Skráning sjávarútvegsfyrirtækja í Kauphöll geti aukið traust Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. nóvember 2019 12:12 Magnús Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar. Vísir/Vilhelm Skráning sjávarútvegsfyrirtækja á markað gæti verið lykillinn að auknu trausti og sátt milli almennings og atvinnugreinarinnar. Þetta segir forstjóri Kauphallarinnar. Feimni við upplýsingagjöf kunni að skýra hversu fá íslensk sjávarútvegsfyrirtæki séu skráð á markað. Menn ofmeti ef til vill fyrirhöfnina en vanáætli ávinninginn. Þegar mest lét voru 19 sjávarútvegsfyrirtæki skráð á markað á Íslandi en núna er Brim eina íslenska sjávarútvegsfyrirtækið sem er skráð í Kauphöll. Magnús Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, segist ekki kunna skýringar á því hvers vegna þau eru ekki fleiri en raun ber vitni. „Einhverju leiti held ég að þetta hljóti að byggjast á því að menn átti sig ekki alveg á ávinningnum og ofmeti hugsanlega flækjustigið við að vera á markaði líka,“ segir Magnús. Í einhverjum tilfellum geti þó verið góðar og gildar ástæður fyrir því að fyrirtæki séu ekki skráð á markað. „Einhverja hluta vegna kann þetta bara að vera feimni við upplýsingagjöf og mig grunar nú að kynslóðaskipti kunni nú að breyta því að einhverju leyti. Nýja kynslóðin virðist ekki jafn hrædd við gagnsæið eins og fyrri kynslóðir.“ Hann telur ljóst að fyrirtæki í sjávarútvegi gætu haft mikið gagn af skráningu á markað, ekki síður nú í ljósi Samherjamálsins. „Þessi togsteita milli myndi ég segja, og sem hefur verið við líði í nokkuð lengi milli sjávarútvegarins og almennings, ég held að skráning á markað og dreifð eignaraðild almennings að þessum fyrirtækjum verði svona grundvöllur sáttar um greinina,“ segir Magnús. Það sé ljóst að Samherjamálið hafi þegar skaðað traust og orðspor. „Skráning þessara fyrirtækja og það gagnsæi sem skráningunni fylgir væri tvímælalaust fallið til þess að auka traust á fyrirtækjunum,“ segir Magnús. Markaðir Samherjaskjölin Sjávarútvegur Mest lesið Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Viðskipti erlent Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent „Ég vaknaði alltaf með móral og leið aldrei vel“ Atvinnulíf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Fleiri fréttir Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Sjá meira
Skráning sjávarútvegsfyrirtækja á markað gæti verið lykillinn að auknu trausti og sátt milli almennings og atvinnugreinarinnar. Þetta segir forstjóri Kauphallarinnar. Feimni við upplýsingagjöf kunni að skýra hversu fá íslensk sjávarútvegsfyrirtæki séu skráð á markað. Menn ofmeti ef til vill fyrirhöfnina en vanáætli ávinninginn. Þegar mest lét voru 19 sjávarútvegsfyrirtæki skráð á markað á Íslandi en núna er Brim eina íslenska sjávarútvegsfyrirtækið sem er skráð í Kauphöll. Magnús Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, segist ekki kunna skýringar á því hvers vegna þau eru ekki fleiri en raun ber vitni. „Einhverju leiti held ég að þetta hljóti að byggjast á því að menn átti sig ekki alveg á ávinningnum og ofmeti hugsanlega flækjustigið við að vera á markaði líka,“ segir Magnús. Í einhverjum tilfellum geti þó verið góðar og gildar ástæður fyrir því að fyrirtæki séu ekki skráð á markað. „Einhverja hluta vegna kann þetta bara að vera feimni við upplýsingagjöf og mig grunar nú að kynslóðaskipti kunni nú að breyta því að einhverju leyti. Nýja kynslóðin virðist ekki jafn hrædd við gagnsæið eins og fyrri kynslóðir.“ Hann telur ljóst að fyrirtæki í sjávarútvegi gætu haft mikið gagn af skráningu á markað, ekki síður nú í ljósi Samherjamálsins. „Þessi togsteita milli myndi ég segja, og sem hefur verið við líði í nokkuð lengi milli sjávarútvegarins og almennings, ég held að skráning á markað og dreifð eignaraðild almennings að þessum fyrirtækjum verði svona grundvöllur sáttar um greinina,“ segir Magnús. Það sé ljóst að Samherjamálið hafi þegar skaðað traust og orðspor. „Skráning þessara fyrirtækja og það gagnsæi sem skráningunni fylgir væri tvímælalaust fallið til þess að auka traust á fyrirtækjunum,“ segir Magnús.
Markaðir Samherjaskjölin Sjávarútvegur Mest lesið Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Viðskipti erlent Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent „Ég vaknaði alltaf með móral og leið aldrei vel“ Atvinnulíf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Fleiri fréttir Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Sjá meira