Spilling geri ríki alltaf fátækari Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. nóvember 2019 19:30 Ameenah Gurib-Fakim var fyrsti kvenforseti Máritíus en henni var gert að láta af embætti í fyrra. Vísir/Friðrik Þór Spilling gerir samfélög alltaf fátækari segir fyrsti kvenforseti Máritíus. Ríkið kemur við sögu í Samherjaskjölunum en hún segist lítið þekkja til málsins. Sjálfri var henni gert að víkja úr embætti vegna meintra spillingarmála. Ameenah Gurib-Fakim var kjörin forseti Máritíus fyrst kvenna árið 2015 en hún var jafnframt sjötti forseti ríkisins. Hún var stödd hér á landi í tengslum við heimsþing kvenleiðtoga í síðustu viku. Henni var gert að segja af sér vegna ásakana um að hafa notað greiðslukort frá frjálsum félagasamtökum sem hún starfaði fyrir til að kaupa skartgripi og fatnað. „Ég var neydd til að láta af embætti í fyrra vegna ásakana um að hafa notað krítarkort, sem ég gerði en hafði endurgreitt allt einu ári fyrr. Jafnvel eftir að ég hafði endurgreitt og útskýrt allt var ég beðin að láta af embætti. Svo ég get með réttu sagt að ég sagði aldrei af mér en ég var neydd til að láta af embætti,“ sagði Gurib-Fakim, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Í umfjöllun Kveiks og Stundarinnar um Samherjaskjölin kom fram að Samherji hafi stofnað eignarhaldsfélag í skattaskjólinu Máritíus. Félagið hafi tekið við þóknunum frá dótturfélögum Samherja í Namibíu sem nemi nokkur hundruð milljónum króna á árunum 2013-2016. „Það eina sem ég hef heyrt eru fyrirsagnir um að nokkrir hafi sagt af sér í Namibíu og ég held að íslenskt útgerðarfélag hafi tengst því,“ segir Gurib-Fakim. Spurð um brotalamir í heimalandinu hvað varðar varnir gegn peningaþvætti segir Gurib-Fakim um stærri spurningu vera að ræða. „Öll spilling veikir stofnanir, veikir landið og gerir landið fátækara. Þetta er því grundvallarspurning sem við verðum að spyrja okkur. Og einnig: Hvar sem einhver spillir þá er einhver sem spillist svo þetta virkar í báðar áttir. Við verðum að ráðast gegn þessu. Því eins og ég hef sagt þá gerir öll spilling landið fátækara.“ Máritíus Samherjaskjölin Heimsþing kvenleiðtoga Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Spilling gerir samfélög alltaf fátækari segir fyrsti kvenforseti Máritíus. Ríkið kemur við sögu í Samherjaskjölunum en hún segist lítið þekkja til málsins. Sjálfri var henni gert að víkja úr embætti vegna meintra spillingarmála. Ameenah Gurib-Fakim var kjörin forseti Máritíus fyrst kvenna árið 2015 en hún var jafnframt sjötti forseti ríkisins. Hún var stödd hér á landi í tengslum við heimsþing kvenleiðtoga í síðustu viku. Henni var gert að segja af sér vegna ásakana um að hafa notað greiðslukort frá frjálsum félagasamtökum sem hún starfaði fyrir til að kaupa skartgripi og fatnað. „Ég var neydd til að láta af embætti í fyrra vegna ásakana um að hafa notað krítarkort, sem ég gerði en hafði endurgreitt allt einu ári fyrr. Jafnvel eftir að ég hafði endurgreitt og útskýrt allt var ég beðin að láta af embætti. Svo ég get með réttu sagt að ég sagði aldrei af mér en ég var neydd til að láta af embætti,“ sagði Gurib-Fakim, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Í umfjöllun Kveiks og Stundarinnar um Samherjaskjölin kom fram að Samherji hafi stofnað eignarhaldsfélag í skattaskjólinu Máritíus. Félagið hafi tekið við þóknunum frá dótturfélögum Samherja í Namibíu sem nemi nokkur hundruð milljónum króna á árunum 2013-2016. „Það eina sem ég hef heyrt eru fyrirsagnir um að nokkrir hafi sagt af sér í Namibíu og ég held að íslenskt útgerðarfélag hafi tengst því,“ segir Gurib-Fakim. Spurð um brotalamir í heimalandinu hvað varðar varnir gegn peningaþvætti segir Gurib-Fakim um stærri spurningu vera að ræða. „Öll spilling veikir stofnanir, veikir landið og gerir landið fátækara. Þetta er því grundvallarspurning sem við verðum að spyrja okkur. Og einnig: Hvar sem einhver spillir þá er einhver sem spillist svo þetta virkar í báðar áttir. Við verðum að ráðast gegn þessu. Því eins og ég hef sagt þá gerir öll spilling landið fátækara.“
Máritíus Samherjaskjölin Heimsþing kvenleiðtoga Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira