Katrín Oddsdóttir er fundarstjóri mótmælanna og eru þau Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, Atli Þór Fanndal blaðamaður, Þórður Már Jónsson lögmaður og Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar, ræðumenn dagsins. Þá mun Hatari einnig koma fram.
Í fréttatilkynningu er kallað eftir því að almennir borgarar taki málin í sínar hendur og krefjist lýðræðis. Bæði almenningur í Namibíu og almenningur hér á landi sé arðrændur af íslenskri stórútgerð sem víli ekki fyrir sér að beita mútum.

Þeir sem standa að mótmælunum eru Stjórnarskrárfélagið, Efling, Öryrkjabandalagið, Samtök kvenna um nýja stjórnarskrá, Gagnsæi: Samtök gegn spillingu, Jæja og Skiltakarlarnir. Þau hafa sett fram þrjár kröfur sem snúa að afsögn ráðherra, lögfestingu nýrrar stjórnarskrár og að arður af nýtingu auðlinda renni í sjóði almennings.
Útsendingu er lokið.