Börn höfð með í ráðum með markvissari hætti Hrund Þórsdóttir skrifar 20. nóvember 2019 12:01 Börn í Kópavogi taka virkan þátt í hátíðahöldum þar í bæ í dag, í tilefni af 30 ára afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Vísir/Jóhann K. Haldið er upp á afmæli Barnasáttmálans með pompi og prakt í Kópavogi í dag og tekur stór hluti barna bæjarins þátt í viðamikilli dagskrá í Menningarhúsum hans. Í fyrradag skrifuðu félags- og barnamálaráðherra og framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi undir samstarfssamning um að sveitarfélög innleiði Barnasáttmálann með stuðningi frá ráðuneytinu. Akureyri og Kópavogur hafa þegar hafið innleiðingu og segir Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi, að innleiðingin snúist um að horfa með skýrari hætti til barna í störfum sveitarfélagsins. „Við horfum til þess að hafa þau með í þátttöku varðandi ýmislegt sem við erum að bardúsa í bænum, auka lýðræðisvitund þeirra og skapa þeim grundvöll til að hafa enn meiri áhrif. Þetta snýst líka um að tryggja jafnrétti meðal barnanna þannig að öll börn geti fengið að njóta sín og enginn sé skilinn útundan. Við gerum þetta allt með markvissum hætti og munum líka mæla árangur þess sem við erum að gera með innleiðingu sáttmálans,“ segir Ármann. Ármann segir innleiðinguna strax skila árangri, þannig hafi börn til dæmis verið höfð með í ráðum við ákvarðanatöku um endurbyggingu Kársnesskóla. „Við erum líka að spyrja börnin meira út í skipulagsmálin og svo erum við, eins og mörg önnur bæjarfélög, með ungmennaráð. Bæjarstjórnin hittir ráðið og við höfum það líka með í gerð fjárhagsáætlunar. Við erum á þessari vegferð og þetta vinnur allt saman.“ Ýmislegt er um að vera í tilefni dagsins. Þannig munu samtökin Barnaheill- Save the Children á Íslandi, til að mynda afhenda árlega viðurkenningu sína í dag. Einnig fá skólar og frístundaheimili í Vesturbænum auk félagsmiðstöðvarinnar Frosta, viðurkenningu UNICEF á Íslandi sem Réttindaskólar og Réttindafrístund UNICEF og verður Vesturbær Reykjavíkur þannig fyrsta réttindahverfi landsins. Ármann segir að innleiða hefði átt Barnasáttmálann miklu fyrr, það sé þó aldrei of seint. „Ég held að mörg sveitarfélög séu að virkja börn meira en gert hefur verið, hvort sem þau eru búin að innleiða sáttmálann eða ekki en hann er góður vegvísir og hjálpar okkur að meta verk okkar frá einu ári til annars.“ Börn og uppeldi Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Fleiri fréttir „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Sjá meira
Haldið er upp á afmæli Barnasáttmálans með pompi og prakt í Kópavogi í dag og tekur stór hluti barna bæjarins þátt í viðamikilli dagskrá í Menningarhúsum hans. Í fyrradag skrifuðu félags- og barnamálaráðherra og framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi undir samstarfssamning um að sveitarfélög innleiði Barnasáttmálann með stuðningi frá ráðuneytinu. Akureyri og Kópavogur hafa þegar hafið innleiðingu og segir Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi, að innleiðingin snúist um að horfa með skýrari hætti til barna í störfum sveitarfélagsins. „Við horfum til þess að hafa þau með í þátttöku varðandi ýmislegt sem við erum að bardúsa í bænum, auka lýðræðisvitund þeirra og skapa þeim grundvöll til að hafa enn meiri áhrif. Þetta snýst líka um að tryggja jafnrétti meðal barnanna þannig að öll börn geti fengið að njóta sín og enginn sé skilinn útundan. Við gerum þetta allt með markvissum hætti og munum líka mæla árangur þess sem við erum að gera með innleiðingu sáttmálans,“ segir Ármann. Ármann segir innleiðinguna strax skila árangri, þannig hafi börn til dæmis verið höfð með í ráðum við ákvarðanatöku um endurbyggingu Kársnesskóla. „Við erum líka að spyrja börnin meira út í skipulagsmálin og svo erum við, eins og mörg önnur bæjarfélög, með ungmennaráð. Bæjarstjórnin hittir ráðið og við höfum það líka með í gerð fjárhagsáætlunar. Við erum á þessari vegferð og þetta vinnur allt saman.“ Ýmislegt er um að vera í tilefni dagsins. Þannig munu samtökin Barnaheill- Save the Children á Íslandi, til að mynda afhenda árlega viðurkenningu sína í dag. Einnig fá skólar og frístundaheimili í Vesturbænum auk félagsmiðstöðvarinnar Frosta, viðurkenningu UNICEF á Íslandi sem Réttindaskólar og Réttindafrístund UNICEF og verður Vesturbær Reykjavíkur þannig fyrsta réttindahverfi landsins. Ármann segir að innleiða hefði átt Barnasáttmálann miklu fyrr, það sé þó aldrei of seint. „Ég held að mörg sveitarfélög séu að virkja börn meira en gert hefur verið, hvort sem þau eru búin að innleiða sáttmálann eða ekki en hann er góður vegvísir og hjálpar okkur að meta verk okkar frá einu ári til annars.“
Börn og uppeldi Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Fleiri fréttir „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Sjá meira