Tuttugu mánuðir á launum eftir starfslok Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. nóvember 2019 15:02 Oddur Einarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Kirkjuráðs. Vísir/björn G. Oddur Einarsson, fyrrverandi framkvæmdarstjóri kirkjuráðs, verður á launum hjá Kirkjumálasjóði út ráðningarsamning sinn eða næstu 20 mánuði. Oddi var sagt upp störfum í byrjun síðasta mánaðar en ráðningarsamningur Odds fellur úr gildi 30. Júní 2021. RÚV greindi frá þessu fyrr í dag en Ríkisútvarpið hefur undir höndum starfslokasamning Odds. Oddur mun halda fullum launum í nóvember, desember og janúar en þau eru tæpar 1,2 milljónir króna. Þá mun hann vera á mánaðarlegum grunnlaunum þar til 30. Júní 2021, sem eru 950 þúsund krónur. Þá ber Oddi að skila fartölvu sem hann hefur haft til umráða. Greiðslurnar munu ekki skerðast ef Oddur ræður sig til starfa annars staðar. Samkvæmt fundargerð frá fundi kirkjuráðs þann 12. september, sem lauk 2. október, komist að einróma niðurstöðu um að segja upp ráðningarsamningi kirkjuráðs við Odd. Í skriflegri athugasemd við frétt Morgunblaðsins frá 28. október, sem Oddur sendi frá sér 29. október, sagðist hann ekkert kannast við uppsögnina, „enda hefði slík uppsögn verið ólögmæt.“ Þá kemur fram í fundargerð kirkjuráðs að Sigurbjörg Níelsdóttir Hansen, fjármálastjóri Biskupsstofu, hafi kvartað yfir framkomu Odds í garð verkefnisstjóra fjármála sókna á Biskupsstofu og fleira. Oddur er annar framkvæmdastjóri kirkjuráðs sem gert hefur starfslokasamning á skömmum tíma. Ellisif Tinna Viðarsdóttir lét af störfum í september 2016 eftir harðar deilur við biskup, hún fékk greidd full laun í tólf mánuði með yfirvinnu og orlofi í einu lagi eftir uppsögnina. Þá fékk hún að halda farsíma og fartölvu sem hún hafði til afnota í störfum sínum sem framkvæmdarstjóri. Þjóðkirkjan Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Sjá meira
Oddur Einarsson, fyrrverandi framkvæmdarstjóri kirkjuráðs, verður á launum hjá Kirkjumálasjóði út ráðningarsamning sinn eða næstu 20 mánuði. Oddi var sagt upp störfum í byrjun síðasta mánaðar en ráðningarsamningur Odds fellur úr gildi 30. Júní 2021. RÚV greindi frá þessu fyrr í dag en Ríkisútvarpið hefur undir höndum starfslokasamning Odds. Oddur mun halda fullum launum í nóvember, desember og janúar en þau eru tæpar 1,2 milljónir króna. Þá mun hann vera á mánaðarlegum grunnlaunum þar til 30. Júní 2021, sem eru 950 þúsund krónur. Þá ber Oddi að skila fartölvu sem hann hefur haft til umráða. Greiðslurnar munu ekki skerðast ef Oddur ræður sig til starfa annars staðar. Samkvæmt fundargerð frá fundi kirkjuráðs þann 12. september, sem lauk 2. október, komist að einróma niðurstöðu um að segja upp ráðningarsamningi kirkjuráðs við Odd. Í skriflegri athugasemd við frétt Morgunblaðsins frá 28. október, sem Oddur sendi frá sér 29. október, sagðist hann ekkert kannast við uppsögnina, „enda hefði slík uppsögn verið ólögmæt.“ Þá kemur fram í fundargerð kirkjuráðs að Sigurbjörg Níelsdóttir Hansen, fjármálastjóri Biskupsstofu, hafi kvartað yfir framkomu Odds í garð verkefnisstjóra fjármála sókna á Biskupsstofu og fleira. Oddur er annar framkvæmdastjóri kirkjuráðs sem gert hefur starfslokasamning á skömmum tíma. Ellisif Tinna Viðarsdóttir lét af störfum í september 2016 eftir harðar deilur við biskup, hún fékk greidd full laun í tólf mánuði með yfirvinnu og orlofi í einu lagi eftir uppsögnina. Þá fékk hún að halda farsíma og fartölvu sem hún hafði til afnota í störfum sínum sem framkvæmdarstjóri.
Þjóðkirkjan Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Sjá meira