Endalausar 17. júní ræður en stjórnvöld pínu áhugalaus Sighvatur Arnmundsson skrifar 23. nóvember 2019 09:00 Frá Vísindavöku Rannís síðastliðið haust. Stjórnvöld stefna að því að auka framlög til rannsókna og þróunar á næstu árum. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari „Það er alltaf talað rosalega fallega þegar svona stefnur eru settar fram og fluttar einhverjar 17. ?júní ræður endalaust. En svo er eins og stjórnvöld séu pínu áhugalaus um þetta,“ segir Erna Magnúsdóttir, forseti Vísindafélags Íslands og dósent við Læknadeild Háskóla Íslands, um nýbirtar tölur Hagstofunnar yfir útgjöld til rannsókna og þróunar. Samkvæmt tölum Hagstofunnar námu heildarútgjöld til rannsókna og þróunarstarfs 2,02 prósentum af landsframleiðslu á síðasta ári. Hefur þetta hlutfall farið minnkandi síðustu ár en það var 2,11 prósent árið 2017 og 2,13 prósent 2016. Leiðarljós í stefnu Vísinda- og tækniráðs 2017-2019 er að þessi fjárfesting verði komin í 3 prósent af landsframleiðslu árið 2024. Raunar var í fyrri stefnu ráðsins stefnt að því að ná þessu hlutfalli árið 2016. „Hagtölurnar sýna okkur að við erum ekki komin á þann stað að vera á pari við löndin í kringum okkur,“ segir Erna. Árið 2017 eyddu Svíar 3,4 prósentum af landsframleiðslu í rannsóknir og þróun, hlutfallið hjá Dönum var 3,05 prósent, 2,76 prósent hjá Finnum en 2,09 prósent hjá Norðmönnum. Erna bendir á að fjárveitingar í Rannsóknasjóð hafi til að mynda verið nánast óbreyttar að krónutölu undanfarin ár meðan launavísitalan hafi hækkað. Árið 2016 hafi verið sett aukið fjármagn í sjóðinn með þeim fyrirheitum að halda ætti áfram á þeirri braut. Það hafi hins vegar ekki ræst. Raunvirði fjárframlaga sé því komið á svipaðan stað og áður en viðbótin kom inn. Í fjárlagafrumvarpi næsta árs var gert ráð fyrir að skorið yrði niður um 50 milljónir til sjóðsins en Erna segir að það hafi þó verið dregið til baka í breytingartillögu meirihlutans við aðra umræðu um málið. Erna segir að nú stefni í að hlutfall umsókna sem fái styrk úr sjóðnum fari á næsta ári niður í rúm 15 prósent. Það hafi verið um 17 prósent á síðasta ári og hafi lækkað stöðugt á undanförnum árum og var til dæmis 25 prósent 2016. „Þetta eru þriggja ára styrkir þannig að það mun enginn ná að halda samfellu í rannsóknum sínum nema bara einhverjir örfáir hópar. Þótt það virki auðvitað ekki þannig í raunheimum, þá er samt verið að segja að þú getir átt von á styrk á sjö ára fresti,“ segir Erna. Ásóknin í Rannsóknasjóð hafi aukist mikið á síðustu árum og það sama megi segja um Tækniþróunarsjóð. „Þegar innspýtingin kom 2016 fengum við fleira fólk heim og doktorsnemum fjölgaði. Við það efldist rannsóknarsamfélagið og þá um leið jókst ásóknin í þessa sjóði.“ Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Vísindi Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Innlent Fleiri fréttir Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Sjá meira
„Það er alltaf talað rosalega fallega þegar svona stefnur eru settar fram og fluttar einhverjar 17. ?júní ræður endalaust. En svo er eins og stjórnvöld séu pínu áhugalaus um þetta,“ segir Erna Magnúsdóttir, forseti Vísindafélags Íslands og dósent við Læknadeild Háskóla Íslands, um nýbirtar tölur Hagstofunnar yfir útgjöld til rannsókna og þróunar. Samkvæmt tölum Hagstofunnar námu heildarútgjöld til rannsókna og þróunarstarfs 2,02 prósentum af landsframleiðslu á síðasta ári. Hefur þetta hlutfall farið minnkandi síðustu ár en það var 2,11 prósent árið 2017 og 2,13 prósent 2016. Leiðarljós í stefnu Vísinda- og tækniráðs 2017-2019 er að þessi fjárfesting verði komin í 3 prósent af landsframleiðslu árið 2024. Raunar var í fyrri stefnu ráðsins stefnt að því að ná þessu hlutfalli árið 2016. „Hagtölurnar sýna okkur að við erum ekki komin á þann stað að vera á pari við löndin í kringum okkur,“ segir Erna. Árið 2017 eyddu Svíar 3,4 prósentum af landsframleiðslu í rannsóknir og þróun, hlutfallið hjá Dönum var 3,05 prósent, 2,76 prósent hjá Finnum en 2,09 prósent hjá Norðmönnum. Erna bendir á að fjárveitingar í Rannsóknasjóð hafi til að mynda verið nánast óbreyttar að krónutölu undanfarin ár meðan launavísitalan hafi hækkað. Árið 2016 hafi verið sett aukið fjármagn í sjóðinn með þeim fyrirheitum að halda ætti áfram á þeirri braut. Það hafi hins vegar ekki ræst. Raunvirði fjárframlaga sé því komið á svipaðan stað og áður en viðbótin kom inn. Í fjárlagafrumvarpi næsta árs var gert ráð fyrir að skorið yrði niður um 50 milljónir til sjóðsins en Erna segir að það hafi þó verið dregið til baka í breytingartillögu meirihlutans við aðra umræðu um málið. Erna segir að nú stefni í að hlutfall umsókna sem fái styrk úr sjóðnum fari á næsta ári niður í rúm 15 prósent. Það hafi verið um 17 prósent á síðasta ári og hafi lækkað stöðugt á undanförnum árum og var til dæmis 25 prósent 2016. „Þetta eru þriggja ára styrkir þannig að það mun enginn ná að halda samfellu í rannsóknum sínum nema bara einhverjir örfáir hópar. Þótt það virki auðvitað ekki þannig í raunheimum, þá er samt verið að segja að þú getir átt von á styrk á sjö ára fresti,“ segir Erna. Ásóknin í Rannsóknasjóð hafi aukist mikið á síðustu árum og það sama megi segja um Tækniþróunarsjóð. „Þegar innspýtingin kom 2016 fengum við fleira fólk heim og doktorsnemum fjölgaði. Við það efldist rannsóknarsamfélagið og þá um leið jókst ásóknin í þessa sjóði.“
Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Vísindi Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Innlent Fleiri fréttir Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Sjá meira