
Ekki kemur fram um hvaða mál ræðir.
Er hann vinsamlegast beðinn um að hafa samband við lögreglustöðina á Hverfisgötu 113-115 í Reykjavík.
Síminn þar er 444 1000.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu.
Þar segir að ef einhverjir þekkja til mannsins, eða vita hvar hann er að finna, séu hinir sömu einnig beðnir um að hringja í lögregluna.
Er vísað til símanúmersins að ofan.
Upplýsingum má jafnframt koma á framfæri í tölvupósti á netfangið abending@lrh.is.
Eða í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Þótt myndin sé óskýr er talið að maðurinn sé klæddur í svarta, rennda íþróttapeysu (hvítan bol innan undir).
Þá er talið að hann sé í svörtum gallabuxum, strigaskóm og með eyrnalokk í hægra eyra.