Telur hættu á að ekki sé horft til heildarinnar Helgi Vífill Júlíusson skrifar 20. nóvember 2019 06:00 Marinó Örn Tryggvason, forstjóri Kviku. Capacent metur hlutabréf Kviku banka á 12,4 krónur á hlut. Að teknu tilliti til hlutafjáraukningar á næstu þremur árum vegna kaupauka starfsmanna er verðmatsgengið 11,3 krónur á hlut. Við lokun markaðar í gær var gengið 10,55 og því er verðmatið 17,5 prósent yfir markaðsgengi. „Sjálfstæði hverrar rekstrareiningar [Kviku] er mikið og kröfur um arðbærni rekstrar er mikill,“ segir í greiningu Capacent sem Markaðurinn hefur undir höndum. „Tekjur starfsmanna eru tengdar afkomu sviða og því hætta á að ekki sé horft nægilega til framtíðar og til verkefna sem hafa jákvæð áhrif á heildarhagsmuni bankans. Hagmunir einstakra sviða geta því þvælst fyrir heildarhagsmunum bankans. Innanhússpólitík getur skapað vandamál í fyrirtækjum sem eru samsett úr mörgum smærri einingum,“ segir Capacent. Kvika byggir á samruna MP-banka, Straumi, Virðingar, Öldu-sjóðum og Gamma. Kvika er ekki alhliða banki heldur býður þjónustu þar sem ábatinn er mestur og nýtir með þeim hætti veikleika stóru viðskiptabankanna, segir í verðmatinu. „Ýmis þjónusta hefur verið frí hjá bönkunum eða undirverðlögð á meðan verð annarrar þjónustu er hátt.“ Greinendur Capacent segja að stóru bankarnir eigi erfitt um vik að keppa við Auði, innlánsreikninga Kviku. „Bankarnir geta ekki hækkað innlánsvexti án þess að vaxtamunur þeirra lækki sem dregur úr arðsemi þar sem vaxtamunur bankanna er notaður til að greiða niður annan fastan kostnað,“ og benda á að vaxtamunurinn sé hins vegar hrein viðbót við hagnað Kviku þar sem vaxtamunurinn stendur ekki undir öðrum kostnaði. – hvj Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Markaðir Mest lesið Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent E. coli í frönskum osti Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Fleiri fréttir Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Sjá meira
Capacent metur hlutabréf Kviku banka á 12,4 krónur á hlut. Að teknu tilliti til hlutafjáraukningar á næstu þremur árum vegna kaupauka starfsmanna er verðmatsgengið 11,3 krónur á hlut. Við lokun markaðar í gær var gengið 10,55 og því er verðmatið 17,5 prósent yfir markaðsgengi. „Sjálfstæði hverrar rekstrareiningar [Kviku] er mikið og kröfur um arðbærni rekstrar er mikill,“ segir í greiningu Capacent sem Markaðurinn hefur undir höndum. „Tekjur starfsmanna eru tengdar afkomu sviða og því hætta á að ekki sé horft nægilega til framtíðar og til verkefna sem hafa jákvæð áhrif á heildarhagsmuni bankans. Hagmunir einstakra sviða geta því þvælst fyrir heildarhagsmunum bankans. Innanhússpólitík getur skapað vandamál í fyrirtækjum sem eru samsett úr mörgum smærri einingum,“ segir Capacent. Kvika byggir á samruna MP-banka, Straumi, Virðingar, Öldu-sjóðum og Gamma. Kvika er ekki alhliða banki heldur býður þjónustu þar sem ábatinn er mestur og nýtir með þeim hætti veikleika stóru viðskiptabankanna, segir í verðmatinu. „Ýmis þjónusta hefur verið frí hjá bönkunum eða undirverðlögð á meðan verð annarrar þjónustu er hátt.“ Greinendur Capacent segja að stóru bankarnir eigi erfitt um vik að keppa við Auði, innlánsreikninga Kviku. „Bankarnir geta ekki hækkað innlánsvexti án þess að vaxtamunur þeirra lækki sem dregur úr arðsemi þar sem vaxtamunur bankanna er notaður til að greiða niður annan fastan kostnað,“ og benda á að vaxtamunurinn sé hins vegar hrein viðbót við hagnað Kviku þar sem vaxtamunurinn stendur ekki undir öðrum kostnaði. – hvj
Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Markaðir Mest lesið Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent E. coli í frönskum osti Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Fleiri fréttir Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Sjá meira