Flutti í fjarlægan fjörð til að vinna dýrustu landbúnaðarvöru Íslands Kristján Már Unnarsson skrifar 23. nóvember 2019 22:30 Ástrós Bergsveinsdóttir flutti úr Reykjavík til Austfjarða til að starfa við íslenskan æðardún. Sgtöð 2/Egill Aðalsteinsson. Fyrirtæki sem fullvinnur æðardún hefur verið sett á stofn á Borgarfirði eystra. Þar er þessi dýrasta landbúnaðarvara Íslands sett í sængur og þær síðan seldar sem lúxusvara. Þetta mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. Íslenskur dúnn ehf. er í litla bláa húsinu.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Í þessu eitthundrað manna byggðarlagi munar um þau tvö til þrjú störf sem framkvæmdastjóri Íslensks dúns ehf., Ragna Óskarsdóttir, vonast til að skapist í litla bláa húsinu, sem áður þjónaði sem leikskóli byggðarinnar. Núna er þar dúnmjúk starfsemi. Ragna segir tækifærin í æðardúni vannýtt.Ragna Óskarsdóttir, framkvæmdastjóri Íslensks dúns ehf.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Vegna þess að við Íslendingar framleiðum um 75 prósent heimsframleiðslu æðardúns en við flytjum hann að megninu til út sem hrávöru til Japans og Þýskalands, þar sem hann er þveginn og settur í sængur, og með miklum hagnaði fyrir þarlenda aðila. Við viljum sem sagt koma fullvinnslunni hingað heim til Íslands,“ segir Ragna. Dúninn setja þau i sængur.Ástrós hreinsar dúninn.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Það gengur ótrúlega vel að selja þetta. Við í rauninni fórum bara af stað núna í sumar og hérna sérðu það sem er búið að panta nú þegar og við afhendum í nóvember. Þetta er að fara fram úr okkar björtustu vonum.“ Hér er höndlað með mikil verðmæti; dýrustu landbúnaðarvöru Íslands, segir Ragna. Æðardúninn fá þau úr næsta nágrenni, frá Sævarenda í Loðmundarfirði, stærsta varpi Íslands, að sögn Rögnu.Ólafur Aðalsteinsson, æðarbóndi í Loðmundarfirði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Æðarbóndinn Ólafur Aðalsteinsson fagnar því að fá vinnuna í heimabyggð. „Þetta var alveg óskastaða að þetta kæmi, að það væri hægt að fullvinna dúninn, í stað þess að senda þetta til útlanda eins og hverja aðra hrávöru,“ segir Ólafur á Sævarenda. Sjá einnig: Sauma silkisængur fyrir ríka útlendingaFrá Borgarfirði eystra.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Ástrós dóttir Rögnu er flutt úr borginni austur á Borgarfjörð til að vinna í dúninum með öðru. „Núna er ég komin með tvær vinnur hérna.“ -Hvernig líst þér á þig hérna? „Mjög vel. Þetta er bara frábær staður,“ svarar Ástrós Bergsveinsdóttir. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Borgarfjörður eystri Landbúnaður Tengdar fréttir Búkollustjórinn Dóra einn af gleðigjöfum Borgfirðinga Gleði ríkir meðal Borgfirðinga eystra að sjá loksins fyrir endann á uppbyggingu þjóðvegarins yfir til Héraðsflóa eftir áratugabaráttu. Liðlega tvítug stúlka er í hópi þeirra sem annast vegagerðina. 6. nóvember 2019 22:39 Japanskir dúnkaupmenn skoða gersemar Æðarbændur vonast til að góðæri haldist í greininni og þeir fái áfram hátt verð fyrir dúninn, þrátt fyrir kreppu í kaupendahópi ríka fólksins í heiminum, og binda vonir við komu tíu japanskra dúnkaupmanna til Íslands um helgina. 12. júní 2009 19:07 Sauma silkisængur fyrir ríka útlendinga Verð á æðardúni er í methæðum og söluhorfur hafa aldrei verið betri. Á Skarði á Skarðsströnd eru æðarbændur byrjaðir að fullvinna fokdýrar silkisængur fyrir auðmenn úti í heimi. Talið er að um þrjúhundruð og tuttugu íslensk heimili hafi hlunnindi af dúntekju. Æðarbændur búa sig þessa dagana undir að varp æðarfugls hefjist. Hilmar Jón Kristinsson, æðarræktandi á Skarði, segir í samtali á Stöð 2 að eins og staðan sé nú, séu horfur góður, bæði hvað veður og fjölda fugla snerti. Mikið virðist af æðarfugli, að minnsta kosti við Breiðafjörð. Þegar hort er yfir landið skyggir þó eitt á; snjóþyngsli á Norðurlandi, og vonast Hilmar til að snjóa fari þar að leysa svo fuglinn geti farið að setjast upp og verpa fyrir norðan. "Söluhorfur líta vel út, og verð jafnframt líka, og eiginlega aldrei litið betur út en núna. Vonandi gengur það bara allt eftir," segir Hilmar. Á Skarði er ein stærsta dúnhreinsun landsins og þar er búið að endurnýja tækjakost til að koma á fullvinnslu. Dúnþvottavélar, sængurfyllingarvél og saumavél eru meðal nýrra tækja sem gerir Skarðsverjum kleift að sauma silkisængurnar sjálfir í stað þess að flytja allan dúninn út sem hráefni. Þórunn Hilmarsdóttir, húsfreyja á Skarði, móðir Hilmars, segir að þetta hafi alltaf verið draumurinn, að fullvinnslan færist inn í hagkerfi Íslands. Um 170 þúsund krónur fást nú fyrir kílóið af dún enda er æðardúnssæng vara ríka fólksins. "Það eru ekki til betri sængur. Sá sem hefur einu sinni sofið undir svona sæng, hann vill ekkert annað," segir Þórunn. 14. maí 2013 19:30 Þéttasta æðarvarpið gæti verið á Bíldudal Ein dýrasta útflutningsvara Íslendinga er æðardúnn en um 200 þúsund krónur fengust fyrir kílóið í fyrra. Æðarvarp er nýtt sem hlunnindi á um 400 jörðum á Íslandi. 12. júní 2017 21:45 Samþykktu sameininguna með afgerandi hætti Kosið var um sameiningu Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar í dag. Sameiningin var samþykkt í öllum sveitarfélögunum fjórum með allt frá 64 til 93% atkvæða. 26. október 2019 23:32 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Fleiri fréttir Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Sjá meira
Fyrirtæki sem fullvinnur æðardún hefur verið sett á stofn á Borgarfirði eystra. Þar er þessi dýrasta landbúnaðarvara Íslands sett í sængur og þær síðan seldar sem lúxusvara. Þetta mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. Íslenskur dúnn ehf. er í litla bláa húsinu.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Í þessu eitthundrað manna byggðarlagi munar um þau tvö til þrjú störf sem framkvæmdastjóri Íslensks dúns ehf., Ragna Óskarsdóttir, vonast til að skapist í litla bláa húsinu, sem áður þjónaði sem leikskóli byggðarinnar. Núna er þar dúnmjúk starfsemi. Ragna segir tækifærin í æðardúni vannýtt.Ragna Óskarsdóttir, framkvæmdastjóri Íslensks dúns ehf.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Vegna þess að við Íslendingar framleiðum um 75 prósent heimsframleiðslu æðardúns en við flytjum hann að megninu til út sem hrávöru til Japans og Þýskalands, þar sem hann er þveginn og settur í sængur, og með miklum hagnaði fyrir þarlenda aðila. Við viljum sem sagt koma fullvinnslunni hingað heim til Íslands,“ segir Ragna. Dúninn setja þau i sængur.Ástrós hreinsar dúninn.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Það gengur ótrúlega vel að selja þetta. Við í rauninni fórum bara af stað núna í sumar og hérna sérðu það sem er búið að panta nú þegar og við afhendum í nóvember. Þetta er að fara fram úr okkar björtustu vonum.“ Hér er höndlað með mikil verðmæti; dýrustu landbúnaðarvöru Íslands, segir Ragna. Æðardúninn fá þau úr næsta nágrenni, frá Sævarenda í Loðmundarfirði, stærsta varpi Íslands, að sögn Rögnu.Ólafur Aðalsteinsson, æðarbóndi í Loðmundarfirði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Æðarbóndinn Ólafur Aðalsteinsson fagnar því að fá vinnuna í heimabyggð. „Þetta var alveg óskastaða að þetta kæmi, að það væri hægt að fullvinna dúninn, í stað þess að senda þetta til útlanda eins og hverja aðra hrávöru,“ segir Ólafur á Sævarenda. Sjá einnig: Sauma silkisængur fyrir ríka útlendingaFrá Borgarfirði eystra.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Ástrós dóttir Rögnu er flutt úr borginni austur á Borgarfjörð til að vinna í dúninum með öðru. „Núna er ég komin með tvær vinnur hérna.“ -Hvernig líst þér á þig hérna? „Mjög vel. Þetta er bara frábær staður,“ svarar Ástrós Bergsveinsdóttir. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Borgarfjörður eystri Landbúnaður Tengdar fréttir Búkollustjórinn Dóra einn af gleðigjöfum Borgfirðinga Gleði ríkir meðal Borgfirðinga eystra að sjá loksins fyrir endann á uppbyggingu þjóðvegarins yfir til Héraðsflóa eftir áratugabaráttu. Liðlega tvítug stúlka er í hópi þeirra sem annast vegagerðina. 6. nóvember 2019 22:39 Japanskir dúnkaupmenn skoða gersemar Æðarbændur vonast til að góðæri haldist í greininni og þeir fái áfram hátt verð fyrir dúninn, þrátt fyrir kreppu í kaupendahópi ríka fólksins í heiminum, og binda vonir við komu tíu japanskra dúnkaupmanna til Íslands um helgina. 12. júní 2009 19:07 Sauma silkisængur fyrir ríka útlendinga Verð á æðardúni er í methæðum og söluhorfur hafa aldrei verið betri. Á Skarði á Skarðsströnd eru æðarbændur byrjaðir að fullvinna fokdýrar silkisængur fyrir auðmenn úti í heimi. Talið er að um þrjúhundruð og tuttugu íslensk heimili hafi hlunnindi af dúntekju. Æðarbændur búa sig þessa dagana undir að varp æðarfugls hefjist. Hilmar Jón Kristinsson, æðarræktandi á Skarði, segir í samtali á Stöð 2 að eins og staðan sé nú, séu horfur góður, bæði hvað veður og fjölda fugla snerti. Mikið virðist af æðarfugli, að minnsta kosti við Breiðafjörð. Þegar hort er yfir landið skyggir þó eitt á; snjóþyngsli á Norðurlandi, og vonast Hilmar til að snjóa fari þar að leysa svo fuglinn geti farið að setjast upp og verpa fyrir norðan. "Söluhorfur líta vel út, og verð jafnframt líka, og eiginlega aldrei litið betur út en núna. Vonandi gengur það bara allt eftir," segir Hilmar. Á Skarði er ein stærsta dúnhreinsun landsins og þar er búið að endurnýja tækjakost til að koma á fullvinnslu. Dúnþvottavélar, sængurfyllingarvél og saumavél eru meðal nýrra tækja sem gerir Skarðsverjum kleift að sauma silkisængurnar sjálfir í stað þess að flytja allan dúninn út sem hráefni. Þórunn Hilmarsdóttir, húsfreyja á Skarði, móðir Hilmars, segir að þetta hafi alltaf verið draumurinn, að fullvinnslan færist inn í hagkerfi Íslands. Um 170 þúsund krónur fást nú fyrir kílóið af dún enda er æðardúnssæng vara ríka fólksins. "Það eru ekki til betri sængur. Sá sem hefur einu sinni sofið undir svona sæng, hann vill ekkert annað," segir Þórunn. 14. maí 2013 19:30 Þéttasta æðarvarpið gæti verið á Bíldudal Ein dýrasta útflutningsvara Íslendinga er æðardúnn en um 200 þúsund krónur fengust fyrir kílóið í fyrra. Æðarvarp er nýtt sem hlunnindi á um 400 jörðum á Íslandi. 12. júní 2017 21:45 Samþykktu sameininguna með afgerandi hætti Kosið var um sameiningu Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar í dag. Sameiningin var samþykkt í öllum sveitarfélögunum fjórum með allt frá 64 til 93% atkvæða. 26. október 2019 23:32 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Fleiri fréttir Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Sjá meira
Búkollustjórinn Dóra einn af gleðigjöfum Borgfirðinga Gleði ríkir meðal Borgfirðinga eystra að sjá loksins fyrir endann á uppbyggingu þjóðvegarins yfir til Héraðsflóa eftir áratugabaráttu. Liðlega tvítug stúlka er í hópi þeirra sem annast vegagerðina. 6. nóvember 2019 22:39
Japanskir dúnkaupmenn skoða gersemar Æðarbændur vonast til að góðæri haldist í greininni og þeir fái áfram hátt verð fyrir dúninn, þrátt fyrir kreppu í kaupendahópi ríka fólksins í heiminum, og binda vonir við komu tíu japanskra dúnkaupmanna til Íslands um helgina. 12. júní 2009 19:07
Sauma silkisængur fyrir ríka útlendinga Verð á æðardúni er í methæðum og söluhorfur hafa aldrei verið betri. Á Skarði á Skarðsströnd eru æðarbændur byrjaðir að fullvinna fokdýrar silkisængur fyrir auðmenn úti í heimi. Talið er að um þrjúhundruð og tuttugu íslensk heimili hafi hlunnindi af dúntekju. Æðarbændur búa sig þessa dagana undir að varp æðarfugls hefjist. Hilmar Jón Kristinsson, æðarræktandi á Skarði, segir í samtali á Stöð 2 að eins og staðan sé nú, séu horfur góður, bæði hvað veður og fjölda fugla snerti. Mikið virðist af æðarfugli, að minnsta kosti við Breiðafjörð. Þegar hort er yfir landið skyggir þó eitt á; snjóþyngsli á Norðurlandi, og vonast Hilmar til að snjóa fari þar að leysa svo fuglinn geti farið að setjast upp og verpa fyrir norðan. "Söluhorfur líta vel út, og verð jafnframt líka, og eiginlega aldrei litið betur út en núna. Vonandi gengur það bara allt eftir," segir Hilmar. Á Skarði er ein stærsta dúnhreinsun landsins og þar er búið að endurnýja tækjakost til að koma á fullvinnslu. Dúnþvottavélar, sængurfyllingarvél og saumavél eru meðal nýrra tækja sem gerir Skarðsverjum kleift að sauma silkisængurnar sjálfir í stað þess að flytja allan dúninn út sem hráefni. Þórunn Hilmarsdóttir, húsfreyja á Skarði, móðir Hilmars, segir að þetta hafi alltaf verið draumurinn, að fullvinnslan færist inn í hagkerfi Íslands. Um 170 þúsund krónur fást nú fyrir kílóið af dún enda er æðardúnssæng vara ríka fólksins. "Það eru ekki til betri sængur. Sá sem hefur einu sinni sofið undir svona sæng, hann vill ekkert annað," segir Þórunn. 14. maí 2013 19:30
Þéttasta æðarvarpið gæti verið á Bíldudal Ein dýrasta útflutningsvara Íslendinga er æðardúnn en um 200 þúsund krónur fengust fyrir kílóið í fyrra. Æðarvarp er nýtt sem hlunnindi á um 400 jörðum á Íslandi. 12. júní 2017 21:45
Samþykktu sameininguna með afgerandi hætti Kosið var um sameiningu Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar í dag. Sameiningin var samþykkt í öllum sveitarfélögunum fjórum með allt frá 64 til 93% atkvæða. 26. október 2019 23:32