Vilja ræða við eigendur Samherja Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. nóvember 2019 19:53 Þorsteinn Már Baldvinsson steig tímabundið til hliðar sem forstjóri Samherja. Hann er einn stærsti eigandi félagsins. Vísir/vilhelm Spillingarlögreglan í Namibíu vonast til þess að ná tali af fulltrúum Samherja þegar rannsókn lögreglunnar á ætluðum mútugreiðslum til háttsettra stjórnmála- og áhrifamanna í Namibíu er lengra á veg komin. Frá þessu var greint í kvöldfréttum RÚV. Greint var frá því í dag að Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu, hafi verið handtekinn í tengslum við rannsókn málsins. Þá hefur Ricardo Gustavo, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækisins Namgomar sem Samherji fékk kvóta í gegnum, einnig verið handtekinn. Í fréttum RÚV kom einnig fram að þriggja væri leitað í tengslum við rannsókn málsins. Sacky Shanghala, fyrrverandi dómsmálaráðherra landsins, James Hatuikulipi, fyrrverandi stjórnarformaður namibísku ríkisútgerðarinnar Fishcor, og frænda hans Tamson Fitty Hatuikulipi. Haft var eftir Paulus Noa, framkvæmdastjóri spillingarlögreglunnar í Namibíu, í fréttum RÚV að vonast væri eftir góðri samvinnu við íslensk yfirvöld vegna rannsóknar málsins. Treystir hann á að yfirvöld hér á landi veiti aðstoð þegar komi að því að ræða við eigendur Samherja. „Við viljum ræða við yfirvöld og við viljum einnig ræða við eigendur þessa fyrirtækis. Ég vil ekki nefna nein nöfn eins og er en við viljum kannski ræða við alls konar fólk sem getur orðið okkur að gagni við rannsóknina,“ var haft eftir Noa í frétt RÚV. Rannsókn yfirvalda er til komin vegna umfjöllunar Kveiks, Stundarinnar og Al Jazeera þar sem Samherji var sakað um að hafa borið fé á namibíska embættismenn til að komast yfir kvóta þar í landi. Namibía Samherjaskjölin Tengdar fréttir Þriðji „hákarlinn“ segir af sér vegna Samherjamálsins James Hatuikulipi, einn af þeim sem nefndur hefur verið einn af hákörlunum í tengslum við umfjöllun um Samherjamálið, er hættur sem stjórnarformaður ríkisrekna sjávarútvegsfyrirtækisins Fishcor í Namibíu 20. nóvember 2019 19:50 Fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu handtekinn hefur Ricardo Gustavo, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækisins Namgomar sem Samherji fékk kvóta í gegnum, hefur einnig verið handtekinn. 23. nóvember 2019 16:24 Björgólfur furðar sig á gagnrýni á innri rannsókn Samherja Björgólfur Jóhannsson, starfandi forstjóri Samherja, líkir sambandi fyrirtækisins við norsku lögmannsstofuna Wikborg Rein, sem rannsaknar starfsemi Samherja í Namibíu, við ráðningarsambandið sem er við lýði þegar endurskoðendur undirriti ársreikninga fyrirtækja. 21. nóvember 2019 06:28 Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Sjá meira
Spillingarlögreglan í Namibíu vonast til þess að ná tali af fulltrúum Samherja þegar rannsókn lögreglunnar á ætluðum mútugreiðslum til háttsettra stjórnmála- og áhrifamanna í Namibíu er lengra á veg komin. Frá þessu var greint í kvöldfréttum RÚV. Greint var frá því í dag að Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu, hafi verið handtekinn í tengslum við rannsókn málsins. Þá hefur Ricardo Gustavo, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækisins Namgomar sem Samherji fékk kvóta í gegnum, einnig verið handtekinn. Í fréttum RÚV kom einnig fram að þriggja væri leitað í tengslum við rannsókn málsins. Sacky Shanghala, fyrrverandi dómsmálaráðherra landsins, James Hatuikulipi, fyrrverandi stjórnarformaður namibísku ríkisútgerðarinnar Fishcor, og frænda hans Tamson Fitty Hatuikulipi. Haft var eftir Paulus Noa, framkvæmdastjóri spillingarlögreglunnar í Namibíu, í fréttum RÚV að vonast væri eftir góðri samvinnu við íslensk yfirvöld vegna rannsóknar málsins. Treystir hann á að yfirvöld hér á landi veiti aðstoð þegar komi að því að ræða við eigendur Samherja. „Við viljum ræða við yfirvöld og við viljum einnig ræða við eigendur þessa fyrirtækis. Ég vil ekki nefna nein nöfn eins og er en við viljum kannski ræða við alls konar fólk sem getur orðið okkur að gagni við rannsóknina,“ var haft eftir Noa í frétt RÚV. Rannsókn yfirvalda er til komin vegna umfjöllunar Kveiks, Stundarinnar og Al Jazeera þar sem Samherji var sakað um að hafa borið fé á namibíska embættismenn til að komast yfir kvóta þar í landi.
Namibía Samherjaskjölin Tengdar fréttir Þriðji „hákarlinn“ segir af sér vegna Samherjamálsins James Hatuikulipi, einn af þeim sem nefndur hefur verið einn af hákörlunum í tengslum við umfjöllun um Samherjamálið, er hættur sem stjórnarformaður ríkisrekna sjávarútvegsfyrirtækisins Fishcor í Namibíu 20. nóvember 2019 19:50 Fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu handtekinn hefur Ricardo Gustavo, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækisins Namgomar sem Samherji fékk kvóta í gegnum, hefur einnig verið handtekinn. 23. nóvember 2019 16:24 Björgólfur furðar sig á gagnrýni á innri rannsókn Samherja Björgólfur Jóhannsson, starfandi forstjóri Samherja, líkir sambandi fyrirtækisins við norsku lögmannsstofuna Wikborg Rein, sem rannsaknar starfsemi Samherja í Namibíu, við ráðningarsambandið sem er við lýði þegar endurskoðendur undirriti ársreikninga fyrirtækja. 21. nóvember 2019 06:28 Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Sjá meira
Þriðji „hákarlinn“ segir af sér vegna Samherjamálsins James Hatuikulipi, einn af þeim sem nefndur hefur verið einn af hákörlunum í tengslum við umfjöllun um Samherjamálið, er hættur sem stjórnarformaður ríkisrekna sjávarútvegsfyrirtækisins Fishcor í Namibíu 20. nóvember 2019 19:50
Fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu handtekinn hefur Ricardo Gustavo, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækisins Namgomar sem Samherji fékk kvóta í gegnum, hefur einnig verið handtekinn. 23. nóvember 2019 16:24
Björgólfur furðar sig á gagnrýni á innri rannsókn Samherja Björgólfur Jóhannsson, starfandi forstjóri Samherja, líkir sambandi fyrirtækisins við norsku lögmannsstofuna Wikborg Rein, sem rannsaknar starfsemi Samherja í Namibíu, við ráðningarsambandið sem er við lýði þegar endurskoðendur undirriti ársreikninga fyrirtækja. 21. nóvember 2019 06:28
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun