Tuttugu mánuðir á launum eftir starfslok Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. nóvember 2019 15:02 Oddur Einarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Kirkjuráðs. Vísir/björn G. Oddur Einarsson, fyrrverandi framkvæmdarstjóri kirkjuráðs, verður á launum hjá Kirkjumálasjóði út ráðningarsamning sinn eða næstu 20 mánuði. Oddi var sagt upp störfum í byrjun síðasta mánaðar en ráðningarsamningur Odds fellur úr gildi 30. Júní 2021. RÚV greindi frá þessu fyrr í dag en Ríkisútvarpið hefur undir höndum starfslokasamning Odds. Oddur mun halda fullum launum í nóvember, desember og janúar en þau eru tæpar 1,2 milljónir króna. Þá mun hann vera á mánaðarlegum grunnlaunum þar til 30. Júní 2021, sem eru 950 þúsund krónur. Þá ber Oddi að skila fartölvu sem hann hefur haft til umráða. Greiðslurnar munu ekki skerðast ef Oddur ræður sig til starfa annars staðar. Samkvæmt fundargerð frá fundi kirkjuráðs þann 12. september, sem lauk 2. október, komist að einróma niðurstöðu um að segja upp ráðningarsamningi kirkjuráðs við Odd. Í skriflegri athugasemd við frétt Morgunblaðsins frá 28. október, sem Oddur sendi frá sér 29. október, sagðist hann ekkert kannast við uppsögnina, „enda hefði slík uppsögn verið ólögmæt.“ Þá kemur fram í fundargerð kirkjuráðs að Sigurbjörg Níelsdóttir Hansen, fjármálastjóri Biskupsstofu, hafi kvartað yfir framkomu Odds í garð verkefnisstjóra fjármála sókna á Biskupsstofu og fleira. Oddur er annar framkvæmdastjóri kirkjuráðs sem gert hefur starfslokasamning á skömmum tíma. Ellisif Tinna Viðarsdóttir lét af störfum í september 2016 eftir harðar deilur við biskup, hún fékk greidd full laun í tólf mánuði með yfirvinnu og orlofi í einu lagi eftir uppsögnina. Þá fékk hún að halda farsíma og fartölvu sem hún hafði til afnota í störfum sínum sem framkvæmdarstjóri. Þjóðkirkjan Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fleiri fréttir Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Niceair aflýsir jómfrúarfluginu „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Sjá meira
Oddur Einarsson, fyrrverandi framkvæmdarstjóri kirkjuráðs, verður á launum hjá Kirkjumálasjóði út ráðningarsamning sinn eða næstu 20 mánuði. Oddi var sagt upp störfum í byrjun síðasta mánaðar en ráðningarsamningur Odds fellur úr gildi 30. Júní 2021. RÚV greindi frá þessu fyrr í dag en Ríkisútvarpið hefur undir höndum starfslokasamning Odds. Oddur mun halda fullum launum í nóvember, desember og janúar en þau eru tæpar 1,2 milljónir króna. Þá mun hann vera á mánaðarlegum grunnlaunum þar til 30. Júní 2021, sem eru 950 þúsund krónur. Þá ber Oddi að skila fartölvu sem hann hefur haft til umráða. Greiðslurnar munu ekki skerðast ef Oddur ræður sig til starfa annars staðar. Samkvæmt fundargerð frá fundi kirkjuráðs þann 12. september, sem lauk 2. október, komist að einróma niðurstöðu um að segja upp ráðningarsamningi kirkjuráðs við Odd. Í skriflegri athugasemd við frétt Morgunblaðsins frá 28. október, sem Oddur sendi frá sér 29. október, sagðist hann ekkert kannast við uppsögnina, „enda hefði slík uppsögn verið ólögmæt.“ Þá kemur fram í fundargerð kirkjuráðs að Sigurbjörg Níelsdóttir Hansen, fjármálastjóri Biskupsstofu, hafi kvartað yfir framkomu Odds í garð verkefnisstjóra fjármála sókna á Biskupsstofu og fleira. Oddur er annar framkvæmdastjóri kirkjuráðs sem gert hefur starfslokasamning á skömmum tíma. Ellisif Tinna Viðarsdóttir lét af störfum í september 2016 eftir harðar deilur við biskup, hún fékk greidd full laun í tólf mánuði með yfirvinnu og orlofi í einu lagi eftir uppsögnina. Þá fékk hún að halda farsíma og fartölvu sem hún hafði til afnota í störfum sínum sem framkvæmdarstjóri.
Þjóðkirkjan Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fleiri fréttir Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Niceair aflýsir jómfrúarfluginu „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Sjá meira