Telja að fíkniefnið Spice sé í meiri dreifingu en áður hefur verið talið Jóhann K. Jóhannsson skrifar 20. nóvember 2019 18:30 Rannsóknarlögreglumaður óttast að fíkniefnið Spice sé í meiri dreifingu en áður hefur verið talið. Efnið sé stórhættulegt og meðal annars valdið dauða. Hann segir áhyggjuefni að efnið hafi fundist í meðförum unglinga nýverið. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu greindi frá því í gær að fíkniefnið Spice, hafi fundist í rafrettum hjá unglingum á höfuðborgarsvæðinu nýverið. „Þetta hefst í rauninni á því að skólayfirvöld hafa samband við barnavernd með einhver torkennileg efni og það er rannsakað og efnagreint hjá háskólanum og þar kemur í ljós að um er að ræða svokallað Spice,“ segir Leifur Gauti, rannsóknarlögreglumaður hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Leifur Gauti, rannsóknarlögreglumaður hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinuVísir/Jóhann K.Spice yfirleitt fundist í fangelsum en ekki í almennri dreifinguFréttastofan greindi frá því í lok október að óvenju mikið af fíkniefninu hafi fundist við krufningu á fanga sem lést á Litla-Hrauni í lok sumars. Í fangelsinu hafa fangaverðir fundið efnið í miklu mæli frá árinu 2017. „Þetta hefur yfirleitt loðað við fangelsi bæði hér heima og erlendis og þróunin erlendis hefur sýnt að efnin færast meira og meira út á almennan markað,“ segir Leifur Gauti. Leifur segir að sé mikið áhyggjuefni að efnið sé í almennri dreifingu og hvað þá á meðal barna og ungmenna. hann segir að þetta sé í fyrsta skipti sem fíkniefnið finnist í rafrettuvökva á Íslandi.Ekki ljóst í hve mikilli dreifingu Spice er á almennum markaði. Hæpið að þetta sé eina tilfellið „Nei, við vitum það ekki að svo stöddu,“ segir Leifur. Spice var sett í reglugerð um ávana- og fíkniefni haustið 2018 en í dag eru fimm afleiður efnisins ólöglegar hér á landi. Lögreglan vill hvetja forráðamenn barna og unglinga til þess að vera á varðbergi. Efnið sé nær lyktarlaust og geta aukaverkanir við neyslu þess verið meðal annars aukinn hjartsláttur ofskynjanir, ofsóknaræði, kvíðaköst og árásargirni. Leifur segir að ætla megi að efnið sé í meiri dreifingu en áður hefur verið haldið. „Það er frekar hæpið að þetta sé einstakt tilfelli. Við höfum af þessu miklar áhyggjur. Erlendis er verið að selja þetta efni sem vape, sem THC upplausn og eitthvað álíka, sem það er alls ekki, þetta er miklu miklu hættulegra og skaðlegra efni,“ segir Leifur Gauti, rannsóknarlögreglumaður hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Fíkniefnavandinn Hafnarfjörður Lögreglumál Tengdar fréttir Mikið af fíkniefninu Spice fannst við krufningu á fanga sem lést á Litla-Hrauni í lok sumars Óvenju mikið af fíkniefninu Spice fannst við krufningu á fanganum sem lést á Litla-Hrauni í lok sumars. Lögreglan á Suðurlandi hefur gefið út tíu ákærur vegna Spice í fangelsinu á árinu. 31. október 2019 19:15 Íslenskir unglingar veipuðu spice Fíkniefnið spice fannst nýverið í rafrettum hjá unglingum á höfuðborgarsvæðinu. 19. nóvember 2019 17:50 Spice ólíkt öllum öðrum fíkniefnum Spice er eitt erfiðasta efni sem fangelsisyfirvöld og lögregla fást við. Notendurnir tala um að fara í froskinn, þegar þeir fá krampaköst af ofneyslu og margítrekað hefur þurft að kalla til sjúkrabíl. 9. nóvember 2019 17:15 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fleiri fréttir „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Sjá meira
Rannsóknarlögreglumaður óttast að fíkniefnið Spice sé í meiri dreifingu en áður hefur verið talið. Efnið sé stórhættulegt og meðal annars valdið dauða. Hann segir áhyggjuefni að efnið hafi fundist í meðförum unglinga nýverið. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu greindi frá því í gær að fíkniefnið Spice, hafi fundist í rafrettum hjá unglingum á höfuðborgarsvæðinu nýverið. „Þetta hefst í rauninni á því að skólayfirvöld hafa samband við barnavernd með einhver torkennileg efni og það er rannsakað og efnagreint hjá háskólanum og þar kemur í ljós að um er að ræða svokallað Spice,“ segir Leifur Gauti, rannsóknarlögreglumaður hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Leifur Gauti, rannsóknarlögreglumaður hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinuVísir/Jóhann K.Spice yfirleitt fundist í fangelsum en ekki í almennri dreifinguFréttastofan greindi frá því í lok október að óvenju mikið af fíkniefninu hafi fundist við krufningu á fanga sem lést á Litla-Hrauni í lok sumars. Í fangelsinu hafa fangaverðir fundið efnið í miklu mæli frá árinu 2017. „Þetta hefur yfirleitt loðað við fangelsi bæði hér heima og erlendis og þróunin erlendis hefur sýnt að efnin færast meira og meira út á almennan markað,“ segir Leifur Gauti. Leifur segir að sé mikið áhyggjuefni að efnið sé í almennri dreifingu og hvað þá á meðal barna og ungmenna. hann segir að þetta sé í fyrsta skipti sem fíkniefnið finnist í rafrettuvökva á Íslandi.Ekki ljóst í hve mikilli dreifingu Spice er á almennum markaði. Hæpið að þetta sé eina tilfellið „Nei, við vitum það ekki að svo stöddu,“ segir Leifur. Spice var sett í reglugerð um ávana- og fíkniefni haustið 2018 en í dag eru fimm afleiður efnisins ólöglegar hér á landi. Lögreglan vill hvetja forráðamenn barna og unglinga til þess að vera á varðbergi. Efnið sé nær lyktarlaust og geta aukaverkanir við neyslu þess verið meðal annars aukinn hjartsláttur ofskynjanir, ofsóknaræði, kvíðaköst og árásargirni. Leifur segir að ætla megi að efnið sé í meiri dreifingu en áður hefur verið haldið. „Það er frekar hæpið að þetta sé einstakt tilfelli. Við höfum af þessu miklar áhyggjur. Erlendis er verið að selja þetta efni sem vape, sem THC upplausn og eitthvað álíka, sem það er alls ekki, þetta er miklu miklu hættulegra og skaðlegra efni,“ segir Leifur Gauti, rannsóknarlögreglumaður hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.
Fíkniefnavandinn Hafnarfjörður Lögreglumál Tengdar fréttir Mikið af fíkniefninu Spice fannst við krufningu á fanga sem lést á Litla-Hrauni í lok sumars Óvenju mikið af fíkniefninu Spice fannst við krufningu á fanganum sem lést á Litla-Hrauni í lok sumars. Lögreglan á Suðurlandi hefur gefið út tíu ákærur vegna Spice í fangelsinu á árinu. 31. október 2019 19:15 Íslenskir unglingar veipuðu spice Fíkniefnið spice fannst nýverið í rafrettum hjá unglingum á höfuðborgarsvæðinu. 19. nóvember 2019 17:50 Spice ólíkt öllum öðrum fíkniefnum Spice er eitt erfiðasta efni sem fangelsisyfirvöld og lögregla fást við. Notendurnir tala um að fara í froskinn, þegar þeir fá krampaköst af ofneyslu og margítrekað hefur þurft að kalla til sjúkrabíl. 9. nóvember 2019 17:15 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fleiri fréttir „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Sjá meira
Mikið af fíkniefninu Spice fannst við krufningu á fanga sem lést á Litla-Hrauni í lok sumars Óvenju mikið af fíkniefninu Spice fannst við krufningu á fanganum sem lést á Litla-Hrauni í lok sumars. Lögreglan á Suðurlandi hefur gefið út tíu ákærur vegna Spice í fangelsinu á árinu. 31. október 2019 19:15
Íslenskir unglingar veipuðu spice Fíkniefnið spice fannst nýverið í rafrettum hjá unglingum á höfuðborgarsvæðinu. 19. nóvember 2019 17:50
Spice ólíkt öllum öðrum fíkniefnum Spice er eitt erfiðasta efni sem fangelsisyfirvöld og lögregla fást við. Notendurnir tala um að fara í froskinn, þegar þeir fá krampaköst af ofneyslu og margítrekað hefur þurft að kalla til sjúkrabíl. 9. nóvember 2019 17:15