Sjáðu þrennur Serge Gnabry og Georginio Wijnaldum Arnar Björnsson skrifar 20. nóvember 2019 22:45 Wijnaldum fagnar þrennunni. vísir/getty Þjóðverjar og Hollendingar voru saman í C-riðlinum og voru bæði örugg um komast í lokakeppnina. Þjóðverjar mættu Norður Írum í Frankfurt, Þjóðverjar unnu fyrri leikinn 2-0 á Norður Írlandi. Gestirnir byrjuðu með látum og Michael Smith skoraði með þrumuskoti af löngu færi. Þjóðverjar jöfnuðu metin á 19. mínútu, Jonas Hector sendi inn í vítateiginn og Serge Gnabry skoraði, frábær afgreiðsla hjá Arsenal-manninum fyrrverandi sem núna spilar með Bayern Munchen. Þeir félagar komu við sögu skömmu fyrir leikhlé, Hector sendi á Gnabry sem hitti ekki boltann en Leon Goretzka, samherji Gnabry hjá Bayern sá til þess að Þjóðverjar voru 2-1 yfir í hálfleik. Gnabry skoraði annað mark sitt þegar seinni hálfleikurinn var nýhafinn, eftir sendingu Lukas Klostermann, varnarmanni Leipzig. Gnabry skoraði þriðja mark sitt á 59. mínútu, strákurinn byrjar landsliðsferilinn með glæsibrag, þetta var þrettánda mark hans í jafnmörgum leikjum. Leon Goretzka skoraði fimmta markið með glæsilegu langskoti í bláhornið, annað mark hans í leiknum. Julian Brandt, leikmaður Borussia Dortmund, skoraði síðasta markið í uppbótartíma. Þjóðverjar unnu 6-1, unnu sjö af átta leikjum sínum í riðlinum, skoruðu 30 mörk en fengu á sig 7 og urðu í 1. sæti í riðlinum með 21 stig, tveimur stigum á undan Hollendingum. Klippa: Sportpakkinn: Þrennur Gnabry og Wijnaldum Eina tap Þjóðverja kom gegn Hollendingum í Hamborg, þá unnu Hollendingar 4-2. Georginio Wijnaldum skoraði þá fjórða og síðasta markið. Hann var í stuði gegn Eistlandi í gærkvöldi, skoraði fyrsta markið á 6. minútu, skallaði sendingu Quincy Promes í markið. Annað skallamark kom Hollendingum í 2-0. Nathan Aké varnarmaður Bournemouth skoraði á 18. mínútu. Memphis Depay sá um stoðsendinguna, þetta var hans áttunda í keppninni, enginn skilaði fleiri stoðsendingum en Lyon-maðurinn. Um miðjan seinni hálfleikinn pressuðu Hollendingar, varnarmenn Eista klúðruðu boltanum og Wijnaldum skoraði annað mark sitt. Wynaldum var með fyrirliðabandið í fjarveru félaga síns í Liverpool, Virgil van Dijk sem var meiddur og hann skoraði fjórða markið 12 mínútum fyrir leikslok. Líkt og í markinu á undan átti hinn tvítugi Calvin Stengs stoðsendinguna í sínum 1. landsleik. Samherji hans í AZ Alkmaar, hinn 18 ára Myron Boadu, skoraði fimmta og síðasta markið, líkt og Stengs lék hann sinn 1. landsleik í gærkvöldi. Hollendingar komust ekki í úrslit á síðasta Evrópumeistaramóti en þeir hafa einu sinni hrósað sigri. 1988 skoruðu Marco van Basten og Ruud Gullit í 2-0 sigri Hollendinga á Sovétmönnum í úrslitaleik á Olympíuleikvanginum í München. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Ísland mætir Rúmeníu eða Ungverjalandi í umspilinu | Þetta eru liðin sem eru komin á EM 2020 Línurnar eru að skýrast fyrir EM 2020. 19. nóvember 2019 21:38 Wales á EM | Markaveisla hjá Belgíu, Hollandi og Þýskalandi Það var nóg af mörkum í leikjum kvöldsins í undankeppni EM 2020. 19. nóvember 2019 21:30 Ef EM-draumurinn rætist spilar Ísland í Búkarest, Búdapest, Amsterdam eða München Komist Ísland á EM verður liðið annað hvort í C-riðli með Hollandi og Úkraínu eða F-riðli með Þýskalandi. 20. nóvember 2019 11:00 Mest lesið Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Fótbolti Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Fótbolti EM í dag: Fimm mínútna martröð Körfubolti Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Körfubolti Dagskráin í dag: Þéttur pakki Sport Skýrsla Vals: Illt í sálinni Körfubolti Sjáðu United og Everton skora þrjú og öll hin mörkin Fótbolti Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Íslenski boltinn Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland Körfubolti „Þessi sigur nærir meira en margir aðrir“ Sport Fleiri fréttir Sjáðu United og Everton skora þrjú og öll hin mörkin Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Real Madrid áfram á sigurbraut Aron Einar meiddur en Brynjólfur hleypur í skarðið Hákon skoraði í stórsigri Uppgjörið: Twente - Breiðablik 2-0 | Blikar á leið í Evrópubikarinn Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Ísak skoraði en var á bekknum þegar liðið missti frá sér sigurinn Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Langþráður leikur Bryndísar Örnu Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Sjá meira
Þjóðverjar og Hollendingar voru saman í C-riðlinum og voru bæði örugg um komast í lokakeppnina. Þjóðverjar mættu Norður Írum í Frankfurt, Þjóðverjar unnu fyrri leikinn 2-0 á Norður Írlandi. Gestirnir byrjuðu með látum og Michael Smith skoraði með þrumuskoti af löngu færi. Þjóðverjar jöfnuðu metin á 19. mínútu, Jonas Hector sendi inn í vítateiginn og Serge Gnabry skoraði, frábær afgreiðsla hjá Arsenal-manninum fyrrverandi sem núna spilar með Bayern Munchen. Þeir félagar komu við sögu skömmu fyrir leikhlé, Hector sendi á Gnabry sem hitti ekki boltann en Leon Goretzka, samherji Gnabry hjá Bayern sá til þess að Þjóðverjar voru 2-1 yfir í hálfleik. Gnabry skoraði annað mark sitt þegar seinni hálfleikurinn var nýhafinn, eftir sendingu Lukas Klostermann, varnarmanni Leipzig. Gnabry skoraði þriðja mark sitt á 59. mínútu, strákurinn byrjar landsliðsferilinn með glæsibrag, þetta var þrettánda mark hans í jafnmörgum leikjum. Leon Goretzka skoraði fimmta markið með glæsilegu langskoti í bláhornið, annað mark hans í leiknum. Julian Brandt, leikmaður Borussia Dortmund, skoraði síðasta markið í uppbótartíma. Þjóðverjar unnu 6-1, unnu sjö af átta leikjum sínum í riðlinum, skoruðu 30 mörk en fengu á sig 7 og urðu í 1. sæti í riðlinum með 21 stig, tveimur stigum á undan Hollendingum. Klippa: Sportpakkinn: Þrennur Gnabry og Wijnaldum Eina tap Þjóðverja kom gegn Hollendingum í Hamborg, þá unnu Hollendingar 4-2. Georginio Wijnaldum skoraði þá fjórða og síðasta markið. Hann var í stuði gegn Eistlandi í gærkvöldi, skoraði fyrsta markið á 6. minútu, skallaði sendingu Quincy Promes í markið. Annað skallamark kom Hollendingum í 2-0. Nathan Aké varnarmaður Bournemouth skoraði á 18. mínútu. Memphis Depay sá um stoðsendinguna, þetta var hans áttunda í keppninni, enginn skilaði fleiri stoðsendingum en Lyon-maðurinn. Um miðjan seinni hálfleikinn pressuðu Hollendingar, varnarmenn Eista klúðruðu boltanum og Wijnaldum skoraði annað mark sitt. Wynaldum var með fyrirliðabandið í fjarveru félaga síns í Liverpool, Virgil van Dijk sem var meiddur og hann skoraði fjórða markið 12 mínútum fyrir leikslok. Líkt og í markinu á undan átti hinn tvítugi Calvin Stengs stoðsendinguna í sínum 1. landsleik. Samherji hans í AZ Alkmaar, hinn 18 ára Myron Boadu, skoraði fimmta og síðasta markið, líkt og Stengs lék hann sinn 1. landsleik í gærkvöldi. Hollendingar komust ekki í úrslit á síðasta Evrópumeistaramóti en þeir hafa einu sinni hrósað sigri. 1988 skoruðu Marco van Basten og Ruud Gullit í 2-0 sigri Hollendinga á Sovétmönnum í úrslitaleik á Olympíuleikvanginum í München.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Ísland mætir Rúmeníu eða Ungverjalandi í umspilinu | Þetta eru liðin sem eru komin á EM 2020 Línurnar eru að skýrast fyrir EM 2020. 19. nóvember 2019 21:38 Wales á EM | Markaveisla hjá Belgíu, Hollandi og Þýskalandi Það var nóg af mörkum í leikjum kvöldsins í undankeppni EM 2020. 19. nóvember 2019 21:30 Ef EM-draumurinn rætist spilar Ísland í Búkarest, Búdapest, Amsterdam eða München Komist Ísland á EM verður liðið annað hvort í C-riðli með Hollandi og Úkraínu eða F-riðli með Þýskalandi. 20. nóvember 2019 11:00 Mest lesið Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Fótbolti Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Fótbolti EM í dag: Fimm mínútna martröð Körfubolti Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Körfubolti Dagskráin í dag: Þéttur pakki Sport Skýrsla Vals: Illt í sálinni Körfubolti Sjáðu United og Everton skora þrjú og öll hin mörkin Fótbolti Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Íslenski boltinn Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland Körfubolti „Þessi sigur nærir meira en margir aðrir“ Sport Fleiri fréttir Sjáðu United og Everton skora þrjú og öll hin mörkin Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Real Madrid áfram á sigurbraut Aron Einar meiddur en Brynjólfur hleypur í skarðið Hákon skoraði í stórsigri Uppgjörið: Twente - Breiðablik 2-0 | Blikar á leið í Evrópubikarinn Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Ísak skoraði en var á bekknum þegar liðið missti frá sér sigurinn Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Langþráður leikur Bryndísar Örnu Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Sjá meira
Ísland mætir Rúmeníu eða Ungverjalandi í umspilinu | Þetta eru liðin sem eru komin á EM 2020 Línurnar eru að skýrast fyrir EM 2020. 19. nóvember 2019 21:38
Wales á EM | Markaveisla hjá Belgíu, Hollandi og Þýskalandi Það var nóg af mörkum í leikjum kvöldsins í undankeppni EM 2020. 19. nóvember 2019 21:30
Ef EM-draumurinn rætist spilar Ísland í Búkarest, Búdapest, Amsterdam eða München Komist Ísland á EM verður liðið annað hvort í C-riðli með Hollandi og Úkraínu eða F-riðli með Þýskalandi. 20. nóvember 2019 11:00