Telja sig hafa fundið svörtu ekkjuna í vínberjapoka Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. nóvember 2019 21:24 Köngulóin er með afar einkennandi rauðan díl á maganum. Mynd/Aðsend Eintak af svörtu ekkjunni, eitraðri könguló, gæti hafa fundist í vínberjapoka frá Kaliforníu sem keyptur var í verslun í Garðabæ. Finnendum köngulóarinnar brá þegar hún birtist á milli vínberjanna – og þeim varð svo ekki um sel þegar þeir komu auga á rauðan díl á búk dýrsins, einkennismerki hinnar banvænu ekkju. Ekki hefur þó fengist staðfest að um sé að ræða umrædda tegund. „Við keyptum vínber fyrir tveimur dögum í Krónunni, græn vínber, og vorum búin að borða nokkur vínber úr pokanum í fyrradag og ætluðum svo að fá okkur fleiri í gærkvöldi,“ segir Jón Helgi Steingrímsson, einn kaupenda vínberjapokans, í samtali við Vísi. Kærustuparið Anya Lkhagvadorj og Jón Helgi Steingrímsson. Það var Anya sem kom fyrst auga á köngulóna.Mynd/Aðsend „Eftir að við skoluðum vínberin og settum í skál sá kærastan mín þessa könguló í vínberjunum og við fríkuðum aðeins út, við bjuggumst ekki við þessu. Síðan sá ég einmitt þetta rauða stundaglas á köngulónni, sem er einkennandi fyrir svörtu ekkjuna. Þá varð ég hræddur og setti lok yfir hana. Síðan settum við hana í glerglas og erum búin að vera að geyma hana þar síðan.“ Ekki hefur fengist staðfest að um sé að ræða eintak af svörtu ekkjunni, sem er eitruð. Á myndum sem teknar voru af köngulónni sést þó rauði depillinn, sem er í laginu eins og stundaglas og er eitt af einkennismerkjum tegundarinnar, nokkuð vel. Þá lýsir Jón því að köngulóin sé ekki ýkja stór - á stærð við rúman tíkall. Það kemur vissulega heim og saman við lýsingu á tegundinni sem finna má á Vísindavefnum. „Kvendýr L.macas (hinnar eiginlegu svörtu ekkju) er skínandi svart, um 2,5 cm á lengd og oft með rauðan blett undir afturbolnum. Bletturinn er oft í laginu eins og stundaglas eða þá tveir rauðir dílar.“ Köngulónni var komið fyrir í krukku í snarhasti.Mynd/Aðsend Jón kveðst hafa sent ábendingu um köngulóna á Matvælastofnun en hefur ekki fengið svör við erindi sínu. „Við geymum hana þangað til við vitum hvað við eigum að gera.“ Talið er að svarta ekkjan geti lifað í rúmt eitt og hálft ár, að því er segir í áðurnefndri umfjöllun um hana á Vísindavefnum. Hún notar öflugt eitur til að lama bráð sína, gerir leifturárás á bráðina og bítur snöggt í hana. Sjaldgæft er þó að fólk látist af völdum bits frá svörtu ekkjunni en eitrið getur valdið miklum sársauka, svima og doða í útlimum. „Þess má geta að eitur svörtu ekkjunnar er 15 sinnum öflugara en eitur skröltorms en sem betur fer er magnið margfalt minna,“ segir í umfjöllun á Vísindavefnum. Þá halda tegundir svörtu ekkjunnar til víða um heim: í Afríku, Suður- og Norður- Ameríku, sunnanverðri Evrópu, Norður-Afríku, miðausturlöndum og á miðbaugsvæðunum. Hér má sjá mynd af svartri ekkju sem fengin er af Getty. Rauða stundaglasið sést vel á maganum.Vísir/getty Ekki fer mörgum sögum af heimsóknum svörtu ekkjunnar hingað til lands. Árið 2017 greindi Morgunblaðið þó frá óvæntum laumufarþega upp úr fötu með portúgölskum bláberjum á heimili í Garðabæ. Þar var á ferðinni svokölluð kranskónguló, skyld hinni eitruðu svörtu ekkju. Vísir hafði samband við Erling Ólafsson skordýrafræðing vegna málsins en hann var ekki til viðtals. Þá hefur Vísir einnig sent fyrirspurn um köngulóna á skordýrafræðing hjá Náttúrufræðistofnun. Hér að neðan má sjá stutt myndband af hinni meintu svörtu ekkju sem fannst í vínberjapokanum. Og hér að neðan er svo annað enn styttra, af sömu könguló. Dýr Garðabær Skordýr Mest lesið Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Erlent Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Erlent Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Innlent Fleiri fréttir Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Sjá meira
Eintak af svörtu ekkjunni, eitraðri könguló, gæti hafa fundist í vínberjapoka frá Kaliforníu sem keyptur var í verslun í Garðabæ. Finnendum köngulóarinnar brá þegar hún birtist á milli vínberjanna – og þeim varð svo ekki um sel þegar þeir komu auga á rauðan díl á búk dýrsins, einkennismerki hinnar banvænu ekkju. Ekki hefur þó fengist staðfest að um sé að ræða umrædda tegund. „Við keyptum vínber fyrir tveimur dögum í Krónunni, græn vínber, og vorum búin að borða nokkur vínber úr pokanum í fyrradag og ætluðum svo að fá okkur fleiri í gærkvöldi,“ segir Jón Helgi Steingrímsson, einn kaupenda vínberjapokans, í samtali við Vísi. Kærustuparið Anya Lkhagvadorj og Jón Helgi Steingrímsson. Það var Anya sem kom fyrst auga á köngulóna.Mynd/Aðsend „Eftir að við skoluðum vínberin og settum í skál sá kærastan mín þessa könguló í vínberjunum og við fríkuðum aðeins út, við bjuggumst ekki við þessu. Síðan sá ég einmitt þetta rauða stundaglas á köngulónni, sem er einkennandi fyrir svörtu ekkjuna. Þá varð ég hræddur og setti lok yfir hana. Síðan settum við hana í glerglas og erum búin að vera að geyma hana þar síðan.“ Ekki hefur fengist staðfest að um sé að ræða eintak af svörtu ekkjunni, sem er eitruð. Á myndum sem teknar voru af köngulónni sést þó rauði depillinn, sem er í laginu eins og stundaglas og er eitt af einkennismerkjum tegundarinnar, nokkuð vel. Þá lýsir Jón því að köngulóin sé ekki ýkja stór - á stærð við rúman tíkall. Það kemur vissulega heim og saman við lýsingu á tegundinni sem finna má á Vísindavefnum. „Kvendýr L.macas (hinnar eiginlegu svörtu ekkju) er skínandi svart, um 2,5 cm á lengd og oft með rauðan blett undir afturbolnum. Bletturinn er oft í laginu eins og stundaglas eða þá tveir rauðir dílar.“ Köngulónni var komið fyrir í krukku í snarhasti.Mynd/Aðsend Jón kveðst hafa sent ábendingu um köngulóna á Matvælastofnun en hefur ekki fengið svör við erindi sínu. „Við geymum hana þangað til við vitum hvað við eigum að gera.“ Talið er að svarta ekkjan geti lifað í rúmt eitt og hálft ár, að því er segir í áðurnefndri umfjöllun um hana á Vísindavefnum. Hún notar öflugt eitur til að lama bráð sína, gerir leifturárás á bráðina og bítur snöggt í hana. Sjaldgæft er þó að fólk látist af völdum bits frá svörtu ekkjunni en eitrið getur valdið miklum sársauka, svima og doða í útlimum. „Þess má geta að eitur svörtu ekkjunnar er 15 sinnum öflugara en eitur skröltorms en sem betur fer er magnið margfalt minna,“ segir í umfjöllun á Vísindavefnum. Þá halda tegundir svörtu ekkjunnar til víða um heim: í Afríku, Suður- og Norður- Ameríku, sunnanverðri Evrópu, Norður-Afríku, miðausturlöndum og á miðbaugsvæðunum. Hér má sjá mynd af svartri ekkju sem fengin er af Getty. Rauða stundaglasið sést vel á maganum.Vísir/getty Ekki fer mörgum sögum af heimsóknum svörtu ekkjunnar hingað til lands. Árið 2017 greindi Morgunblaðið þó frá óvæntum laumufarþega upp úr fötu með portúgölskum bláberjum á heimili í Garðabæ. Þar var á ferðinni svokölluð kranskónguló, skyld hinni eitruðu svörtu ekkju. Vísir hafði samband við Erling Ólafsson skordýrafræðing vegna málsins en hann var ekki til viðtals. Þá hefur Vísir einnig sent fyrirspurn um köngulóna á skordýrafræðing hjá Náttúrufræðistofnun. Hér að neðan má sjá stutt myndband af hinni meintu svörtu ekkju sem fannst í vínberjapokanum. Og hér að neðan er svo annað enn styttra, af sömu könguló.
Dýr Garðabær Skordýr Mest lesið Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Erlent Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Erlent Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Innlent Fleiri fréttir Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Sjá meira