Í færslunni segir að hurðin hafi krækst í flatvagn sem lagður í Grindavík. Litlar skemmdir eru á vagninum en leiða má líkur á að skemmdir bifreiðarinnar séu öllu meiri.
Lögreglan óskar í færslunni eftir vitnum að atburðinum sem varð til þess að bílhurðin flaug af og bendir eigandanum á að hurðina sé hægt að sækja á lögreglustöðina við Hringbraut í Reykjanesbæ.