Vilja ræða við eigendur Samherja Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. nóvember 2019 19:53 Þorsteinn Már Baldvinsson steig tímabundið til hliðar sem forstjóri Samherja. Hann er einn stærsti eigandi félagsins. Vísir/vilhelm Spillingarlögreglan í Namibíu vonast til þess að ná tali af fulltrúum Samherja þegar rannsókn lögreglunnar á ætluðum mútugreiðslum til háttsettra stjórnmála- og áhrifamanna í Namibíu er lengra á veg komin. Frá þessu var greint í kvöldfréttum RÚV. Greint var frá því í dag að Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu, hafi verið handtekinn í tengslum við rannsókn málsins. Þá hefur Ricardo Gustavo, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækisins Namgomar sem Samherji fékk kvóta í gegnum, einnig verið handtekinn. Í fréttum RÚV kom einnig fram að þriggja væri leitað í tengslum við rannsókn málsins. Sacky Shanghala, fyrrverandi dómsmálaráðherra landsins, James Hatuikulipi, fyrrverandi stjórnarformaður namibísku ríkisútgerðarinnar Fishcor, og frænda hans Tamson Fitty Hatuikulipi. Haft var eftir Paulus Noa, framkvæmdastjóri spillingarlögreglunnar í Namibíu, í fréttum RÚV að vonast væri eftir góðri samvinnu við íslensk yfirvöld vegna rannsóknar málsins. Treystir hann á að yfirvöld hér á landi veiti aðstoð þegar komi að því að ræða við eigendur Samherja. „Við viljum ræða við yfirvöld og við viljum einnig ræða við eigendur þessa fyrirtækis. Ég vil ekki nefna nein nöfn eins og er en við viljum kannski ræða við alls konar fólk sem getur orðið okkur að gagni við rannsóknina,“ var haft eftir Noa í frétt RÚV. Rannsókn yfirvalda er til komin vegna umfjöllunar Kveiks, Stundarinnar og Al Jazeera þar sem Samherji var sakað um að hafa borið fé á namibíska embættismenn til að komast yfir kvóta þar í landi. Namibía Samherjaskjölin Tengdar fréttir Þriðji „hákarlinn“ segir af sér vegna Samherjamálsins James Hatuikulipi, einn af þeim sem nefndur hefur verið einn af hákörlunum í tengslum við umfjöllun um Samherjamálið, er hættur sem stjórnarformaður ríkisrekna sjávarútvegsfyrirtækisins Fishcor í Namibíu 20. nóvember 2019 19:50 Fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu handtekinn hefur Ricardo Gustavo, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækisins Namgomar sem Samherji fékk kvóta í gegnum, hefur einnig verið handtekinn. 23. nóvember 2019 16:24 Björgólfur furðar sig á gagnrýni á innri rannsókn Samherja Björgólfur Jóhannsson, starfandi forstjóri Samherja, líkir sambandi fyrirtækisins við norsku lögmannsstofuna Wikborg Rein, sem rannsaknar starfsemi Samherja í Namibíu, við ráðningarsambandið sem er við lýði þegar endurskoðendur undirriti ársreikninga fyrirtækja. 21. nóvember 2019 06:28 Mest lesið Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Viðskipti innlent Spotify liggur niðri Neytendur Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Spillingarlögreglan í Namibíu vonast til þess að ná tali af fulltrúum Samherja þegar rannsókn lögreglunnar á ætluðum mútugreiðslum til háttsettra stjórnmála- og áhrifamanna í Namibíu er lengra á veg komin. Frá þessu var greint í kvöldfréttum RÚV. Greint var frá því í dag að Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu, hafi verið handtekinn í tengslum við rannsókn málsins. Þá hefur Ricardo Gustavo, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækisins Namgomar sem Samherji fékk kvóta í gegnum, einnig verið handtekinn. Í fréttum RÚV kom einnig fram að þriggja væri leitað í tengslum við rannsókn málsins. Sacky Shanghala, fyrrverandi dómsmálaráðherra landsins, James Hatuikulipi, fyrrverandi stjórnarformaður namibísku ríkisútgerðarinnar Fishcor, og frænda hans Tamson Fitty Hatuikulipi. Haft var eftir Paulus Noa, framkvæmdastjóri spillingarlögreglunnar í Namibíu, í fréttum RÚV að vonast væri eftir góðri samvinnu við íslensk yfirvöld vegna rannsóknar málsins. Treystir hann á að yfirvöld hér á landi veiti aðstoð þegar komi að því að ræða við eigendur Samherja. „Við viljum ræða við yfirvöld og við viljum einnig ræða við eigendur þessa fyrirtækis. Ég vil ekki nefna nein nöfn eins og er en við viljum kannski ræða við alls konar fólk sem getur orðið okkur að gagni við rannsóknina,“ var haft eftir Noa í frétt RÚV. Rannsókn yfirvalda er til komin vegna umfjöllunar Kveiks, Stundarinnar og Al Jazeera þar sem Samherji var sakað um að hafa borið fé á namibíska embættismenn til að komast yfir kvóta þar í landi.
Namibía Samherjaskjölin Tengdar fréttir Þriðji „hákarlinn“ segir af sér vegna Samherjamálsins James Hatuikulipi, einn af þeim sem nefndur hefur verið einn af hákörlunum í tengslum við umfjöllun um Samherjamálið, er hættur sem stjórnarformaður ríkisrekna sjávarútvegsfyrirtækisins Fishcor í Namibíu 20. nóvember 2019 19:50 Fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu handtekinn hefur Ricardo Gustavo, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækisins Namgomar sem Samherji fékk kvóta í gegnum, hefur einnig verið handtekinn. 23. nóvember 2019 16:24 Björgólfur furðar sig á gagnrýni á innri rannsókn Samherja Björgólfur Jóhannsson, starfandi forstjóri Samherja, líkir sambandi fyrirtækisins við norsku lögmannsstofuna Wikborg Rein, sem rannsaknar starfsemi Samherja í Namibíu, við ráðningarsambandið sem er við lýði þegar endurskoðendur undirriti ársreikninga fyrirtækja. 21. nóvember 2019 06:28 Mest lesið Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Viðskipti innlent Spotify liggur niðri Neytendur Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Þriðji „hákarlinn“ segir af sér vegna Samherjamálsins James Hatuikulipi, einn af þeim sem nefndur hefur verið einn af hákörlunum í tengslum við umfjöllun um Samherjamálið, er hættur sem stjórnarformaður ríkisrekna sjávarútvegsfyrirtækisins Fishcor í Namibíu 20. nóvember 2019 19:50
Fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu handtekinn hefur Ricardo Gustavo, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækisins Namgomar sem Samherji fékk kvóta í gegnum, hefur einnig verið handtekinn. 23. nóvember 2019 16:24
Björgólfur furðar sig á gagnrýni á innri rannsókn Samherja Björgólfur Jóhannsson, starfandi forstjóri Samherja, líkir sambandi fyrirtækisins við norsku lögmannsstofuna Wikborg Rein, sem rannsaknar starfsemi Samherja í Namibíu, við ráðningarsambandið sem er við lýði þegar endurskoðendur undirriti ársreikninga fyrirtækja. 21. nóvember 2019 06:28