Guðfaðir snjóbrettaíþróttarinnar er látinn Atli Ísleifsson skrifar 22. nóvember 2019 07:08 Jake Burton Carpenter stofnaði Burton Snowboards árið 1977. Getty/Johannes Kroemer Jake Burton Carpenter, einnig þekktur sem guðfaðir snjóbrettaíþróttarinnar og stofnandi Burton Snowboards, er látinn eftir glímu við krabbamein. Hann varð 65 ára gamall. Bandaríkjamaðurinn sagði upp starfi sínu árið 1977 og stofnaði þá fyrirtækið sem hann nefndi í höfuðið á sjálfum sér. Í frétt BBC um andlátið segir að Burton Carpenter hafi séð tækifæri í því að fá fólk til að notast við bretti til að ferðast á snjó. 21 ári eftir stofnun fyrirtækisins var keppt á snjóbrettum á Ólympíuleikum í fyrsta sinn. „Hann var sál snjóbrettaíþróttarinnar, sá sem færði okkur íþróttina sem við elskum,“ segir í tilkynningu frá Burton Snowboarding. Burton Carpenter stofnaði fyrirtækið í Vermont og átti erfitt uppdráttar til að byrja með. Þannig seldust einungis 300 bretti fyrsta starfsárið en átti með árunum eftir að verða sannkallaður risi í geiranum. Hann greindist með Miller Fisher heilkenni, sjaldgæfan taugakerfissjúkdóm, sem varð til þess að hann lamaðist í nokkrar vikur árið 2015. Fjórum árum áður hafði hann greinst með krabbamein í eistum. Fyrr í þessum mánuði sendi hann starfsfólk fyrirtækisins skilaboð þar sem hann greindi frá því að hann hafi greinst með krabbamein á ný. Hann sagðist staðráðinn í því að berjast við meinið af fullum krafti.It is with a heavy heart that we share that Burton founder Jake Burton Carpenter passed away peacefully last night surrounded by loved ones as a result of complications from recurring cancer. He was the soul of snowboarding, the one who gave us the sport we love. #RideonJakepic.twitter.com/8dChSsm54Y — Burton Snowboards (@burtonsnowboard) November 21, 2019Hér fyrir neðan má sjá viðtal sem BBC tók við Burton Carpenter og gaf út fyrr á árinu. Þar lýsir hann upphafi snjóbrettaíþróttarinnar og magnaðri þróun hennar síðustu fjóra áratugi. Andlát Bandaríkin Snjóbrettaíþróttir Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Fleiri fréttir Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Sjá meira
Jake Burton Carpenter, einnig þekktur sem guðfaðir snjóbrettaíþróttarinnar og stofnandi Burton Snowboards, er látinn eftir glímu við krabbamein. Hann varð 65 ára gamall. Bandaríkjamaðurinn sagði upp starfi sínu árið 1977 og stofnaði þá fyrirtækið sem hann nefndi í höfuðið á sjálfum sér. Í frétt BBC um andlátið segir að Burton Carpenter hafi séð tækifæri í því að fá fólk til að notast við bretti til að ferðast á snjó. 21 ári eftir stofnun fyrirtækisins var keppt á snjóbrettum á Ólympíuleikum í fyrsta sinn. „Hann var sál snjóbrettaíþróttarinnar, sá sem færði okkur íþróttina sem við elskum,“ segir í tilkynningu frá Burton Snowboarding. Burton Carpenter stofnaði fyrirtækið í Vermont og átti erfitt uppdráttar til að byrja með. Þannig seldust einungis 300 bretti fyrsta starfsárið en átti með árunum eftir að verða sannkallaður risi í geiranum. Hann greindist með Miller Fisher heilkenni, sjaldgæfan taugakerfissjúkdóm, sem varð til þess að hann lamaðist í nokkrar vikur árið 2015. Fjórum árum áður hafði hann greinst með krabbamein í eistum. Fyrr í þessum mánuði sendi hann starfsfólk fyrirtækisins skilaboð þar sem hann greindi frá því að hann hafi greinst með krabbamein á ný. Hann sagðist staðráðinn í því að berjast við meinið af fullum krafti.It is with a heavy heart that we share that Burton founder Jake Burton Carpenter passed away peacefully last night surrounded by loved ones as a result of complications from recurring cancer. He was the soul of snowboarding, the one who gave us the sport we love. #RideonJakepic.twitter.com/8dChSsm54Y — Burton Snowboards (@burtonsnowboard) November 21, 2019Hér fyrir neðan má sjá viðtal sem BBC tók við Burton Carpenter og gaf út fyrr á árinu. Þar lýsir hann upphafi snjóbrettaíþróttarinnar og magnaðri þróun hennar síðustu fjóra áratugi.
Andlát Bandaríkin Snjóbrettaíþróttir Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Fleiri fréttir Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Sjá meira