Telur Ignatovu hafa flúið undan rannsóknum Samúel Karl Ólason skrifar 22. nóvember 2019 16:53 Ásdís Rán og Ruja Ignatova. FBL/STEFÁN/FLICKR/ONECOIN Ásdís Rán Gunnarsdóttir, athafnakona og fyrirsæta, segist trúa því að gömul og góð vinkona hennar til margra ára, Ruja Ignatova, hafi látið sig hverfa til að sleppa við fangelsisvist á meðan rannsóknir gegn henni stæðu yfir. Ignatova er talin hafa svikið út tæpa þúsund milljarða íslenskra króna. Hún hvarf sporlaust af yfirborði jarðar í október árið 2017 og er eftirlýst af Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI. Þetta kom fram í máli Ásdísar í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Um er að ræða mál sem tengist rafmyntinni OneCoin, sem kynnt var til sögunnar árið 2014 sem arftaki Bitcoin. Ruja var andlit þess fyrirtækis sem starfaði í nokkrum löndum en hafði höfuðstöðvar í Búlgaríu. Fjárfestar voru ginntir til leiks með loforðum um stjarnfræðilegan hagnað þegar myntin færi á almennan markað. Í bandarískum dómskjölum er um að ræða einhvers konar píramídasvindl, sölukerfi í ætt við keðjubréfin sem margir þekkja.Sjá einnig: Fyrirsætan Ásdís Rán flækt í risastórt fjársvikamálÁsdís Rán segist efast um að um þúsund milljarða sé að ræða en segir ljóst að um „gífurlega mikið af peningum“ hafi verið í fyrirtæki Ignatova. Hún segist þó viss um að engin svik hafi átt sér stað innan fyrirtækisins. Hún hafi verið við hlið Ignatova allan tímann og fyrirtæki hennar hafi sprungið mjög hratt út. „Ég skil alveg að fólki finnist skrítið að ég sé besta vinkona hennar en sé ekki tengd þessu,“ sagði Ásdís Rán. „En þetta er bara svona. Ég var að vinna fyrir fyrirtækið, það er alveg satt en ég tengist ekkert þessum fjársvikamálum eða skattamálum hjá fyrirtækinu sjálfu, þannig séð.“ Ásdís Rán segist hafa verið hjá Ignatova í tvo mánuði áður en hún hvarf. Nokkrum dögum eftir hún fljúgi aftur heim, hafi Ignatova horfið. Hún hafi farið í gegnum hvarf hennar hundrað sinnum í huga sínum. „Hún var orðin rosalega taugatrekkt á þessu tímabili. Þegar fólk er svona rosaleg ríkt í austur Evrópu þá er það hættulegt. Hún var búin að fá allskonar hótanir frá fólki sem vildi fá hluta af hennar peningum. Bara í stað fyrir að leyfa henni að lifa eða stunda sín viðskipti í friði. Eitthvað svoleiðis.“ Ignatova er gift þýskum lögfræðingi og á barn með honum en Ásdís segir að hjónin hafi verið í skilnaðarferli þegar hún hvarf. Ásdís segist telja líklegt að Ignatova hafi látið sig hverfa til að sleppa undan skattarannsóknum. „Þetta var orðið þannig að hún gat ekki ferðast til einhverra sérstakra landa, því hún átti alveg von á því að vera tekin á flugvellinum og sett í fangelsi þar til rannsóknin væri búin. Það gæti tekið tvö, þrjú ár og jafnvel meira og hún gæti setið í fangelsi á meðan.“ Ásdís sagðist hafa lengi verið í þeirri trú að Ignatova væri dáin en eins og áður hefur komið fram hefur hún ekki sést í rúm tvö ár. Ásdísi hafi þótt undarlegt að vinkona sín hafi ekkert reynt að hafa samband við sig. „Aðrir vilja segja mér að það sé ekki rétt. Hún hafi undirbúið að láta sig hverfa,“ sagði Ásdís en ítrekaði að þetta væru allt getgátur.Hlusta má á Ásdísi í Reykjavík síðdegis hér að neðan. Búlgaría Rafmyntir Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Fyrirsætan Ásdís Rán flækt í risastórt fjársvikamál Ein besta vinkona Ásdísar Ránar eftirlýst af FBI. 22. nóvember 2019 10:28 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Innlent Fleiri fréttir Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Sjá meira
Ásdís Rán Gunnarsdóttir, athafnakona og fyrirsæta, segist trúa því að gömul og góð vinkona hennar til margra ára, Ruja Ignatova, hafi látið sig hverfa til að sleppa við fangelsisvist á meðan rannsóknir gegn henni stæðu yfir. Ignatova er talin hafa svikið út tæpa þúsund milljarða íslenskra króna. Hún hvarf sporlaust af yfirborði jarðar í október árið 2017 og er eftirlýst af Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI. Þetta kom fram í máli Ásdísar í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Um er að ræða mál sem tengist rafmyntinni OneCoin, sem kynnt var til sögunnar árið 2014 sem arftaki Bitcoin. Ruja var andlit þess fyrirtækis sem starfaði í nokkrum löndum en hafði höfuðstöðvar í Búlgaríu. Fjárfestar voru ginntir til leiks með loforðum um stjarnfræðilegan hagnað þegar myntin færi á almennan markað. Í bandarískum dómskjölum er um að ræða einhvers konar píramídasvindl, sölukerfi í ætt við keðjubréfin sem margir þekkja.Sjá einnig: Fyrirsætan Ásdís Rán flækt í risastórt fjársvikamálÁsdís Rán segist efast um að um þúsund milljarða sé að ræða en segir ljóst að um „gífurlega mikið af peningum“ hafi verið í fyrirtæki Ignatova. Hún segist þó viss um að engin svik hafi átt sér stað innan fyrirtækisins. Hún hafi verið við hlið Ignatova allan tímann og fyrirtæki hennar hafi sprungið mjög hratt út. „Ég skil alveg að fólki finnist skrítið að ég sé besta vinkona hennar en sé ekki tengd þessu,“ sagði Ásdís Rán. „En þetta er bara svona. Ég var að vinna fyrir fyrirtækið, það er alveg satt en ég tengist ekkert þessum fjársvikamálum eða skattamálum hjá fyrirtækinu sjálfu, þannig séð.“ Ásdís Rán segist hafa verið hjá Ignatova í tvo mánuði áður en hún hvarf. Nokkrum dögum eftir hún fljúgi aftur heim, hafi Ignatova horfið. Hún hafi farið í gegnum hvarf hennar hundrað sinnum í huga sínum. „Hún var orðin rosalega taugatrekkt á þessu tímabili. Þegar fólk er svona rosaleg ríkt í austur Evrópu þá er það hættulegt. Hún var búin að fá allskonar hótanir frá fólki sem vildi fá hluta af hennar peningum. Bara í stað fyrir að leyfa henni að lifa eða stunda sín viðskipti í friði. Eitthvað svoleiðis.“ Ignatova er gift þýskum lögfræðingi og á barn með honum en Ásdís segir að hjónin hafi verið í skilnaðarferli þegar hún hvarf. Ásdís segist telja líklegt að Ignatova hafi látið sig hverfa til að sleppa undan skattarannsóknum. „Þetta var orðið þannig að hún gat ekki ferðast til einhverra sérstakra landa, því hún átti alveg von á því að vera tekin á flugvellinum og sett í fangelsi þar til rannsóknin væri búin. Það gæti tekið tvö, þrjú ár og jafnvel meira og hún gæti setið í fangelsi á meðan.“ Ásdís sagðist hafa lengi verið í þeirri trú að Ignatova væri dáin en eins og áður hefur komið fram hefur hún ekki sést í rúm tvö ár. Ásdísi hafi þótt undarlegt að vinkona sín hafi ekkert reynt að hafa samband við sig. „Aðrir vilja segja mér að það sé ekki rétt. Hún hafi undirbúið að láta sig hverfa,“ sagði Ásdís en ítrekaði að þetta væru allt getgátur.Hlusta má á Ásdísi í Reykjavík síðdegis hér að neðan.
Búlgaría Rafmyntir Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Fyrirsætan Ásdís Rán flækt í risastórt fjársvikamál Ein besta vinkona Ásdísar Ránar eftirlýst af FBI. 22. nóvember 2019 10:28 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Innlent Fleiri fréttir Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Sjá meira
Fyrirsætan Ásdís Rán flækt í risastórt fjársvikamál Ein besta vinkona Ásdísar Ránar eftirlýst af FBI. 22. nóvember 2019 10:28