingu við fjölónæmar bakteríur sé ekki þar með sagt að hann veikist, en ef hann sýkist verði meðhöndlun mun erfiðari. „Það er erfiðara að meðhöndla sýkinguna en þó ekki útilokað. Sem betur fer hafa alónæmar bakteríur ekki numið hér land og það er það sem við reynum að sporna við eftir fremsta megni.“ Þórólfur segir litlar framfarir hafa orðið í þróun nýrra sýklalyfja og því þarf að hefta útbreiðslu fjölónæmra baktería fyrst og fremst með skynsamlegri notkun þeirra sýklalyfja sem eru til staðar, bæði í mönnum og dýrum. Íslendingar nota meira af sýklalyfjum en Norðurlandaþjóðirnar en þó er sýklaónæmi hér minna en hjá frændþjóðunum. „Það er svolítið sérstakt að svo sé og ekki gott að segja hver ástæðan er. Þetta er samspil margra þátta og einangrun okkar hefur eflaust sitt að segja,“ segir Þórólfur. Sem dæmi um aðrar mikilvægar aðgerðir í baráttunni nefnir Þórólfur fyrirbyggjandi aðgerðir eins og bólusetningar barna. „Það er mikilvægt tæki. Ef börn eru bólusett þá veikjast þau sjaldnar og því þarf ekki að skrifa eins mikið út af sýklalyfjum.“ Þá séu ýmiss konar aðgerðir í gangi til að bæta greiningar lækna á bakteríu- og veirusýkingum. Hann segir íslenska heilbrigðisstarfsmenn og almenning vera ágætlega upplýstan um hóflega notkun sýklalyfja en lengi megi gott bæta. „Það er mikilvægt að þeir sem ávísa lyfjunum séu meðvitaðir um að nota þröngvirk lyf frekar en breiðvirk, sé þess kostur, og að lyfin séu notuð í eins stuttan tíma og hægt er. Þá er einnig mikilvægt að almenningur þrýsti ekki sífellt á um notkun slíkra lyfja við öllum mögulegum kvillum,“ segir Þórólfur. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Fleiri fréttir Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Sjá meira
Á hverju ári greinast einn til þrír einstaklingar með illa næma bakteríu eða svokallaða karbapenemasa-myndandi bakteríu. Sýkingar af hennar völdum geta verið erfitt að meðhöndla. „Í öllum tilvikum hafa einstaklingarnir borið með sér bakteríuna frá útlöndum,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Ástandið í sumum löndum og landsvæðum er verra en annars staðar og á það sérstaklega við um ýmis Asíulönd. Þegar einstaklingur hérlendis greinist með slíka sýkingu fer öflugt ferli í gang til þess að tryggja að sýkingin breiðist ekki út og það verk hefur verið vel unnið. Sem dæmi nefnir Þórólfur að mikil áhersla sé lögð á að spyrja um ferðalög einstaklinga sem leggjast inn inn á íslenskar heilbrigðisstofnanir. Ef þeir hafa verið á slóðum þar sem fjölónæmi er algengara en annars staðar þá er reynt að hafa þá aðskilda frá öðrum sjúklingum þar til að þeir hafa verið skimaðir fyrir fjölónæmum bakteríum. Annað verkefni sem er í gangi er að skima fyrir slíkum bakteríum í innlendum og erlendum matvælum. Þá er verið að vinna að reglum um hvað gera skuli við matvæli sem innihalda slíkar bakteríur. Að framansögðu er ljóst að heyja þarf baráttuna gegn fjölónæmum bakteríum á mörgum vígstöðvum enda geta þær dreifst með margs konar hætti; milli manna, milli dýra sem og milli manna og dýra. Eins og áður segir finnast þær í matvælum og hættan er meiri í ákveðnum löndum og landsvæðum.Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknirÞórólfur bendir þó á að þótt einstaklingur komist í snertingu við fjölónæmar bakteríur sé ekki þar með sagt að hann veikist, en ef hann sýkist verði meðhöndlun mun erfiðari. „Það er erfiðara að meðhöndla sýkinguna en þó ekki útilokað. Sem betur fer hafa alónæmar bakteríur ekki numið hér land og það er það sem við reynum að sporna við eftir fremsta megni.“ Þórólfur segir litlar framfarir hafa orðið í þróun nýrra sýklalyfja og því þarf að hefta útbreiðslu fjölónæmra baktería fyrst og fremst með skynsamlegri notkun þeirra sýklalyfja sem eru til staðar, bæði í mönnum og dýrum. Íslendingar nota meira af sýklalyfjum en Norðurlandaþjóðirnar en þó er sýklaónæmi hér minna en hjá frændþjóðunum. „Það er svolítið sérstakt að svo sé og ekki gott að segja hver ástæðan er. Þetta er samspil margra þátta og einangrun okkar hefur eflaust sitt að segja,“ segir Þórólfur. Sem dæmi um aðrar mikilvægar aðgerðir í baráttunni nefnir Þórólfur fyrirbyggjandi aðgerðir eins og bólusetningar barna. „Það er mikilvægt tæki. Ef börn eru bólusett þá veikjast þau sjaldnar og því þarf ekki að skrifa eins mikið út af sýklalyfjum.“ Þá séu ýmiss konar aðgerðir í gangi til að bæta greiningar lækna á bakteríu- og veirusýkingum. Hann segir íslenska heilbrigðisstarfsmenn og almenning vera ágætlega upplýstan um hóflega notkun sýklalyfja en lengi megi gott bæta. „Það er mikilvægt að þeir sem ávísa lyfjunum séu meðvitaðir um að nota þröngvirk lyf frekar en breiðvirk, sé þess kostur, og að lyfin séu notuð í eins stuttan tíma og hægt er. Þá er einnig mikilvægt að almenningur þrýsti ekki sífellt á um notkun slíkra lyfja við öllum mögulegum kvillum,“ segir Þórólfur.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Fleiri fréttir Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Sjá meira